Arnór í viðtali við Aftonbladet: Margir í Rússlandi sem eiga þetta ekki skilið Smári Jökull Jónsson skrifar 4. febrúar 2023 11:46 Arnór Sigurðsson segir framtíðina hjá CSKA óljósa. Norrköping Arnór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu segir í viðtali við sænska Aftonbladet að framtíð hans hjá rússneska félaginu CSKA sé óljós. Hann segir alla vilja að stríðsátökunum í Úkraínu ljúki. Árið 2018 gekk Arnór Sigurðsson til liðs við liðs CSKA í Moskvu en þangað hafði hann komið frá sænska liðinu Norrköping þar sem hann sló í gegn. Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir tæpu ári síðan var Arnór á láni hjá ítalska liðinu Venezia en sneri aftur til Norrköping síðasta sumar. Í kjölfar þess að stríðið í Úkraínu braust út voru samningar erlendra leikmanna í Rússlandi settir á ís og gildir það fyrirkomulag út júní næstkomandi. Í viðtali við sænska Aftonbladet segist Arnór ekki vita hvað muni gerast í sumar. „Ég reyni að hugsa ekki um það. Mér líður mjög vel í IFK Norrköping og að búa í borginni. Ég nýt mín á hverjum degi, ég nýt þess að fara á æfingarnar og spila leikina. Ég geri mitt besta á hverjum degi og ef ég geri vel þá gerast góðir hlutir. En ég veit ekki hvernig framtíðin lítur út,“ segir Arnór í viðtali við blaðamann Aftonbladet sem hitti hann í æfingaferð Norrköping á Spáni. Arnór vill ekki segja mikið um það hvort hann gæti hugsað sér að neita að spila fyrir CSKA. „Það er ákvörðun sem ég þarf að taka þegar ég veit hverjar forsendurnar eru. Ég þarf að ræða það við umboðsmenn mína og ráðgjafa.“ Segir tapaða peninga ekki skipta máli í samhenginu „Ég hef tapað miklum peningum en ég hef spilað erlendis í fimm ár og þénað mikla peninga. Í þessari stöðu eru peningar alls ekki allt. Það eru margir sem þetta hefur haft mun verri áhrif á.“ Arnór segir að hann hafi komið til Norrköping til að finna sjálfan sig á nýjan leik og segir að það skipti máli fyrir hann að líða vel utan vallar ef hann ætlar að standa sig á vellinum. Erlendir íþróttamenn sem eru á samningi hjá rússneskum íþróttafélögum hafa sumir hverjir lent í vandræðum þegar þeir hafa tjáð sig um stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. Arnór segist einfaldlega vona til þess að stríðinu ljúki sem fyrst. „Það sem er að gerast er hræðilegt. Það eru svo margir einstaklingar í Rússlandi sem eiga þetta ekki skilið. Það eru margt gott fólk í kringum CSKA og þetta er flott félag, í hæsta klassa. Það er ótrúlega leiðinlegt að staðan sé eins og hún er.“ „Ég og allir vonumst til þess að stríðinu ljúki.“ Segist ekki ræða stríðið mikið við rússneska vini sína Arnór var hjá CSKA í þrjú tímabil áður en hann var lánaður til ítalska liðsins Venezia. Á fyrsta tímabilinu skoraði hann sjö mörk og lagði upp tvö í leikjum sínum í rússnesku deildinni og Meistaradeildinni með CSKA. Tækifærunum fór síðan að fækka og Arnór var lánaður til Venezia sumarið 2021. Arnór segir að forráðamenn Venezia hafi sagt við hann að hann yrði lykilmaður hjá liðinu. „Síðan keyptu þeir tíu leikmenn og þetta varð alls ekki eins og þeir sögðu. Þetta var ekki gott. Það er mjög gott að vera heima í Norrköping akkúrat núna,“ en Arnór kom aftur til Svþjóðar í júlí í fyrra. Arnór í búningi Venezia.Vísir/Getty Arnór segist ekki mikið hafa rætt stríðið við rússneska vini sína. „Ég á nokkra rússneska vini en ég hef ekki talað mjög mikið við þá. Það er mest „Hvernig hefur þú það?“ en ekki mikið um stríðið. Erlendu leikmennirnir sem ég þekkti best eru farnir, við höfum talað meira við hvern annan,“ segir Arnór. Hann segir að hann hafi kunnað vel við sig í Moskvu. „Mér líkaði afskaplega vel að búa í Moskvu, það er flott borg. Allt sem hefur gerst er sorglegt og leiðinlegt. Hlutir sem þessir eiga ekki að gerast á okkar tímum.“ „Það er þar sem ég vill vera“ Eins og áður segir verður Arnór hjá Norrköping út júní hið minnsta en frysting samninga erlendra leikmanna í Rússlandi gildir þangað til. „Maður veit aldrei hvað gerist í framtíðinni eftir að maður hefur tekið sínar ákvarðanir. Þegar ég flutti til Rússlands árið 2018 gerði ég ekki ráð fyrir að þeir myndu hefja stríð árið 2022.“ Hann segir metnað sinn liggja í stærstu deildum Evrópu. „Ég held að allir skilji að ég vill spila á hæsta stigi. Ég veit að ég get það og ég vil sýna það sömuleiðis. Ef það verður núna í sumar þá er það gott fyrir mig, en ég loka engum dyrum gagnvart IFK Norrköping heldur.“ „Ég vill spila í stórri deild á móti bestu liðunum. Ég hef gert það áður, ég hef spilað í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni. Það er þar sem ég vill vera. Þegar ég var á Ítalíu og fékk ekki að spila þá var fótboltinn ekki skemmtilegur. Þetta þarf að vera félag og umhverfi sem gengur upp fyrir mig.“ Sænski boltinn Rússneski boltinn Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fleiri fréttir Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Sjá meira
