Ætla sér að framleiða fleiri þætti af Hótel Tindastóli Atli Ísleifsson skrifar 8. febrúar 2023 07:23 Feðginin Camilla Cleese og John Cleese á viðburði í Texas í mars síðastliðinn. Getty Til stendur að endurvekja bresku gamanþættina Fawlty Towers, sem báru nafnið Hótel Tindastóll á íslensku, rúmum fjörutíu árum eftir að gömlu þættirnir voru framleiddir. John Cleese mun snúa aftur sem handritshöfundur og í hlutverk hótelstjórans Basil Fawlty. BBC segir frá því að auk John Cleese mun dóttir hans, Camilla Cleese, koma að gerð þáttanna. Einungis voru framleiddir tólf þættir af Fawlty Towers – fyrst sex þátta sería árið 1975 og svo önnur eins árið 1979. Í þáttunum segir frá hótelstjóranum Basil Fawlty (John Cleese) og eiginkonu hans Sybil (Prunella Scales), þernunnar Polly (Connie Booth) og þjónsins Manuel (Andrew Sachs) og rekstri þeirra á hóteli í Torquay á suðurströnd Englands. Manuel er frá Barcelona. Fram kemur að í nýju þáttunum verður fylgst með hinum bituryrta og erfiða Basil Fawlty þar sem hann reynir að feta sig í nútímanum. Þar verður einnig kynnt sögunnar dóttir Basil Fawlty, sem hann hefur þá nýverið komist að því að sé hans, og tilraun þeirra til að reka hótel. Basil Fawlty útskýrir fyrir hótelgesti að hún sé sannarlega með sjávarútsýni. Skjáskot Framleiðslufyrirtækið Castle Rock Entertainment greindi frá því í vikunni að samkomulag hefði náðst við Cleese um framleiðslu á nýjum þáttum. Þættirnir eru einir vinsælustu gamanþættirnir í sögu bresks sjónvarps og var valinn sá besti af sérfræðingum tímaritsins Radio Times árið 2019. Leikarinn Rob Reiner og eiginkona hans Michelle Reiner munu einnig koma að gerð þáttanna ásamt leikstjóranum Matthew George og framleiðandanum Derrick Rossi. Bíó og sjónvarp Hollywood Bretland Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
BBC segir frá því að auk John Cleese mun dóttir hans, Camilla Cleese, koma að gerð þáttanna. Einungis voru framleiddir tólf þættir af Fawlty Towers – fyrst sex þátta sería árið 1975 og svo önnur eins árið 1979. Í þáttunum segir frá hótelstjóranum Basil Fawlty (John Cleese) og eiginkonu hans Sybil (Prunella Scales), þernunnar Polly (Connie Booth) og þjónsins Manuel (Andrew Sachs) og rekstri þeirra á hóteli í Torquay á suðurströnd Englands. Manuel er frá Barcelona. Fram kemur að í nýju þáttunum verður fylgst með hinum bituryrta og erfiða Basil Fawlty þar sem hann reynir að feta sig í nútímanum. Þar verður einnig kynnt sögunnar dóttir Basil Fawlty, sem hann hefur þá nýverið komist að því að sé hans, og tilraun þeirra til að reka hótel. Basil Fawlty útskýrir fyrir hótelgesti að hún sé sannarlega með sjávarútsýni. Skjáskot Framleiðslufyrirtækið Castle Rock Entertainment greindi frá því í vikunni að samkomulag hefði náðst við Cleese um framleiðslu á nýjum þáttum. Þættirnir eru einir vinsælustu gamanþættirnir í sögu bresks sjónvarps og var valinn sá besti af sérfræðingum tímaritsins Radio Times árið 2019. Leikarinn Rob Reiner og eiginkona hans Michelle Reiner munu einnig koma að gerð þáttanna ásamt leikstjóranum Matthew George og framleiðandanum Derrick Rossi.
Bíó og sjónvarp Hollywood Bretland Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög