Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði í dag meginvexti bankans um 0,5 prósentustig og eru vextirnir því komnir í 6,5 prósent. Verðbólga mælist nú 9,9 prósent.
Í fréttum Stöðvar 2 ræddi Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttamaður okkar við fólk á förnum vegi um hækkun stýrivaxta. Einn hafði mestar áhyggjur af áhrifum hækkunarinnar á ungt fólk en önnur var fegin að hafa breytt láni sínu í óverðtryggt lán. Flestir voru þó sammála um að róðurinn hafi þyngst í heimilisbókhaldinu.
Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um vaxtahækkun í heild sinni. Viðtöl við fólk á förnum vegi hefjast þegar um 3 mínútur eru liðnar: