Atlantic knúði fram sigur á lokametrunum Snorri Rafn Hallsson skrifar 1. febrúar 2023 14:00 Síðast þegar liðin mættust hafði Breiðablik betur 16–11 í Inferno. Leikur gærkvöldsins fór hins vegar fram í Vertigo þar sem Breiðablik hafði betur í hnífalotunni og Atlantic byrjaði því í sókn. Vörn Blikanna hélt vel í upphafi leiks þar sem Pjakkur og Furious létu til sín taka. Í þriðju lotunni var Atlantic við það að brjótast í gegn en Furious náði samtals fjórum fellum í lotunni og gerði út um vonir andstæðinganna. Þreföld fella RavlE í fjórðu lotu kom Atlantic á blað þar sem Breiðablik náði ekki að aftengja sprengjuna fyrir vikið. Atlantic náði einnig næstu lotu þar sem Breiðablik eyddi allt of miklu í búnað en hetjuleg atlaga Pjakks í sjöttu lotu kom Breiðabliki í 4–2. Breiðablik gaf í kjölfarið aftur í, LiLLehh lét finna fyrir sér og náði mikilvægum fellum sem veiktu sókn Atlantic. Breiðablik hafði algjör tök á leiknum um miðbik hálfleiksins og stillti upp í góðar endurtökur til að koma sér í stöðuna 9-2. Breiðablik reyndi svo að mæta Atlantic framarlega en þá fór örlítið að halla undan fæti, Atlantic mætti þeim af hörku og sendi Blika í spar. Atlantic vann fjórar lotur í röð til að minnka muninn og loka hálfleiknum. Staðan í hálfleik: Breiðablik 9 – 6 Atlantic Furious og LiLLehh náðu tveimur lotum hver í skammbyssulotunni og komu Breiðablik í tveggja stafa tölu. RavlE átti ótrúlega innkomu á sprengjusvæðið til að fella Blika og koma lotunni í einn á móti einum. Þar hafði Furious þó betur en ellefta lota Breiðabliks reyndist þeim afar kostnaðarsöm. Opnunarfellur frá Pandaz og RavlE drógu máttinn úr Breiðabliki strax í upphafi næstu lotu og þurftu þeir því að halda. Bl1ck náðu tveimur fellum í nítjándu lotu með því að lauma sér inn í reykjarmökk og kom aftan að andstæðingunum, en annars staðar á kortinu felldi WNKR þrjá og tryggði Breiðabliki lotuna. Síðari hálfleikurinn var nokkuð fram og til baka í upphafi en þegar Atlantic náði tveimur lotum í röð með Bjarna í fararbroddi voru Blikar orðnir blankir. Gömlu félagarnir Bjarni og LeFluff héldu sig þétt saman og voru flugbeittir og náðu með hraðri og öflugri vörn að jafna leikinn í 12–12. Atlantic átti meira og minna allar opnanirnar sem gerði Breiðabliki erfitt fyrir að koma sér í ákjósanlegar stöður og stilla upp fyrir aðgerðir. LeFluff lokaði hverri lotunni á fætur annarri og það var ekki fyrr en Atlantic var komið yfir sem Blikar koma sprengjunni loks niður. Atlantic náði að aftengja hana og hafði forskot á öllum sviðum leiksins, fjárhag, skipulagi, upplýsingum og hittni. Breiðablik klóraði örlítið í bakkann en var búið að missa leikinn frá sér. LeFluff og Bjarni kláruðu 30. lotuna og tryggðu Atlantic sigurinn. Lokastaða: Breiðablik 14 – 16 Atlantic Næstu leikir liðanna: Atlantic – Viðstöðu, þriðjudaginn 7/2 kl. 20:30 Breiðablik – Þór, fimmtudaginn 9/2 kl. 21:30 Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Breiðablik
Síðast þegar liðin mættust hafði Breiðablik betur 16–11 í Inferno. Leikur gærkvöldsins fór hins vegar fram í Vertigo þar sem Breiðablik hafði betur í hnífalotunni og Atlantic byrjaði því í sókn. Vörn Blikanna hélt vel í upphafi leiks þar sem Pjakkur og Furious létu til sín taka. Í þriðju lotunni var Atlantic við það að brjótast í gegn en Furious náði samtals fjórum fellum í lotunni og gerði út um vonir andstæðinganna. Þreföld fella RavlE í fjórðu lotu kom Atlantic á blað þar sem Breiðablik náði ekki að aftengja sprengjuna fyrir vikið. Atlantic náði einnig næstu lotu þar sem Breiðablik eyddi allt of miklu í búnað en hetjuleg atlaga Pjakks í sjöttu lotu kom Breiðabliki í 4–2. Breiðablik gaf í kjölfarið aftur í, LiLLehh lét finna fyrir sér og náði mikilvægum fellum sem veiktu sókn Atlantic. Breiðablik hafði algjör tök á leiknum um miðbik hálfleiksins og stillti upp í góðar endurtökur til að koma sér í stöðuna 9-2. Breiðablik reyndi svo að mæta Atlantic framarlega en þá fór örlítið að halla undan fæti, Atlantic mætti þeim af hörku og sendi Blika í spar. Atlantic vann fjórar lotur í röð til að minnka muninn og loka hálfleiknum. Staðan í hálfleik: Breiðablik 9 – 6 Atlantic Furious og LiLLehh náðu tveimur lotum hver í skammbyssulotunni og komu Breiðablik í tveggja stafa tölu. RavlE átti ótrúlega innkomu á sprengjusvæðið til að fella Blika og koma lotunni í einn á móti einum. Þar hafði Furious þó betur en ellefta lota Breiðabliks reyndist þeim afar kostnaðarsöm. Opnunarfellur frá Pandaz og RavlE drógu máttinn úr Breiðabliki strax í upphafi næstu lotu og þurftu þeir því að halda. Bl1ck náðu tveimur fellum í nítjándu lotu með því að lauma sér inn í reykjarmökk og kom aftan að andstæðingunum, en annars staðar á kortinu felldi WNKR þrjá og tryggði Breiðabliki lotuna. Síðari hálfleikurinn var nokkuð fram og til baka í upphafi en þegar Atlantic náði tveimur lotum í röð með Bjarna í fararbroddi voru Blikar orðnir blankir. Gömlu félagarnir Bjarni og LeFluff héldu sig þétt saman og voru flugbeittir og náðu með hraðri og öflugri vörn að jafna leikinn í 12–12. Atlantic átti meira og minna allar opnanirnar sem gerði Breiðabliki erfitt fyrir að koma sér í ákjósanlegar stöður og stilla upp fyrir aðgerðir. LeFluff lokaði hverri lotunni á fætur annarri og það var ekki fyrr en Atlantic var komið yfir sem Blikar koma sprengjunni loks niður. Atlantic náði að aftengja hana og hafði forskot á öllum sviðum leiksins, fjárhag, skipulagi, upplýsingum og hittni. Breiðablik klóraði örlítið í bakkann en var búið að missa leikinn frá sér. LeFluff og Bjarni kláruðu 30. lotuna og tryggðu Atlantic sigurinn. Lokastaða: Breiðablik 14 – 16 Atlantic Næstu leikir liðanna: Atlantic – Viðstöðu, þriðjudaginn 7/2 kl. 20:30 Breiðablik – Þór, fimmtudaginn 9/2 kl. 21:30 Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti