Ofvirkur og liðsfélagar hans í Ármanni sáu lítið sem ekkert til sólar í viðureign sinni gegn Þórsurum í gærkvöldi. Þór vann að lokum öruggan 16-5 sigur og jafnaði þar með topplið Atlantic Esports að stigum, en Ármann situr sem fastast í fjórða sæti, sex stigum á eftir toppliðunum þrem.
Þrátt fyrir stórt tap sýndi ofvirkur frábær tilþrif í stöðunni 9-2 þegar hann tók út þrjá meðlimi Þórs og sigraði lotuna fyrir sitt lið.