Var við dauðans dyr sextán ára Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 1. febrúar 2023 07:19 Idol keppandinn Guðjón Smári Smárason kvaddi keppnina síðasta föstudagskvöld. Vísir/Vilhelm „Við skildum ekkert, ég var svo gulur. „Djöfull er ég með skrýtinn lit“ hugsaði ég en þá kom í ljós að lifrin var ónýt,“ segir Idol stjarnan og gleðigjafinn Guðjón Smári Smárason í viðtali í Bakaríinu síðasta laugardag. Gott að grípa í húmorinn Guðjón Smári er sá keppandi sem datt út úr Idol keppninni á Stöð 2 síðasta föstudagskvöld og standa nú aðeins fjórir keppendur eftir. Frá fyrstu prufum vakti Guðjón strax mikla athygli fyrir glaðlega og vægast sagt hressilega framkomu en sjálfur viðurkennir hann að eiga það til að grípa fljótt í húmorinn í aðstæðum sem hann upplifið óþægilegar eða vandræðalegar. Hann er 25 ára Vestmannaeyingur en aðeins sextán ára gamall veiktist hann frekar skyndilega og settu veikindin mikinn svip á unglingsárin. „Þetta var þá sjálfsónæmi í lifur en þá fer maður bara beint í ónæmisbælandi meðferð,“ segir Guðjón og bætir við í kímni: „Og þá er maður bara góður!“ Guðjón Smári heillaði þjóðina með röddinni og húmornum.Vísir/Hulda Margrét Erfið en þroskandi lífsreynsla Meðferðin var þó ekki svo einföld en á árunum sextán til átján ára þurfti hann að eyða mestum tíma sínum á sjúkrahúsi og segist hann hafa notað hvert tækifæri til að fara í helgarheimsóknir heim til Eyja. Þó svo að ferlið hafi vissulega verið erfitt og veikindin reynt á óharðnaðan unglinginn þá búi hann alltaf að þessari þroskandi lífsreynslu. Þetta er mjög þroskandi ferli, að vera svona veikur. Að horfa jafnvel á vinina á fylleríi og eignast kærustur og ég bara að fara í einhverjar aðgerðir. Einlægnin skín sannarlega í gegn hjá þessum glaðværa eyjapeyja þó svo að grínið og kaldhæðnin sé aldrei langt undan. Viðtalið við Guðjón í held sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Heldur fast í gleðina Aðspurður segist hann vel gera sér grein fyrir þessari tilhneigingu sinni og útskýrir að einfaldlega sé hann svo glaður og hamingjusamur fyrir það eitt að fá tækifæri til þess að vera þátttakandi í lífinu. Ég man að ég hugsaði oft til þess hvað maður var að missa af svo miklu. Maður var að fá snöppin frá öllum í partíum og svona. Allir að taka myndir saman. Svo þegar maður kom aftur til baka þá var svo gaman. Það var svo mikil gleði að fá að vera með og ég hef einhvern veginn bara haldið í þessa gleði síðan. Hreifst af kraftinum í rödd Sverris Bergmann Aðspurður hvenær söngáhuginn hafi kviknað fyrir alvöru segir hann það hafa verið um ári áður en hann veikist. Hann hafi verið að hlusta á Föstudagslögin með Sverri Bergmann og hafi heillast af kraftinum í röddinni hans. „Ég hugsaði með mér: Ætli ég sé góður að syngja en ég bara veit ekki af því?“ Þegar hann hafi svo prófað að syngja hafi hann komist að því að söngurinn þarfnaðist töluverðar þjálfunar. Ég hugsaði að ég ætla allavega að æfa mig, svo eftir nokkur ár get ég kannski farið í karókí og haldið tón. Vantaði bara aðeins meiri athygli Hvað var það sem fékk þig til þess að taka þátt? „Ef ég má tala hreina íslensku, þá vantaði mig bara aðeins meiri athygli,“ segir hann hlæjandi og viðurkennir að vera jú svolítið athyglissjúkur. Hann hafi þó ekki búist við allri þessari athygli sem fylgdi Idolinu. „Þetta er bara sprengja!!!“ Þó svo að Idol-vegferð Guðjóns sé nú formlega lokið segir tækifærin vinda upp á sig óvenju fljótt. „Þetta er svo fljótt að gerast, ég er bara byrjaður að taka á móti einhverjum giggum,“ segir hann uppi með sér og eilítið hissa. Hann segist ekki oft verða vandræðalegur en það komi honum skemmtilega á óvart hvað ókunnungt fólk setji þetta ekki fyrir sig að hrósa honum eða bóka hann á viðburði í gegnum Instagram. Ég er að taka árshátíðir og mæta og syngja tvö þrjú lög og svo eitthvað sprell. Það vill enginn heyra mig bara syngja,“ segir hann og hlær. