„Auðvitað lítur það vel út á pappír að hafa skorað fimmtán mörk“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2023 13:30 Birgir Steinn Jónsson skoraði fimmtán mörk og gaf fimm stoðsendingar í leiknum í gær. Vísir/Vilhelm Birgir Steinn Jónsson átti stórkostlegan leik með Gróttu í eins marks sigri á FH í Olís deild karla í gærkvöldi. Birgir skoraði fimmtán mörk og samkvæmt tölfræði HB Statz þá átti hann einnig fimm stoðsendingar og fiskaði fjögur víti. Valur Páll Eiríksson ræddi við Birgi í hádegisfréttum Bylgjunnar. Grótta vann leikinn en komst yfir í fyrsta og eina skiptið þegar leiktíminn var liðinn. Birgir skoraði sigurmarkið úr vítakasti með síðasta skoti leiksins. „Við höfum alltaf trú á því á þetta væri hægt en ég persónulega tók ekki eftir því fyrr en ég fór að hugsa um það eftir leik, að við höfum ekki verið yfir fyrr en leiktíminn var búinn,“ sagði Birgir Steinn Jónsson. „Við höfum alltaf trú á verkefninu og mér hefur fundið það einkenna okkur síðustu árin að við höfum aldrei gefist upp,“ sagði sagði Birgir Steinn. „Eins og í gær þegar við vorum fimm til sex mörkum undir þrisvar til fjórum sinnum í leiknum þegar við hefðum getað brotnað. Það sýnir hrikalegan karakter að við komum til baka og höfum náð að stela þessu í lokin,“ sagði Birgir en hvernig fóru þeir að þessu. „Ég á nú eftir að horfa á þetta aftur en Einar (Baldvin Baldvinsson, markvörður Gróttu) tekur tvær ógeðslega mikilvægar vörslur í lokin sem er í raun það sem skilur á milli liðanna,“ sagði Birgir. Klippa: Síðustu mínúturnar í leik FH og Grótta Birgir skoraði eins og áður sagði fimmtán mörk í leiknum og það kvartar enginn yfir slíkri frammistöðu. „Loksins þegar ég fæ að taka vítin,“ sagði Birgir og bætti strax við: „Grín,“ sagði Birgir. „Þetta var flott og gaman að fá að skora. Þetta var líka liðsframmistaða. Hannes var frábær á línunni og fiskaði helling af vítum og svo átti Toggi (Þorgeir Bjarki Davíðsson) alvöru clutch-móment í lokin þegar hann fiskar vítið þegar leiktíminn var að verða búinn,“ sagði Birgir. „Auðvitað lítur það vel út á pappír að hafa skorað fimmtán mörk en þetta er liðsframmistaða. Ég veit að þetta er klisja,“ sagði Birgir og hann ætlar ekki að sleppa því að fá að taka vítin. „Ekki ef það gengur svona vel en það þarf að halda áfram að ganga svona vel,“ sagði Birgir sem nýtti tíu af ellefu vítum sínum í leiknum. Olís-deild karla Grótta Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Sjá meira
Birgir skoraði fimmtán mörk og samkvæmt tölfræði HB Statz þá átti hann einnig fimm stoðsendingar og fiskaði fjögur víti. Valur Páll Eiríksson ræddi við Birgi í hádegisfréttum Bylgjunnar. Grótta vann leikinn en komst yfir í fyrsta og eina skiptið þegar leiktíminn var liðinn. Birgir skoraði sigurmarkið úr vítakasti með síðasta skoti leiksins. „Við höfum alltaf trú á því á þetta væri hægt en ég persónulega tók ekki eftir því fyrr en ég fór að hugsa um það eftir leik, að við höfum ekki verið yfir fyrr en leiktíminn var búinn,“ sagði Birgir Steinn Jónsson. „Við höfum alltaf trú á verkefninu og mér hefur fundið það einkenna okkur síðustu árin að við höfum aldrei gefist upp,“ sagði sagði Birgir Steinn. „Eins og í gær þegar við vorum fimm til sex mörkum undir þrisvar til fjórum sinnum í leiknum þegar við hefðum getað brotnað. Það sýnir hrikalegan karakter að við komum til baka og höfum náð að stela þessu í lokin,“ sagði Birgir en hvernig fóru þeir að þessu. „Ég á nú eftir að horfa á þetta aftur en Einar (Baldvin Baldvinsson, markvörður Gróttu) tekur tvær ógeðslega mikilvægar vörslur í lokin sem er í raun það sem skilur á milli liðanna,“ sagði Birgir. Klippa: Síðustu mínúturnar í leik FH og Grótta Birgir skoraði eins og áður sagði fimmtán mörk í leiknum og það kvartar enginn yfir slíkri frammistöðu. „Loksins þegar ég fæ að taka vítin,“ sagði Birgir og bætti strax við: „Grín,“ sagði Birgir. „Þetta var flott og gaman að fá að skora. Þetta var líka liðsframmistaða. Hannes var frábær á línunni og fiskaði helling af vítum og svo átti Toggi (Þorgeir Bjarki Davíðsson) alvöru clutch-móment í lokin þegar hann fiskar vítið þegar leiktíminn var að verða búinn,“ sagði Birgir. „Auðvitað lítur það vel út á pappír að hafa skorað fimmtán mörk en þetta er liðsframmistaða. Ég veit að þetta er klisja,“ sagði Birgir og hann ætlar ekki að sleppa því að fá að taka vítin. „Ekki ef það gengur svona vel en það þarf að halda áfram að ganga svona vel,“ sagði Birgir sem nýtti tíu af ellefu vítum sínum í leiknum.
Olís-deild karla Grótta Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Sjá meira