„Munum gefa okkur góðan tíma til að finna eftirmann“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. febrúar 2023 18:12 Guðmundur Þórður Guðmundsson heldur ekki áfram sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Nafni hans, Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir að sambandði muni taka sér góðan tíma í að finna eftirmann hans. Vísir/Vilhelm „Þetta er bara sameiginleg niðurstaða okkar. Við áttum spjall saman og eftir að hafa farið yfir þetta þá var þetta bara sameiginleg niðurstaða okkar,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður handknattleikssambands Íslands, um þá ákvörðun að Guðmundur Þórður Guðmundsson myndi ekki halda áfram með íslenska karlalandsliðið í handbolta. Hann segir þó ekkert sérstakt liggja að baki ákvörðunarinnar. „Nei, nei. Við bara fórum yfir mótið og þetta var niðurstaðan og báðir aðilar eru sáttir við hana.“ Vonbrigðin á HM gerðu ekki útslagið Seinustu leikir Guðmundar sem þjálfari íslenska landsliðsins voru á HM í handbolta í seinasta mánuði þar sem liðið náði ekki markmiðum sínum. Eins og frægt er orðið komst Ísland ekki í átta liða úrslit og hafnaði í 12. sæti mótsins. „Fyrir mér er það alveg ljóst að við stóðumst ekki allar væntingar en menn verða líka að gera sér grein fyrir því að þegar við skoðum þetta mót aftur til baka að þá er riðillinn sem við vorum í alveg feikilega sterkur. Þannig að væntingarnar sem við vorum að gera fyrir fram voru kannski fullmiklar.“ „Þetta gat alveg brugðið til beggja vona og það munaði ekkert miklu að við færum í átta liða úrslitin. Þetta er seinni parturinn í leik á móti Ungverjalandi. En auðvitað vonuðumst við til að komast í átta liða úrslitin en eins og það er alltaf í íþróttum þá getur brugðið til beggja vona.“ Guðmundur B. Ólafsson er formaður HSÍ.Vísir/Stöð 2 Ákvörðunin erfið Þá segir Guðmundur að þrátt fyrir að ákvörðunin um að nafni hann myndi láta af störfum hafi verið sameiginleg milli HSÍ og þjálfarans, hafi hún í eðli sínu verið erfið. „Þetta er bara sameiginleg ákvörðun. En jú, Guðmundur er náttúrulega búinn að standa sig frábærlega sem landsliðsþjálfari og búinn að koma okkur þrisvar inn [á Ólympíuleika] og alltaf höfum við skilað góðum árangri. Þannig að auðvitað eigum við honum miklar þakkir skyldar bara í raun og veru í sögu handboltans og hvað hann er búinn að standa sig vel og hefur skilað liðinu alltaf í topp þegar hann hefur hætt,“ sagði Guðmundur, en vildi ekki segja til um hvorum megin við borðið þessi hugmynd hafi kviknað. „Það er í sjálfu sér engin umræða um það. Við komumst bara að sameiginlegri niðurstöðu.“ Klippa: Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. Gunnar og Ágúst stýra liðinu í næstu leikjum Stutt er í næstu leiki hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta og Guðmundur gerir ráð fyrir því að aðstoðarmenn Guðmundar munu stýra liðinu í þeim leikjum. Hann segir þó að ekkert sé farið að ræða um hver muni taka við starfi Guðmundar til lengri tíma. „Þar sem þetta kemur náttúrulega svolítið bratt upp þá gerum við ráð fyrir því að aðstoðarmenn hans, Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson, stýri liðinu í þeim verkefnum sem eru núna framundan sem eru tveir leikir við Tékka í byrjun mars og svo eigum við leiki við Ísrael og Eistland. Þannig að við gerum ráð fyrir því að þeir muni leysa þau verkefni af hólmi.“ „En við munum bara gefa okkur núna góðan tíma til þess að finna eftirmann,“ sagði Guðmundur og bætti við að sambandið hafi ekki enn rætt um hver sá eftirmaður gæti mögulega verið. „Nei, það hefur ekki komið neitt til umræðu. Ég hef ekki rætt við nokkurn mann um það.“ Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira
Hann segir þó ekkert sérstakt liggja að baki ákvörðunarinnar. „Nei, nei. Við bara fórum yfir mótið og þetta var niðurstaðan og báðir aðilar eru sáttir við hana.“ Vonbrigðin á HM gerðu ekki útslagið Seinustu leikir Guðmundar sem þjálfari íslenska landsliðsins voru á HM í handbolta í seinasta mánuði þar sem liðið náði ekki markmiðum sínum. Eins og frægt er orðið komst Ísland ekki í átta liða úrslit og hafnaði í 12. sæti mótsins. „Fyrir mér er það alveg ljóst að við stóðumst ekki allar væntingar en menn verða líka að gera sér grein fyrir því að þegar við skoðum þetta mót aftur til baka að þá er riðillinn sem við vorum í alveg feikilega sterkur. Þannig að væntingarnar sem við vorum að gera fyrir fram voru kannski fullmiklar.“ „Þetta gat alveg brugðið til beggja vona og það munaði ekkert miklu að við færum í átta liða úrslitin. Þetta er seinni parturinn í leik á móti Ungverjalandi. En auðvitað vonuðumst við til að komast í átta liða úrslitin en eins og það er alltaf í íþróttum þá getur brugðið til beggja vona.“ Guðmundur B. Ólafsson er formaður HSÍ.Vísir/Stöð 2 Ákvörðunin erfið Þá segir Guðmundur að þrátt fyrir að ákvörðunin um að nafni hann myndi láta af störfum hafi verið sameiginleg milli HSÍ og þjálfarans, hafi hún í eðli sínu verið erfið. „Þetta er bara sameiginleg ákvörðun. En jú, Guðmundur er náttúrulega búinn að standa sig frábærlega sem landsliðsþjálfari og búinn að koma okkur þrisvar inn [á Ólympíuleika] og alltaf höfum við skilað góðum árangri. Þannig að auðvitað eigum við honum miklar þakkir skyldar bara í raun og veru í sögu handboltans og hvað hann er búinn að standa sig vel og hefur skilað liðinu alltaf í topp þegar hann hefur hætt,“ sagði Guðmundur, en vildi ekki segja til um hvorum megin við borðið þessi hugmynd hafi kviknað. „Það er í sjálfu sér engin umræða um það. Við komumst bara að sameiginlegri niðurstöðu.“ Klippa: Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. Gunnar og Ágúst stýra liðinu í næstu leikjum Stutt er í næstu leiki hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta og Guðmundur gerir ráð fyrir því að aðstoðarmenn Guðmundar munu stýra liðinu í þeim leikjum. Hann segir þó að ekkert sé farið að ræða um hver muni taka við starfi Guðmundar til lengri tíma. „Þar sem þetta kemur náttúrulega svolítið bratt upp þá gerum við ráð fyrir því að aðstoðarmenn hans, Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson, stýri liðinu í þeim verkefnum sem eru núna framundan sem eru tveir leikir við Tékka í byrjun mars og svo eigum við leiki við Ísrael og Eistland. Þannig að við gerum ráð fyrir því að þeir muni leysa þau verkefni af hólmi.“ „En við munum bara gefa okkur núna góðan tíma til þess að finna eftirmann,“ sagði Guðmundur og bætti við að sambandið hafi ekki enn rætt um hver sá eftirmaður gæti mögulega verið. „Nei, það hefur ekki komið neitt til umræðu. Ég hef ekki rætt við nokkurn mann um það.“
Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira