Vann alla leikina en fær ekki að þjálfa suður-kóresku stelpurnar áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2023 16:00 Kim Rasmussen er hættur sem landsliðsþjálfari þrátt fyrir sextán sigra í sextán leikjum. Getty/Lukasz Laskowski Danski handboltaþjálfarinn Kim Rasmussen fær ekki nýjan samning sem þjálfari suður-kóreska kvennalandsliðsins í handbolta þrátt fyrir gott gengi. Hinn fimmtugi Rasmussen sagði frá því á samfélagsmiðlum sínum að hann væri hættur þjálfun liðsins eftir aðeins átta mánuði. Hann var ráðinn til starfa í maí 2022. TV2 fjallar um málið. Samkvæmt Rasmussen þá vann liðið alla sextán leikina undir hans stjórn en það voru bæði æfinga- og keppnisleikir. Rasmussen vann með Bo Rudgaard og þeir fengu fyrst átta mánaða samning. Hann var ekki endurnýjaður. Ástæðan fyrir því að Rasmussen fékk ekki áframhaldandi samning var að hann vildi hlífa suður-kóresku leikmönnunum of mikið. „Þetta er alltaf leiðinlegt en þegar upp var staðið þá var menningarmunurinn of erfiður til að vinna með. Eitt af því sem ég geri alltaf er að verja mína leikmenn, sjá til þess að þeir séu í eins góðu formi og þeir geta en um leið að forðast meiðsli,“ skrifaði Kim Rasmussen og vísar þar í deilur hans við suður-kóreska handboltasambandið um æfingaálag. Handboltasambandið vildi að leikmenn liðsins æfðu þrisvar á dag og þá oft tvo til þrjá tíma í seinn. Rasmussen var ekki sammála þessu og lagði meira upp úr gæðum en magni æfinga. „Við skiptum út eldri leikmönnum fyrir yngri eins og þeir báðu okkur um en það var ekki nóg. Þá spurði ég mig: Hvað er nógu gott? Hvað gætum við gert meira?“ skrifaði Rasmussen. Rasmussen hefur þjálfað önnur kvennalandslið eins og landslið Svartfjallalands, Ungverjalands og Pólland. Undir hans stjórn fóru þær pólsku tvisvar í undanúrslit á heimsmeistaramóti. Handbolti Suður-Kórea Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Hinn fimmtugi Rasmussen sagði frá því á samfélagsmiðlum sínum að hann væri hættur þjálfun liðsins eftir aðeins átta mánuði. Hann var ráðinn til starfa í maí 2022. TV2 fjallar um málið. Samkvæmt Rasmussen þá vann liðið alla sextán leikina undir hans stjórn en það voru bæði æfinga- og keppnisleikir. Rasmussen vann með Bo Rudgaard og þeir fengu fyrst átta mánaða samning. Hann var ekki endurnýjaður. Ástæðan fyrir því að Rasmussen fékk ekki áframhaldandi samning var að hann vildi hlífa suður-kóresku leikmönnunum of mikið. „Þetta er alltaf leiðinlegt en þegar upp var staðið þá var menningarmunurinn of erfiður til að vinna með. Eitt af því sem ég geri alltaf er að verja mína leikmenn, sjá til þess að þeir séu í eins góðu formi og þeir geta en um leið að forðast meiðsli,“ skrifaði Kim Rasmussen og vísar þar í deilur hans við suður-kóreska handboltasambandið um æfingaálag. Handboltasambandið vildi að leikmenn liðsins æfðu þrisvar á dag og þá oft tvo til þrjá tíma í seinn. Rasmussen var ekki sammála þessu og lagði meira upp úr gæðum en magni æfinga. „Við skiptum út eldri leikmönnum fyrir yngri eins og þeir báðu okkur um en það var ekki nóg. Þá spurði ég mig: Hvað er nógu gott? Hvað gætum við gert meira?“ skrifaði Rasmussen. Rasmussen hefur þjálfað önnur kvennalandslið eins og landslið Svartfjallalands, Ungverjalands og Pólland. Undir hans stjórn fóru þær pólsku tvisvar í undanúrslit á heimsmeistaramóti.
Handbolti Suður-Kórea Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira