Mótanefnd HSÍ segir í tilkynningu sinni að ákörðunin hafi verið tekin vegna óvissu með siglingar milli lands og eyja næstu daga, en nýr leiktími verður auglýstur síðar.
Þetta er annar dagurinn í röð þar sem leikjum hjá handknattleiksdeild ÍBV hefur verið frestað, en leik kvennaliðsins gegn KA/Þór sem átti að fara fram í Vestmannaeyjum í gær var frestað af sömu ástæðu.
Þegar þetta er ritað situr ÍBV í fimmta sæti Olís-deildar karla með 14 stig eftir 12 leiki, níu stigum fyrir ofan ÍR sem situr í næst neðsta sæti deildarinnar og þarf sárlega á stigum að halda í fallbaráttunni.