Tekist á um það hvort karlalið kalli á kvennalið Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2023 09:01 Leiknir teflir fram karlaliði en ekki kvennaliði, og má því samkvæmt núgildandi leyfisreglugerð KSÍ ekki spila í efstu deild. Vísir/Hulda Margrét Á meðal þeirra mála sem tekist verður á um á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands síðar í mánuðinum er hvort að skylda eigi félög með karlalið í efstu deild til þess að vera einnig með kvennalið. Stjórn KSÍ gerði breytingar á leyfiskerfi undir lok síðasta árs. Breytingarnar gera það að verkum að félögum í efstu deild karla í fótbolta er skylt að starfrækja einnig lið í meistaraflokki kvenna, sem og að taka þátt í opinberum mótum yngri flokka kvenna. Þetta myndi í sjálfu sér ekki hafa nein áhrif á þau lið sem spila í efstu deild karla næsta sumar en hefði haft áhrif í fyrra, þegar Leiknir úr Breiðholti lék þar. Leiknir teflir nefnilega ekki fram liði á Íslandsmóti kvenna og hið sama má segja um Kórdrengi, Vestra og Njarðvík sem líkt og Leiknir munu í sumar leika í næstefstu deild, og gætu því mögulega unnið sig upp í efstu deild í haust. Gengur lengra en UEFA Orri Hlöðversson, formaður Íslensks toppfótbolta, ÍTF, leggur til að ákvörðun stjórnar KSÍ verði felld úr gildi. Um það verður kosið á ársþinginu á Ísafirði 25. febrúar. Í greinargerð með tillögu Orra segir að leyfisreglugerð KSÍ eigi ekki að ganga lengra en leyfisreglugerð UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, geri ráð fyrir hverju sinni. „Á sama tíma og verið er að lækka fjárframlög til aðildarfélaga og auka jafnframt kostnað vegna þátttöku í mótahaldi er ekki forsvaranlegt að kröfur í leyfiskerfinu gangi lengra heldur en kröfur UEFA og auki þar með enn á kostnað. Auk þess búa sum lið t.d. á landsbyggðinni við þær aðstæður að afar erfitt getur verið fyrir viðkomandi félag að fullmanna lið í meistaraflokki kvenna, jafnvel þó að farið væri í samstarf með öðrum félögum,“ segir Orri í greinargerð með tillögu sinni. Stjórn KSÍ vísar í fordæmi Stjórn KSÍ hefur sent frá sér athugasemdir vegna tillögunnar þar sem fram kemur að hún leggist gegn henni. Þar segir að leyfiskerfið sé verkfæri til að bæta umhverfi íslenskrar knattspyrnu og að áður hafi verið settar þar inn kröfur sem gangi lengra en UEFA geri. „Þar má nefna kröfu um eiginfjárstöðu félaga sem reynst hefur vel í fjölda ára, kröfu til menntunar þjálfara yngri flokka, menntunar markmannsþjálfara, fjölda yngri liða og virkrar heimasíðu,“ segir meðal annars í athugasemdum stjórnar KSÍ. KSÍ Besta deild karla Besta deild kvenna Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira
Stjórn KSÍ gerði breytingar á leyfiskerfi undir lok síðasta árs. Breytingarnar gera það að verkum að félögum í efstu deild karla í fótbolta er skylt að starfrækja einnig lið í meistaraflokki kvenna, sem og að taka þátt í opinberum mótum yngri flokka kvenna. Þetta myndi í sjálfu sér ekki hafa nein áhrif á þau lið sem spila í efstu deild karla næsta sumar en hefði haft áhrif í fyrra, þegar Leiknir úr Breiðholti lék þar. Leiknir teflir nefnilega ekki fram liði á Íslandsmóti kvenna og hið sama má segja um Kórdrengi, Vestra og Njarðvík sem líkt og Leiknir munu í sumar leika í næstefstu deild, og gætu því mögulega unnið sig upp í efstu deild í haust. Gengur lengra en UEFA Orri Hlöðversson, formaður Íslensks toppfótbolta, ÍTF, leggur til að ákvörðun stjórnar KSÍ verði felld úr gildi. Um það verður kosið á ársþinginu á Ísafirði 25. febrúar. Í greinargerð með tillögu Orra segir að leyfisreglugerð KSÍ eigi ekki að ganga lengra en leyfisreglugerð UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, geri ráð fyrir hverju sinni. „Á sama tíma og verið er að lækka fjárframlög til aðildarfélaga og auka jafnframt kostnað vegna þátttöku í mótahaldi er ekki forsvaranlegt að kröfur í leyfiskerfinu gangi lengra heldur en kröfur UEFA og auki þar með enn á kostnað. Auk þess búa sum lið t.d. á landsbyggðinni við þær aðstæður að afar erfitt getur verið fyrir viðkomandi félag að fullmanna lið í meistaraflokki kvenna, jafnvel þó að farið væri í samstarf með öðrum félögum,“ segir Orri í greinargerð með tillögu sinni. Stjórn KSÍ vísar í fordæmi Stjórn KSÍ hefur sent frá sér athugasemdir vegna tillögunnar þar sem fram kemur að hún leggist gegn henni. Þar segir að leyfiskerfið sé verkfæri til að bæta umhverfi íslenskrar knattspyrnu og að áður hafi verið settar þar inn kröfur sem gangi lengra en UEFA geri. „Þar má nefna kröfu um eiginfjárstöðu félaga sem reynst hefur vel í fjölda ára, kröfu til menntunar þjálfara yngri flokka, menntunar markmannsþjálfara, fjölda yngri liða og virkrar heimasíðu,“ segir meðal annars í athugasemdum stjórnar KSÍ.
KSÍ Besta deild karla Besta deild kvenna Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira