Nike vill ekkert með Greenwood hafa Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. febrúar 2023 14:00 Framtíð Masons Greenwood hjá Manchester United er óráðin. getty/Cameron Smith Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur ekki fengið nýjan samning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann Nike þrátt fyrir að hann hafi ýjað að því. Allar ákærur á hendur Greenwood voru felldar niður í síðustu viku. Hann var handtekinn fyrir rúmu ári, grunaður um að hafa beitt fyrrverandi kærustu sinni alvarlegu ofbeldi. Greenwood var ákærður fyrir nauðgunartilraun, líkamsárás og þvingunartilburði. Hinn 21 árs Greenwood átti að mæta fyrir rétt í nóvember á þessu ári en ljóst er að ekkert verður af því eftir að málið var látið niður falla. Samkvæmt enskum fjölmiðlum dró lykilvitni sig til baka auk þess sem ný sönnunargögn komu fram. Í kjölfar nýjustu vendinga í málinu breytti Greenwood upplýsingum á Instagram-síðu sinni þar sem hann setti nafn United auk Nike. Íþróttavöruframleiðandinn rifti samningi við Greenwood eftir að hann var handtekinn. Eftir breytingarnar á Instagram-síðu leikmannsins veltu ýmsir fyrir sér hvort Nike hefði opnað faðminn aftur fyrir honum. Svo er ekki og Greenwood er ekki með samning við Nike. Þetta staðfesti talsmaður fyrirtækisins við Mirror. Greenwood sendi frá sér yfirlýsingu eftir að ákærurnar gegn honum voru látnar niður falla. Þar sagði hann mikinn létti að málinu væri lokið og þakkaði fjölskyldu og vinum fyrir stuðninginn. Greenwood hefur ekki leikið fyrir United síðan hann var handtekinn. Ákvörðun um framtíð hans hjá félaginu verður ekki tekin fyrr en eftir að rannsókn þess á máli hans lýkur. Greenwood lék síðast fyrir United gegn West Ham United í ensku úrvalsdeildinni 22. janúar í fyrra. Alls hefur hann spilað 129 leiki fyrir United og skorað 35 mörk. Greenwood hefur leikið einn A-landsleik fyrir England, gegn Íslandi í Þjóðadeildinni haustið 2020. Enski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir Sjá meira
Allar ákærur á hendur Greenwood voru felldar niður í síðustu viku. Hann var handtekinn fyrir rúmu ári, grunaður um að hafa beitt fyrrverandi kærustu sinni alvarlegu ofbeldi. Greenwood var ákærður fyrir nauðgunartilraun, líkamsárás og þvingunartilburði. Hinn 21 árs Greenwood átti að mæta fyrir rétt í nóvember á þessu ári en ljóst er að ekkert verður af því eftir að málið var látið niður falla. Samkvæmt enskum fjölmiðlum dró lykilvitni sig til baka auk þess sem ný sönnunargögn komu fram. Í kjölfar nýjustu vendinga í málinu breytti Greenwood upplýsingum á Instagram-síðu sinni þar sem hann setti nafn United auk Nike. Íþróttavöruframleiðandinn rifti samningi við Greenwood eftir að hann var handtekinn. Eftir breytingarnar á Instagram-síðu leikmannsins veltu ýmsir fyrir sér hvort Nike hefði opnað faðminn aftur fyrir honum. Svo er ekki og Greenwood er ekki með samning við Nike. Þetta staðfesti talsmaður fyrirtækisins við Mirror. Greenwood sendi frá sér yfirlýsingu eftir að ákærurnar gegn honum voru látnar niður falla. Þar sagði hann mikinn létti að málinu væri lokið og þakkaði fjölskyldu og vinum fyrir stuðninginn. Greenwood hefur ekki leikið fyrir United síðan hann var handtekinn. Ákvörðun um framtíð hans hjá félaginu verður ekki tekin fyrr en eftir að rannsókn þess á máli hans lýkur. Greenwood lék síðast fyrir United gegn West Ham United í ensku úrvalsdeildinni 22. janúar í fyrra. Alls hefur hann spilað 129 leiki fyrir United og skorað 35 mörk. Greenwood hefur leikið einn A-landsleik fyrir England, gegn Íslandi í Þjóðadeildinni haustið 2020.
Enski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir Sjá meira