Furious frábær í furðulegum leik Snorri Rafn Hallsson skrifar 15. febrúar 2023 14:00 Fyrir leikinn var Fylkir á botninum en Breiðablik í 6. sæti. Fyrri leikur liðanna fór fram í Vertigo þar sem Breiðablik hafði betur 16–2. Leikur gærkvöldsins var hins vegar í Nuke. Breiðablik vann öruggan sigur í hnífalotunni og valdi að byrja í vörn. Lillehh náði þremur fellum snemma í skammbyssulotunni og átti Fylkir því ekki séns á að komast inn á sprengjusvæðið. KiddiJ og Pjakkur sáu um næstu lotu fyrir Blika. Það stóð tæpt í þriðju lotu þega Pjakkur var einn gegn þremur og sprengjan komin niður en hann vann mikla hetjudáð, tók alla út og aftengdi sprengjuna. Fylkismenn náðu að skapa sér tækifæri með góðum opnunum en fylgdi þeim ekki eftir. Blikar náðu því alltaf að klóra sig til baka, hafa betur með þolinmæði og aga og koma sér í 6–0. Furious var einkar erfiður viðureignar og Fylki tókst ekki fyrr en í 7. lotu að komast á blað og það með herkjum. Það dugði alls ekki til að draga kraftinn úr Blikum sem héldu uppteknum hætti og röðuðu inn hverri fellunni og hverri lotunni á fætur annarri. Fyrstu veikleikamerkin á Breiðablik sáust í 11. lotu þar sem Viruz var of árásargjarn og Breiðablik missti niður tveggja manna forskot þar sem Vikki tók þrjá út. Lotan þar á eftir var klaufaleg, Breiðablik vann en missti engu að síður alla sína menn. Liðin skiptust á lotum undir lok hálfleiks en Breiðablik var í mun betri stöðu. Staðan í hálfleik: Breiðablik 11 – 4 Fylkir Leikmenn Breiðabliks voru snöggir að ljúka skammbyssulotu síðari hálfleiks og stilla Fylkismönnum upp við vegg. Breiðablik vann einnig næstu lotu en eftir að hafa tekið sér leikhlé svaraði Fylkir með þremur lotum til baka. Þá skiptust liðin á lotum þar sem Blikar voru ómarkvissir í aðgerðum sínum og örlítil spenna komin í leikinn, eiginlega í fyrsta sinn. Fylkismenn minnkuðu muninn enn frekar og unnu lotur með marga menn á lífi. Á tímabili virtist hvorugt liðið hafa plan og einvígin og loturnar fóru bara einhvern veginn. Þegar Blikar juku loks hraðann tókst þeim að ná sér í sitt fimmtánda stig og því komnir ansi nálægt sigrinum. Í 25. lotu komu Blikar sprengjunni niður og þreföld fella frá Pjakki gerði út um lotuna og leikinn. Lokastaðan: Breiðablik 16 – 9 Fylkir Tapið þýðir að Fylkir endar í neðsta sæti deildarinnar og fellur því niður í þá fyrstu. Breiðablik lýkur tímabilinu með 18 stig og getur endað í fimmta sæti. Það verður að teljast mjög góður árangur miðað við það að þeim var spáð því níunda. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Fylkir Breiðablik
Fyrir leikinn var Fylkir á botninum en Breiðablik í 6. sæti. Fyrri leikur liðanna fór fram í Vertigo þar sem Breiðablik hafði betur 16–2. Leikur gærkvöldsins var hins vegar í Nuke. Breiðablik vann öruggan sigur í hnífalotunni og valdi að byrja í vörn. Lillehh náði þremur fellum snemma í skammbyssulotunni og átti Fylkir því ekki séns á að komast inn á sprengjusvæðið. KiddiJ og Pjakkur sáu um næstu lotu fyrir Blika. Það stóð tæpt í þriðju lotu þega Pjakkur var einn gegn þremur og sprengjan komin niður en hann vann mikla hetjudáð, tók alla út og aftengdi sprengjuna. Fylkismenn náðu að skapa sér tækifæri með góðum opnunum en fylgdi þeim ekki eftir. Blikar náðu því alltaf að klóra sig til baka, hafa betur með þolinmæði og aga og koma sér í 6–0. Furious var einkar erfiður viðureignar og Fylki tókst ekki fyrr en í 7. lotu að komast á blað og það með herkjum. Það dugði alls ekki til að draga kraftinn úr Blikum sem héldu uppteknum hætti og röðuðu inn hverri fellunni og hverri lotunni á fætur annarri. Fyrstu veikleikamerkin á Breiðablik sáust í 11. lotu þar sem Viruz var of árásargjarn og Breiðablik missti niður tveggja manna forskot þar sem Vikki tók þrjá út. Lotan þar á eftir var klaufaleg, Breiðablik vann en missti engu að síður alla sína menn. Liðin skiptust á lotum undir lok hálfleiks en Breiðablik var í mun betri stöðu. Staðan í hálfleik: Breiðablik 11 – 4 Fylkir Leikmenn Breiðabliks voru snöggir að ljúka skammbyssulotu síðari hálfleiks og stilla Fylkismönnum upp við vegg. Breiðablik vann einnig næstu lotu en eftir að hafa tekið sér leikhlé svaraði Fylkir með þremur lotum til baka. Þá skiptust liðin á lotum þar sem Blikar voru ómarkvissir í aðgerðum sínum og örlítil spenna komin í leikinn, eiginlega í fyrsta sinn. Fylkismenn minnkuðu muninn enn frekar og unnu lotur með marga menn á lífi. Á tímabili virtist hvorugt liðið hafa plan og einvígin og loturnar fóru bara einhvern veginn. Þegar Blikar juku loks hraðann tókst þeim að ná sér í sitt fimmtánda stig og því komnir ansi nálægt sigrinum. Í 25. lotu komu Blikar sprengjunni niður og þreföld fella frá Pjakki gerði út um lotuna og leikinn. Lokastaðan: Breiðablik 16 – 9 Fylkir Tapið þýðir að Fylkir endar í neðsta sæti deildarinnar og fellur því niður í þá fyrstu. Breiðablik lýkur tímabilinu með 18 stig og getur endað í fimmta sæti. Það verður að teljast mjög góður árangur miðað við það að þeim var spáð því níunda.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti