Stiklurnar í Superbowl: Umdeildur Íslandsvinur, Mario-bræður og Indiana Jones Máni Snær Þorláksson skrifar 13. febrúar 2023 22:24 Það voru þó nokkrar stiklur frumsýndar í gærkvöldi. Skjáskot Það eru ekki bara NFL-aðdáendur sem fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar Ofurskálin (e. Super Bowl) fer fram. Auglýsingarnar í kringum viðburðinn eru ekki síst mikil skemmtun og á meðal þess sem finna má í auglýsingahléunum eru stiklur fyrir væntanlegar stórmyndir. Til að mynda mátti sjá Harrison Ford á skjánum í hlutverki Indiana Jones í stiklu fyrir fimmtu myndina um ævintýragjarna fornleifafræðinginn: Indiana Jones and the Dial of Destiny. Phoebe Waller-Bridge og Mads Mikkelsen má einnig sjá í stiklunni, Waller-Bridge leikur guðdóttur fornleifafræðingsins á meðan Mikkelsen leikur fyrrverandi nasista að nafni Jürgen Voller. Það kemur svo eflaust fáum á óvart að frumsýndar voru stiklur fyrir ofurhetjumyndir. Aðdáendur Marvel fengu að sjá stiklu fyrir þriðju Guardians of the Galaxy myndina á meðan aðdáendur DC fengu að kynnast ofurhetjunni Flash aðeins betur. Ezra Miller leikur hraðskreiðu ofurhetjuna í síðarnefndu kvikmyndinni en hán hefur verið afar umdeilt síðustu mánuði. Miller dvaldi á Íslandi í um tvo mánuði árið 2020. Vakti það mikla athygli þegar greint var frá því að hán hafi tekið konu hálstaki á skemmtistaðnum Prikinu í miðbæ Reykjavíkur. Einnig var sýnd skemmtileg stikla fyrir kvikmyndina Super Mario Bros. Movie. Stiklan er í formi auglýsingu fyrir pípulagningafyrirtæki tölvuleikjabræðranna. Vin Diesel var svo á sínum stað í hlutverki Dominic Toretto en tíunda Fast and the Furious myndin verður frumdýnd í maí næstkomandi. Þá mátti sjá Matt Damon, Jenna Ortega, Chris Pine, Viola Davis, Ben Affleck, Adam Driver og fleiri stórstjörnur bregða fyrir í stiklum fyrir stórmyndirnar sem frumsýndar verða á næstunni. Hér fyrir neðan má sjá allar stiklurnar sem sýndar voru í auglýsingahléunum á Ofurskálinni í gærkvöldi: Bíó og sjónvarp Ofurskálin Hollywood Mest lesið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Fleiri fréttir Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Til að mynda mátti sjá Harrison Ford á skjánum í hlutverki Indiana Jones í stiklu fyrir fimmtu myndina um ævintýragjarna fornleifafræðinginn: Indiana Jones and the Dial of Destiny. Phoebe Waller-Bridge og Mads Mikkelsen má einnig sjá í stiklunni, Waller-Bridge leikur guðdóttur fornleifafræðingsins á meðan Mikkelsen leikur fyrrverandi nasista að nafni Jürgen Voller. Það kemur svo eflaust fáum á óvart að frumsýndar voru stiklur fyrir ofurhetjumyndir. Aðdáendur Marvel fengu að sjá stiklu fyrir þriðju Guardians of the Galaxy myndina á meðan aðdáendur DC fengu að kynnast ofurhetjunni Flash aðeins betur. Ezra Miller leikur hraðskreiðu ofurhetjuna í síðarnefndu kvikmyndinni en hán hefur verið afar umdeilt síðustu mánuði. Miller dvaldi á Íslandi í um tvo mánuði árið 2020. Vakti það mikla athygli þegar greint var frá því að hán hafi tekið konu hálstaki á skemmtistaðnum Prikinu í miðbæ Reykjavíkur. Einnig var sýnd skemmtileg stikla fyrir kvikmyndina Super Mario Bros. Movie. Stiklan er í formi auglýsingu fyrir pípulagningafyrirtæki tölvuleikjabræðranna. Vin Diesel var svo á sínum stað í hlutverki Dominic Toretto en tíunda Fast and the Furious myndin verður frumdýnd í maí næstkomandi. Þá mátti sjá Matt Damon, Jenna Ortega, Chris Pine, Viola Davis, Ben Affleck, Adam Driver og fleiri stórstjörnur bregða fyrir í stiklum fyrir stórmyndirnar sem frumsýndar verða á næstunni. Hér fyrir neðan má sjá allar stiklurnar sem sýndar voru í auglýsingahléunum á Ofurskálinni í gærkvöldi:
Bíó og sjónvarp Ofurskálin Hollywood Mest lesið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Fleiri fréttir Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira