Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum með sjö BAFTA-verðlaun Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2023 22:22 Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum fjallar um ungan þýskan hermann í fyrri heimsstyrjöldinni. Þýska Netflix kvikmyndin Im Westen nichts Neues, eða Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum bar sigur úr býtum á BAFTA verðlaununum í kvöld. Myndin vann í heildina sjö verðlaun og var þar á meðal valin besta myndin. Hún fékk einnig verðlaun fyrir besta leikstjórn. Myndin var tilnefnd til fjórtán verðlauna en myndin fjallar um ungan þýskan hermann í fyrri heimsstyrjöldinni og vann hún einnig verðlaun fyrir handrit, kvikmyndatöku, tónlist og var valin besta myndin sem er ekki á ensku. Myndirnar Banshees of Inisherin og Elvis fengu svo fjögur verðlaun hvor. Cate Blanchet var valin besta leikkonan fyrir leik sinn í Tár. Austin Butler fékk verðlaun sem besti leikari ársins fyrir Elvis. Avatar: The Way of Water fékk ein verðlaun og var það fyrir tæknibrellur. Þá vakti athygli að hin vinsæla kvikmynd, Everything Everywhere All at Once, fékk einungis ein verðlaun en hún var tilnefnd til tíu verðlauna. Áhugasamir geta skoðað öll verðlaunin sem veitt voru hér á vef BAFTA. BAFTA verðlaunin leggja oft línurnar fyrir Óskarsverðlaunin sem haldin verða vestanhafs þann 12. mars. BAFTA-verðlaunin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Myndin var tilnefnd til fjórtán verðlauna en myndin fjallar um ungan þýskan hermann í fyrri heimsstyrjöldinni og vann hún einnig verðlaun fyrir handrit, kvikmyndatöku, tónlist og var valin besta myndin sem er ekki á ensku. Myndirnar Banshees of Inisherin og Elvis fengu svo fjögur verðlaun hvor. Cate Blanchet var valin besta leikkonan fyrir leik sinn í Tár. Austin Butler fékk verðlaun sem besti leikari ársins fyrir Elvis. Avatar: The Way of Water fékk ein verðlaun og var það fyrir tæknibrellur. Þá vakti athygli að hin vinsæla kvikmynd, Everything Everywhere All at Once, fékk einungis ein verðlaun en hún var tilnefnd til tíu verðlauna. Áhugasamir geta skoðað öll verðlaunin sem veitt voru hér á vef BAFTA. BAFTA verðlaunin leggja oft línurnar fyrir Óskarsverðlaunin sem haldin verða vestanhafs þann 12. mars.
BAFTA-verðlaunin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein