„Það er ennþá verið að finna fullt af lifandi fólki“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 9. febrúar 2023 22:00 Samsett mynd. Sólveig Þorvaldsdóttir teymisstjóri íslenska hópsins/ Björgunaraðgerðir, mynd AP. Óttast er að fjöldi manns sem lifðu af mannskæða jarðskjálftann sem reið yfir Tyrkland og Sýrland á mánudag muni láta lífið vegna hörmulegra aðstæðna. Um tuttugu þúsund dauðsföll eru nú staðfest. Teymisstjóri íslenska hópsins sem vinnur að björgunarstörfum í Tyrklandi segir að lifandi fólk sé enn að finnast í rústunum en vonin fari dvínandi með hverjum deginum. Í nótt voru 72 tímar liðnir frá því skjálftinn, 7,8 að stærð, reið yfir. Sá tímagluggi er sagður mikilvægur, því eftir að hann líður eru litlar líkur taldar á að fólk finnist á lífi í húsarústunum. Fjöldi fólks er nú á vergangi eftir að hafa misst heimili sín og án skjóls, vatns og rafmagns eru miklar líkur á að margir muni láta lífið næstu daga. Heyrðu í fólki í rústunum Níu manna íslenskt teymi á vegum Landsbjargar og landhelgisgæslunnar vinnur nú að svæðisstjórn á Gaziantep svæðinu. Sólveig Þorvaldsdóttir fer fyrir íslenska hópnum en hún segir verkefni dagsins hafa falist í að samhæfa tengslin við aðrar sveitir, skipuleggja flutning auk vinnu við hugbúnað sem safnar upplýsingum til að forgangsraða verkefnum. Hún segir þó ekki hafa verið þörf á að forgangsraða neinu í dag. Íslenski hópurinn í TyrklandiLandsbjörg „Það er svo mikið af fólki sem þurfti að bjarga að þegar sveitirnar voru að fara á milli húsa í götu þá bara heyrðu þau í fólki. Þannig það þurfti ekkert að forgangsraða. Þau fóru bara í næsta hús og næsta hús.“ Enn finnst lifandi fólk Alþjóðlegu björgunarsveitinni sem Íslendingarnir eru partur af tókst að bjarga tuttugu og fjórum lifandi úr rústum húsa í gær og hafa bjargað nokkrum til viðbótar í dag. „Ein sveit fann til dæmis fimm lifandi í dag,“ segir Sólveig. „Það er ennþá verið að finna fullt af lifandi fólki. Auðvitað dvínar þetta með hverjum degi. En það er ennþá þannig að það er verið að finna lifandi fólk.“ En þrátt fyrir að enn finnist fólk á lífi er því miður mun algengara að lík finnist í rústunum. Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtal við mann sem hafði unnið að því í þrjá daga að grafa lík frænku sinnar úr rústum heimilis síns. „Við náðum henni úr rústunum, undan steinunum. Öll byggingin hrundi. Sjúkrabílinn og björgunaraðilar komu seinna og náðu henni. Við höfðum unnið í þrjá daga að því að ná henni út,“ sagði maðurinn, Khaled Qazqouz. Í fréttinni má einnig sjá ótrúlegt augnablik þegar tveggja ára dreng var bjargað úr rústum eftir að hann hafði verið innlyksa þar í þrjá daga. Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Íslenski hópurinn tekur til hendinni í Tyrklandi Hópur björgunarsveitarmanna frá Íslandi lenti í Tyrklandi í gærnótt. Hópurinn er nú búinn að koma sér fyrir við Hatay Expo svæðið í Antakya borg, þar sem yfirstjórn aðgerða á svæðinu er. 9. febrúar 2023 10:57 Litlar líkur á að fleiri finnist á lífi Tala látinna í Tyrklandi og í Sýrlandi eftir jarðskjálftana sem þar riðu yfir nálgast nú sextán þúsund manns óðfluga. 9. febrúar 2023 07:15 Stjórnvöld harðlega gagnrýnd fyrir hæg viðbrögð Tyrknesk stjórnvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að bregðast of hægt við afleiðingum jarðskjálftanna á mánudag. Nú er talið að yfir ellefu þúsund hafi farist í skjálftunum. Íslenskt björgunarfólk er komið á hamfarasvæðið í Tyrklandi. Við vörum við myndefni í þessari frétt. 8. febrúar 2023 19:00 Lítil stúlka fæddist í húsarústum Þessi nýfædda stúlka fannst í rústum í Sýrlandi en hún kom í heiminn þremur klukkutímum áður en hún fannst. Allir fjölskyldumeðlimir stúlkunnar eru látnir. 8. febrúar 2023 14:59 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí Lægðin á undanhaldi Flúði lögregluna en reyndist allsgáð ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Sjá meira