Árið 2018 gekk Arnór Sigurðsson til liðs við liðs CSKA í Moskvu en þangað hafði hann komið frá sænska liðinu Norrköping þar sem hann sló í gegn. Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir tæpu ári síðan var Arnór á láni hjá ítalska liðinu Venezia en sneri aftur til Norrköping síðasta sumar. Í kjölfar þess að stríðið í Úkraínu braust út voru samningar erlendra leikmanna í Rússlandi settir á ís og gildir það fyrirkomulag út júní næstkomandi. Í viðtali við sænska Aftonbladet segist Arnór ekki vita hvað muni gerast í sumar. „Ég reyni að hugsa ekki um það. Mér líður mjög vel í IFK Norrköping og að búa í borginni. Ég nýt mín á hverjum degi, ég nýt þess að fara á æfingarnar og spila leikina. Ég geri mitt besta á hverjum degi og ef ég geri vel þá gerast góðir hlutir. En ég veit ekki hvernig framtíðin lítur út,“ segir Arnór í viðtali við blaðamann Aftonbladet sem hitti hann í æfingaferð Norrköping á Spáni. Arnór vill ekki segja mikið um það hvort hann gæti hugsað sér að neita að spila fyrir CSKA. „Það er ákvörðun sem ég þarf að taka þegar ég veit hverjar forsendurnar eru. Ég þarf að ræða það við umboðsmenn mína og ráðgjafa.“ Segir tapaða peninga ekki skipta máli í samhenginu „Ég hef tapað miklum peningum en ég hef spilað erlendis í fimm ár og þénað mikla peninga. Í þessari stöðu eru peningar alls ekki allt. Það eru margir sem þetta hefur haft mun verri áhrif á.“ Arnór segir að hann hafi komið til Norrköping til að finna sjálfan sig á nýjan leik og segir að það skipti máli fyrir hann að líða vel utan vallar ef hann ætlar að standa sig á vellinum. Erlendir íþróttamenn sem eru á samningi hjá rússneskum íþróttafélögum hafa sumir hverjir lent í vandræðum þegar þeir hafa tjáð sig um stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. Arnór segist einfaldlega vona til þess að stríðinu ljúki sem fyrst. „Það sem er að gerast er hræðilegt. Það eru svo margir einstaklingar í Rússlandi sem eiga þetta ekki skilið. Það eru margt gott fólk í kringum CSKA og þetta er flott félag, í hæsta klassa. Það er ótrúlega leiðinlegt að staðan sé eins og hún er.“ „Ég og allir vonumst til þess að stríðinu ljúki.“ Segist ekki ræða stríðið mikið við rússneska vini sína Arnór var hjá CSKA í þrjú tímabil áður en hann var lánaður til ítalska liðsins Venezia. Á fyrsta tímabilinu skoraði hann sjö mörk og lagði upp tvö í leikjum sínum í rússnesku deildinni og Meistaradeildinni með CSKA. Tækifærunum fór síðan að fækka og Arnór var lánaður til Venezia sumarið 2021. Arnór segir að forráðamenn Venezia hafi sagt við hann að hann yrði lykilmaður hjá liðinu. „Síðan keyptu þeir tíu leikmenn og þetta varð alls ekki eins og þeir sögðu. Þetta var ekki gott. Það er mjög gott að vera heima í Norrköping akkúrat núna,“ en Arnór kom aftur til Svþjóðar í júlí í fyrra. Arnór í búningi Venezia.Vísir/Getty Arnór segist ekki mikið hafa rætt stríðið við rússneska vini sína. „Ég á nokkra rússneska vini en ég hef ekki talað mjög mikið við þá. Það er mest „Hvernig hefur þú það?“ en ekki mikið um stríðið. Erlendu leikmennirnir sem ég þekkti best eru farnir, við höfum talað meira við hvern annan,“ segir Arnór. Hann segir að hann hafi kunnað vel við sig í Moskvu. „Mér líkaði afskaplega vel að búa í Moskvu, það er flott borg. Allt sem hefur gerst er sorglegt og leiðinlegt. Hlutir sem þessir eiga ekki að gerast á okkar tímum.“ „Það er þar sem ég vill vera“ Eins og áður segir verður Arnór hjá Norrköping út júní hið minnsta en frysting samninga erlendra leikmanna í Rússlandi gildir þangað til. „Maður veit aldrei hvað gerist í framtíðinni eftir að maður hefur tekið sínar ákvarðanir. Þegar ég flutti til Rússlands árið 2018 gerði ég ekki ráð fyrir að þeir myndu hefja stríð árið 2022.“ Hann segir metnað sinn liggja í stærstu deildum Evrópu. „Ég held að allir skilji að ég vill spila á hæsta stigi. Ég veit að ég get það og ég vil sýna það sömuleiðis. Ef það verður núna í sumar þá er það gott fyrir mig, en ég loka engum dyrum gagnvart IFK Norrköping heldur.“ „Ég vill spila í stórri deild á móti bestu liðunum. Ég hef gert það áður, ég hef spilað í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni. Það er þar sem ég vill vera. Þegar ég var á Ítalíu og fékk ekki að spila þá var fótboltinn ekki skemmtilegur. Þetta þarf að vera félag og umhverfi sem gengur upp fyrir mig.“
Sænski boltinn Rússneski boltinn Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fleiri fréttir Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Sjá meira