Félagi Birkis hneykslaður á ákvörðun Tyrkja Sindri Sverrisson skrifar 8. febrúar 2023 08:34 Fredrik Gulbrandsen er leikmaður Adana Demirspor líkt og Birkir Bjarnason. Getty/Mustafa Ciftci Þrátt fyrir að enn sé verið að leita að fólki í rústum bygginga eftir jarðskjálftann mannskæða í Tyrklandi hefur verið ákveðið að næsta umferð í tyrknesku úrvalsdeildinni verði spiluð eftir rúma viku. Norðmaðurinn Fredrik Gulbrandsen, sem spilar með Birki Bjarnasyni hjá Adana Demirspor, gagnrýnir þetta á samfélagsmiðlum og bendir á að hugur fólks hljóti að vera hjá þeim sem nú eigi um sárt að binda. Gulbrandsen var sjálfur í Adana þegar jarðskjálfti upp á 7,8 varð en svæðið varð sérstaklega illa úti vegna skjálftans. Birkir var hins vegar með öðrum liðsfélögum sínum í Istanbúl vegna leiks sem átti að spila þar á mánudag en var frestað, en kærasta hans var í Adana og óttaðist um líf sitt. Þegar þetta er skrifað hafa að minnsta kosti 5.894 fundist látnir í Tyrklandi og 2.470 í Sýrlandi en þúsundir eru taldir fastir undir húsarústum. Gulbrandsen segir því ekki eiga að koma til greina að spila fótbolta strax í næstu viku. „Ég botna ekki í því hvernig við eigum að spila fótbolta á meðan að fólk berst fyrir lífi sínu á svæðinu þar sem að jarðskjálftinn reið yfir. Ég er enn að endurupplifa þessa nótt og ég er í áfalli svo að vægt sé til orða tekið,“ skrifar Gulbrandsen sem fann vel fyrir skjálftanum. Var viss um að þetta yrði sitt síðasta „Ég get ekki lýst því hversu ofsahræddur ég var þann 6. febrúar þegar jarðskjálftinn reið yfir Adana. Ég var sofandi á fimmtándu hæð í íbúðinni minni. Ég var viss um að þetta yrði mitt síðasta. Þegar ég skreið á gólfinu, að reyna að komast út úr byggingunni, var ég viss um að gólfið myndi hrynja undan mér. Ég skil ekki enn hvernig byggingin gat enn staðið. Hreyfingin var svo mikil að mér leið eins og ég væri á báti í stormi úti á sjó. Þegar ég kom út sá ég fólk hlaupandi um, skelfingu lostið. Ég var mjög, mjög heppinn,“ skrifar Gulbrandsen. View this post on Instagram A post shared by Fredrik Gulbrandsen (@fredgulbrandsen) Tyrkneski boltinn Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Norðmaðurinn Fredrik Gulbrandsen, sem spilar með Birki Bjarnasyni hjá Adana Demirspor, gagnrýnir þetta á samfélagsmiðlum og bendir á að hugur fólks hljóti að vera hjá þeim sem nú eigi um sárt að binda. Gulbrandsen var sjálfur í Adana þegar jarðskjálfti upp á 7,8 varð en svæðið varð sérstaklega illa úti vegna skjálftans. Birkir var hins vegar með öðrum liðsfélögum sínum í Istanbúl vegna leiks sem átti að spila þar á mánudag en var frestað, en kærasta hans var í Adana og óttaðist um líf sitt. Þegar þetta er skrifað hafa að minnsta kosti 5.894 fundist látnir í Tyrklandi og 2.470 í Sýrlandi en þúsundir eru taldir fastir undir húsarústum. Gulbrandsen segir því ekki eiga að koma til greina að spila fótbolta strax í næstu viku. „Ég botna ekki í því hvernig við eigum að spila fótbolta á meðan að fólk berst fyrir lífi sínu á svæðinu þar sem að jarðskjálftinn reið yfir. Ég er enn að endurupplifa þessa nótt og ég er í áfalli svo að vægt sé til orða tekið,“ skrifar Gulbrandsen sem fann vel fyrir skjálftanum. Var viss um að þetta yrði sitt síðasta „Ég get ekki lýst því hversu ofsahræddur ég var þann 6. febrúar þegar jarðskjálftinn reið yfir Adana. Ég var sofandi á fimmtándu hæð í íbúðinni minni. Ég var viss um að þetta yrði mitt síðasta. Þegar ég skreið á gólfinu, að reyna að komast út úr byggingunni, var ég viss um að gólfið myndi hrynja undan mér. Ég skil ekki enn hvernig byggingin gat enn staðið. Hreyfingin var svo mikil að mér leið eins og ég væri á báti í stormi úti á sjó. Þegar ég kom út sá ég fólk hlaupandi um, skelfingu lostið. Ég var mjög, mjög heppinn,“ skrifar Gulbrandsen. View this post on Instagram A post shared by Fredrik Gulbrandsen (@fredgulbrandsen)
Tyrkneski boltinn Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira