Staðan á fasteignamarkaði: Kaupsamningar geti varla verið færri Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. febrúar 2023 23:10 Hannes Steindórsson var í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og mun taka sæti í bæjarstjórn Kópavogs. Aðsend Formaður Félags fasteignasala segir gríðarlega fækkun í kaupsamningsgerð á fasteignamarkaði. Hann segir fyrstu kaupendur virðast halda að sér höndum eftir aðgerðir seðlabankastjóra. Von sé á frekari lækkunum á húsnæðisverði. Hannes Steindórsson, formaður Félags fasteignasala, ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir rétt að kaupsamningar hafi ekki verið færri í áratug. „Þetta er 30 prósent niður frá því í hittiðfyrra. Þetta er komið innan við fjögur hundruð samninga í janúar ef ég man rétt – og rétt rúmlega 500 í febrúar. Þannig að þetta er svona aðeins á niðurleið enn þá.“ „Auðvitað var þetta allt of mikið“ Hann segir að fyrstu kaupendur vanti á markaðinn; þeir virðist einfaldlega veigra sér við að kaupa íbúðir eins og staðan sé í dag. Aðgerðir seðlabankastjóra þar sem miðað var við 35 prósent af ráðstöfunartekjum við mat á greiðslubyrði hafi haft sitt að segja. „Auðvitað var þetta allt of mikið. Það er ekki eðlilegt að 50 prósent íbúa seljist á yfirverði. Það er komið í tólf prósent núna sem er talinn eðlilegur markaður ef við tökum tíu til fimmtán ár aftur í tímann. Þannig að ég held að þessar aðgerðir séu klárlega að virka og [seðlabankastjóri] ætlaði sér að gera þetta. En svo er bara spurning hvað [seðlabankastjóri] ætlar að halda þessu lengi. Það geta í rauninni ekki verið færri kaupsamningar, þeir eru orðnir svo fáir.“ Markaðurinn fínn í dag Hannes segir að gera megi ráð fyrir því að húsnæðisverð lækki um þrjú prósent á þessu ári, þó erfitt sé að spá fyrir með nákvæmni. Margt sé þó gott við markaðinn eins og hann er í dag. „Það verður miklu meira til sölu, fólk hefur úr meiru að velja, fólk hefur meiri tíma – það selst ekki allt strax. Einhver myndi segja að það væri gott að kaupa íbúð á markaði eins og hann er núna, töluvert betra heldur en þegar það eru kannski þrjú eða fjögur tilboð í hverri eign.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Hannes í heild sinni hér að neðan. Fasteignamarkaður Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði fer lækkandi Hlutfall íbúða sem sem selst yfir ásettu verði fer lækkandi. Á höfuðborgarsvæðinu seldust 12,7 prósent íbúða í janúar yfir ásettu verði samanborið við 16,9 prósent í desember. Hlutfallið er því nú á svipuðu róli og það hefur verið á síðustu árum þegar ró hefur verið á fasteignamarkaðinum. 23. febrúar 2023 06:52 Fasteignaverð „hátt á alla mælikvarða“ og spáir tólf prósenta raunlækkun Vandinn á fasteignamarkaði er ekki kominn til vegna aðgerða Seðlabankans heldur eru orsökin fasteignaverðið sjálft sem er „hátt á alla mælikvarða“. Þegar tekið er tillit til ráðstöfunartekna og fjármagnskostnaðar þá stendur fasteignaverðið á höfuðborgarsvæðinu „eins og nagli upp úr spýtu“ í samanburði við hin Norðurlöndin, samkvæmt nýrri greiningu á fasteignamarkaðinum. Spáð er um tólf prósenta raunlækkun á fasteignaverði fram til ársloka 2024 en sú lækkun gæti orðið enn meiri ef verðbólga verður þrálát og vextir lækki seinna en nú sé gert ráð fyrir. 6. febrúar 2023 12:01 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Sjá meira