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Idol Bakaríið Bylgjan Vestmannaeyjar Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Gott að grípa í húmorinn Guðjón Smári er sá keppandi sem datt út úr Idol keppninni á Stöð 2 síðasta föstudagskvöld og standa nú aðeins fjórir keppendur eftir. Frá fyrstu prufum vakti Guðjón strax mikla athygli fyrir glaðlega og vægast sagt hressilega framkomu en sjálfur viðurkennir hann að eiga það til að grípa fljótt í húmorinn í aðstæðum sem hann upplifið óþægilegar eða vandræðalegar. Hann er 25 ára Vestmannaeyingur en aðeins sextán ára gamall veiktist hann frekar skyndilega og settu veikindin mikinn svip á unglingsárin. „Þetta var þá sjálfsónæmi í lifur en þá fer maður bara beint í ónæmisbælandi meðferð,“ segir Guðjón og bætir við í kímni: „Og þá er maður bara góður!“ Guðjón Smári heillaði þjóðina með röddinni og húmornum.Vísir/Hulda Margrét Erfið en þroskandi lífsreynsla Meðferðin var þó ekki svo einföld en á árunum sextán til átján ára þurfti hann að eyða mestum tíma sínum á sjúkrahúsi og segist hann hafa notað hvert tækifæri til að fara í helgarheimsóknir heim til Eyja. Þó svo að ferlið hafi vissulega verið erfitt og veikindin reynt á óharðnaðan unglinginn þá búi hann alltaf að þessari þroskandi lífsreynslu. Þetta er mjög þroskandi ferli, að vera svona veikur. Að horfa jafnvel á vinina á fylleríi og eignast kærustur og ég bara að fara í einhverjar aðgerðir. Einlægnin skín sannarlega í gegn hjá þessum glaðværa eyjapeyja þó svo að grínið og kaldhæðnin sé aldrei langt undan. Viðtalið við Guðjón í held sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Heldur fast í gleðina Aðspurður segist hann vel gera sér grein fyrir þessari tilhneigingu sinni og útskýrir að einfaldlega sé hann svo glaður og hamingjusamur fyrir það eitt að fá tækifæri til þess að vera þátttakandi í lífinu. Ég man að ég hugsaði oft til þess hvað maður var að missa af svo miklu. Maður var að fá snöppin frá öllum í partíum og svona. Allir að taka myndir saman. Svo þegar maður kom aftur til baka þá var svo gaman. Það var svo mikil gleði að fá að vera með og ég hef einhvern veginn bara haldið í þessa gleði síðan. Hreifst af kraftinum í rödd Sverris Bergmann Aðspurður hvenær söngáhuginn hafi kviknað fyrir alvöru segir hann það hafa verið um ári áður en hann veikist. Hann hafi verið að hlusta á Föstudagslögin með Sverri Bergmann og hafi heillast af kraftinum í röddinni hans. „Ég hugsaði með mér: Ætli ég sé góður að syngja en ég bara veit ekki af því?“ Þegar hann hafi svo prófað að syngja hafi hann komist að því að söngurinn þarfnaðist töluverðar þjálfunar. Ég hugsaði að ég ætla allavega að æfa mig, svo eftir nokkur ár get ég kannski farið í karókí og haldið tón. Vantaði bara aðeins meiri athygli Hvað var það sem fékk þig til þess að taka þátt? „Ef ég má tala hreina íslensku, þá vantaði mig bara aðeins meiri athygli,“ segir hann hlæjandi og viðurkennir að vera jú svolítið athyglissjúkur. Hann hafi þó ekki búist við allri þessari athygli sem fylgdi Idolinu. „Þetta er bara sprengja!!!“ Þó svo að Idol-vegferð Guðjóns sé nú formlega lokið segir tækifærin vinda upp á sig óvenju fljótt. „Þetta er svo fljótt að gerast, ég er bara byrjaður að taka á móti einhverjum giggum,“ segir hann uppi með sér og eilítið hissa. Hann segist ekki oft verða vandræðalegur en það komi honum skemmtilega á óvart hvað ókunnungt fólk setji þetta ekki fyrir sig að hrósa honum eða bóka hann á viðburði í gegnum Instagram. Ég er að taka árshátíðir og mæta og syngja tvö þrjú lög og svo eitthvað sprell. Það vill enginn heyra mig bara syngja,“ segir hann og hlær. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Idol Bakaríið Bylgjan Vestmannaeyjar Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira