Heimamenn í Montpellierhöfðu yfirhöndina stærstan hluta leiksins og náðu mest sex marka forskoti í fyrri hálfleik. Heimamenn leiddu með fjórum mörkum þegar flautað var til hálfleiks og Óðinn og félagar náðu aldrei að brúa bilið í síðari hálfleik.
Niðurstaðan því fjögurra marka sigur Montpellier, 40-36, og liðið trónir enn á toppi A-riðils með fullt hús stiga eftir sjö leiki. Kadetten, undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar, sitja hins vegar í þriðja sæti með átta stig og liðið er svo gott sem búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum.
Þá mátti Alpla Hard, undir stjórn Hannesar Jóns Jónssonar, þola fimm marka tap gegn Sporting í C-riðli, 31-26.