Erlingur: Ætla að taka mér hlé frá hliðarlínunni Einar Kárason skrifar 15. febrúar 2023 23:01 Erlingur Richardsson hættir með ÍBV eftir tímabilið. Vísir/Diego Erlingur Richardsson var ánægður með sigurinn gegn Selfyssingum en taldi margt mega betur fara. „Sumt var mjög gott en það var sletti af tæknifeilum,“ sagði Erlingur. „Við finnum Kára (Kristján Kristjánsson) vel í fyrri hálfleiknum en svo fórum við að senda línusendingar sem voru ekki að virka. Það var eitthvað um misheppnaðar sendingar í seinni hálfleiknum. Annars var þetta flottur leikur með fullt af mörkum. Sérstaklega í fyrri hálfleik. Markvarslan góð og varnarleikurinn heilt yfir í lagi.“ Pavel Miskevich gekk til liðs við ÍBV fyrir stuttu og lék í dag sinn fyrsta leik fyrir félagið en lykilmaðurinn Rúnar Kárason var ekki með vegna meiðsla „Ég held að hann hafi staðið sig ágætlega. Ég hef ekki kíkt á tölfræðina en hann var að taka nokkra mikilvæga bolta í byrjun seinni hálfleiks. Hann hélt okkur inni í leiknum. Þetta var strembið á köflum. Hann er mikill karakter inni á vellinum og það er það sem við þurfum.“ „Rúnar fékk slink á hnéð á æfingu í fyrradag og var aðeins bólginn í gær. Hann fór í meðhöndlun og lítur betur út í dag. Hann fer í skoðun á föstudaginn. Við erum vongóðir en tökum enga sjénsa.“ Fyrir skömmu var greint frá því að Erlingur yrði ekki áfram með Eyjaliðið að tímabilinu loknu. Ástæðan er tiltölulega einföld „Það er klásúla í samningnum sem ég þurfti að staldra við og spyrja mig hvort ég ætlaði að nota eða ekki. Ástæðan í sjálfu sér er engin önnur en að taka hlé frá því að vera á hliðarlínunni. Það er fyrsta plan. Nýta tímann í annað og anda aðeins. Mögulega endurmennta mig, kíkja á námskeið og þvælast um Evrópu til að kíkja á æfingar og slíkt. Kíkja á dóttur mína (Söndru Erlingsdóttur, leikmann TuS Metzingen) í Þýskalandi. Það er meginpælingin.“ Sandra, dóttir Erlings, leikur í Þýskalandi.Vísir/Hulda Margrét „Ég held þetta sé ágætis tímapunktur fyrir þessa stráka að fá nýtt andlit. Ég er ekkert hættur að starfa hjá félaginu ef félagið vill hafa mig í vinnu. Þá er ég alveg klár.“ „Það breytist ekkert,“ sagði Erlingur spurður út í hvort það væri enn meiri vilji í að gera vel á tímabilinu þar sem hann er á förum. „Það er alltaf vilji til þess. Það er ástæðan fyrir því að við erum hérna, allir. Það er eiginlega bara þannig,“ sagði Erlingur léttur. Olís-deild karla ÍBV UMF Selfoss Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
„Sumt var mjög gott en það var sletti af tæknifeilum,“ sagði Erlingur. „Við finnum Kára (Kristján Kristjánsson) vel í fyrri hálfleiknum en svo fórum við að senda línusendingar sem voru ekki að virka. Það var eitthvað um misheppnaðar sendingar í seinni hálfleiknum. Annars var þetta flottur leikur með fullt af mörkum. Sérstaklega í fyrri hálfleik. Markvarslan góð og varnarleikurinn heilt yfir í lagi.“ Pavel Miskevich gekk til liðs við ÍBV fyrir stuttu og lék í dag sinn fyrsta leik fyrir félagið en lykilmaðurinn Rúnar Kárason var ekki með vegna meiðsla „Ég held að hann hafi staðið sig ágætlega. Ég hef ekki kíkt á tölfræðina en hann var að taka nokkra mikilvæga bolta í byrjun seinni hálfleiks. Hann hélt okkur inni í leiknum. Þetta var strembið á köflum. Hann er mikill karakter inni á vellinum og það er það sem við þurfum.“ „Rúnar fékk slink á hnéð á æfingu í fyrradag og var aðeins bólginn í gær. Hann fór í meðhöndlun og lítur betur út í dag. Hann fer í skoðun á föstudaginn. Við erum vongóðir en tökum enga sjénsa.“ Fyrir skömmu var greint frá því að Erlingur yrði ekki áfram með Eyjaliðið að tímabilinu loknu. Ástæðan er tiltölulega einföld „Það er klásúla í samningnum sem ég þurfti að staldra við og spyrja mig hvort ég ætlaði að nota eða ekki. Ástæðan í sjálfu sér er engin önnur en að taka hlé frá því að vera á hliðarlínunni. Það er fyrsta plan. Nýta tímann í annað og anda aðeins. Mögulega endurmennta mig, kíkja á námskeið og þvælast um Evrópu til að kíkja á æfingar og slíkt. Kíkja á dóttur mína (Söndru Erlingsdóttur, leikmann TuS Metzingen) í Þýskalandi. Það er meginpælingin.“ Sandra, dóttir Erlings, leikur í Þýskalandi.Vísir/Hulda Margrét „Ég held þetta sé ágætis tímapunktur fyrir þessa stráka að fá nýtt andlit. Ég er ekkert hættur að starfa hjá félaginu ef félagið vill hafa mig í vinnu. Þá er ég alveg klár.“ „Það breytist ekkert,“ sagði Erlingur spurður út í hvort það væri enn meiri vilji í að gera vel á tímabilinu þar sem hann er á förum. „Það er alltaf vilji til þess. Það er ástæðan fyrir því að við erum hérna, allir. Það er eiginlega bara þannig,“ sagði Erlingur léttur.
Olís-deild karla ÍBV UMF Selfoss Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða