Messi hefur verið orðaður við Inter Miami, bandaríska liðið sem David Beckham á. Góðvinur hans og fyrrverandi samherji hjá Manchester United og enska landsliðinu, Neville, þjálfar það.
Í samtali við The Times staðfesti Neville að Inter Miami væri að reyna að fá Messi til liðsins, sem og Sergio Busquets, fyrirliða Barcelona.
„Ég ætla ekki að neita því að það sé eitthvað til í því að við séum áhugasamir um Messi og Busquets,“ sagði Neville.
„Við viljum fá bestu leikmenn heims til félagsins. Messi og Busquets hafa verið í þeim hópi undanfarin ár. Þeir eru frábærir leikmenn sem myndu styrkja liðið til mikilla muna. Þetta myndi breyta öllu fyrir MLS-deildina,“ bætti Englendingurinn við.
Samningur Messis við Paris Saint-Germain rennur út eftir þetta tímabil og óvíst er hvað tekur við hjá argentínska snillingnum eftir það. Busquets verður sömuleiðis samningslaus eftir tímabilið.