Hannes Steindórsson, formaður Félags fasteignasala, ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir rétt að kaupsamningar hafi ekki verið færri í áratug. „Þetta er 30 prósent niður frá því í hittiðfyrra. Þetta er komið innan við fjögur hundruð samninga í janúar ef ég man rétt – og rétt rúmlega 500 í febrúar. Þannig að þetta er svona aðeins á niðurleið enn þá.“ „Auðvitað var þetta allt of mikið“ Hann segir að fyrstu kaupendur vanti á markaðinn; þeir virðist einfaldlega veigra sér við að kaupa íbúðir eins og staðan sé í dag. Aðgerðir seðlabankastjóra þar sem miðað var við 35 prósent af ráðstöfunartekjum við mat á greiðslubyrði hafi haft sitt að segja. „Auðvitað var þetta allt of mikið. Það er ekki eðlilegt að 50 prósent íbúa seljist á yfirverði. Það er komið í tólf prósent núna sem er talinn eðlilegur markaður ef við tökum tíu til fimmtán ár aftur í tímann. Þannig að ég held að þessar aðgerðir séu klárlega að virka og [seðlabankastjóri] ætlaði sér að gera þetta. En svo er bara spurning hvað [seðlabankastjóri] ætlar að halda þessu lengi. Það geta í rauninni ekki verið færri kaupsamningar, þeir eru orðnir svo fáir.“ Markaðurinn fínn í dag Hannes segir að gera megi ráð fyrir því að húsnæðisverð lækki um þrjú prósent á þessu ári, þó erfitt sé að spá fyrir með nákvæmni. Margt sé þó gott við markaðinn eins og hann er í dag. „Það verður miklu meira til sölu, fólk hefur úr meiru að velja, fólk hefur meiri tíma – það selst ekki allt strax. Einhver myndi segja að það væri gott að kaupa íbúð á markaði eins og hann er núna, töluvert betra heldur en þegar það eru kannski þrjú eða fjögur tilboð í hverri eign.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Hannes í heild sinni hér að neðan.
Fasteignamarkaður Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði fer lækkandi Hlutfall íbúða sem sem selst yfir ásettu verði fer lækkandi. Á höfuðborgarsvæðinu seldust 12,7 prósent íbúða í janúar yfir ásettu verði samanborið við 16,9 prósent í desember. Hlutfallið er því nú á svipuðu róli og það hefur verið á síðustu árum þegar ró hefur verið á fasteignamarkaðinum. 23. febrúar 2023 06:52 Fasteignaverð „hátt á alla mælikvarða“ og spáir tólf prósenta raunlækkun Vandinn á fasteignamarkaði er ekki kominn til vegna aðgerða Seðlabankans heldur eru orsökin fasteignaverðið sjálft sem er „hátt á alla mælikvarða“. Þegar tekið er tillit til ráðstöfunartekna og fjármagnskostnaðar þá stendur fasteignaverðið á höfuðborgarsvæðinu „eins og nagli upp úr spýtu“ í samanburði við hin Norðurlöndin, samkvæmt nýrri greiningu á fasteignamarkaðinum. Spáð er um tólf prósenta raunlækkun á fasteignaverði fram til ársloka 2024 en sú lækkun gæti orðið enn meiri ef verðbólga verður þrálát og vextir lækki seinna en nú sé gert ráð fyrir. 6. febrúar 2023 12:01 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Sjá meira
Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði fer lækkandi Hlutfall íbúða sem sem selst yfir ásettu verði fer lækkandi. Á höfuðborgarsvæðinu seldust 12,7 prósent íbúða í janúar yfir ásettu verði samanborið við 16,9 prósent í desember. Hlutfallið er því nú á svipuðu róli og það hefur verið á síðustu árum þegar ró hefur verið á fasteignamarkaðinum. 23. febrúar 2023 06:52
Fasteignaverð „hátt á alla mælikvarða“ og spáir tólf prósenta raunlækkun Vandinn á fasteignamarkaði er ekki kominn til vegna aðgerða Seðlabankans heldur eru orsökin fasteignaverðið sjálft sem er „hátt á alla mælikvarða“. Þegar tekið er tillit til ráðstöfunartekna og fjármagnskostnaðar þá stendur fasteignaverðið á höfuðborgarsvæðinu „eins og nagli upp úr spýtu“ í samanburði við hin Norðurlöndin, samkvæmt nýrri greiningu á fasteignamarkaðinum. Spáð er um tólf prósenta raunlækkun á fasteignaverði fram til ársloka 2024 en sú lækkun gæti orðið enn meiri ef verðbólga verður þrálát og vextir lækki seinna en nú sé gert ráð fyrir. 6. febrúar 2023 12:01