Í nótt voru 72 tímar liðnir frá því skjálftinn, 7,8 að stærð, reið yfir. Sá tímagluggi er sagður mikilvægur, því eftir að hann líður eru litlar líkur taldar á að fólk finnist á lífi í húsarústunum. Fjöldi fólks er nú á vergangi eftir að hafa misst heimili sín og án skjóls, vatns og rafmagns eru miklar líkur á að margir muni láta lífið næstu daga. Heyrðu í fólki í rústunum Níu manna íslenskt teymi á vegum Landsbjargar og landhelgisgæslunnar vinnur nú að svæðisstjórn á Gaziantep svæðinu. Sólveig Þorvaldsdóttir fer fyrir íslenska hópnum en hún segir verkefni dagsins hafa falist í að samhæfa tengslin við aðrar sveitir, skipuleggja flutning auk vinnu við hugbúnað sem safnar upplýsingum til að forgangsraða verkefnum. Hún segir þó ekki hafa verið þörf á að forgangsraða neinu í dag. Íslenski hópurinn í TyrklandiLandsbjörg „Það er svo mikið af fólki sem þurfti að bjarga að þegar sveitirnar voru að fara á milli húsa í götu þá bara heyrðu þau í fólki. Þannig það þurfti ekkert að forgangsraða. Þau fóru bara í næsta hús og næsta hús.“ Enn finnst lifandi fólk Alþjóðlegu björgunarsveitinni sem Íslendingarnir eru partur af tókst að bjarga tuttugu og fjórum lifandi úr rústum húsa í gær og hafa bjargað nokkrum til viðbótar í dag. „Ein sveit fann til dæmis fimm lifandi í dag,“ segir Sólveig. „Það er ennþá verið að finna fullt af lifandi fólki. Auðvitað dvínar þetta með hverjum degi. En það er ennþá þannig að það er verið að finna lifandi fólk.“ En þrátt fyrir að enn finnist fólk á lífi er því miður mun algengara að lík finnist í rústunum. Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtal við mann sem hafði unnið að því í þrjá daga að grafa lík frænku sinnar úr rústum heimilis síns. „Við náðum henni úr rústunum, undan steinunum. Öll byggingin hrundi. Sjúkrabílinn og björgunaraðilar komu seinna og náðu henni. Við höfðum unnið í þrjá daga að því að ná henni út,“ sagði maðurinn, Khaled Qazqouz. Í fréttinni má einnig sjá ótrúlegt augnablik þegar tveggja ára dreng var bjargað úr rústum eftir að hann hafði verið innlyksa þar í þrjá daga.
Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Íslenski hópurinn tekur til hendinni í Tyrklandi Hópur björgunarsveitarmanna frá Íslandi lenti í Tyrklandi í gærnótt. Hópurinn er nú búinn að koma sér fyrir við Hatay Expo svæðið í Antakya borg, þar sem yfirstjórn aðgerða á svæðinu er. 9. febrúar 2023 10:57 Litlar líkur á að fleiri finnist á lífi Tala látinna í Tyrklandi og í Sýrlandi eftir jarðskjálftana sem þar riðu yfir nálgast nú sextán þúsund manns óðfluga. 9. febrúar 2023 07:15 Stjórnvöld harðlega gagnrýnd fyrir hæg viðbrögð Tyrknesk stjórnvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að bregðast of hægt við afleiðingum jarðskjálftanna á mánudag. Nú er talið að yfir ellefu þúsund hafi farist í skjálftunum. Íslenskt björgunarfólk er komið á hamfarasvæðið í Tyrklandi. Við vörum við myndefni í þessari frétt. 8. febrúar 2023 19:00 Lítil stúlka fæddist í húsarústum Þessi nýfædda stúlka fannst í rústum í Sýrlandi en hún kom í heiminn þremur klukkutímum áður en hún fannst. Allir fjölskyldumeðlimir stúlkunnar eru látnir. 8. febrúar 2023 14:59 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí Lægðin á undanhaldi Flúði lögregluna en reyndist allsgáð ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Sjá meira
Íslenski hópurinn tekur til hendinni í Tyrklandi Hópur björgunarsveitarmanna frá Íslandi lenti í Tyrklandi í gærnótt. Hópurinn er nú búinn að koma sér fyrir við Hatay Expo svæðið í Antakya borg, þar sem yfirstjórn aðgerða á svæðinu er. 9. febrúar 2023 10:57
Litlar líkur á að fleiri finnist á lífi Tala látinna í Tyrklandi og í Sýrlandi eftir jarðskjálftana sem þar riðu yfir nálgast nú sextán þúsund manns óðfluga. 9. febrúar 2023 07:15
Stjórnvöld harðlega gagnrýnd fyrir hæg viðbrögð Tyrknesk stjórnvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að bregðast of hægt við afleiðingum jarðskjálftanna á mánudag. Nú er talið að yfir ellefu þúsund hafi farist í skjálftunum. Íslenskt björgunarfólk er komið á hamfarasvæðið í Tyrklandi. Við vörum við myndefni í þessari frétt. 8. febrúar 2023 19:00
Lítil stúlka fæddist í húsarústum Þessi nýfædda stúlka fannst í rústum í Sýrlandi en hún kom í heiminn þremur klukkutímum áður en hún fannst. Allir fjölskyldumeðlimir stúlkunnar eru látnir. 8. febrúar 2023 14:59