„Af hverju ættum við að fara í þrot?“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. febrúar 2023 12:04 Birgir Jónsson forstjóri Play segir sögusagnir um yfirvofandi gjaldþrot flugfélagsins ekki hafa áhrif á sig. Vísir/Arnar „Af hverju ættum við að fara í þrot?“ spyr Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, sem kveðst þreyttur á sögusögnum um að félagið sé á barmi gjaldþrots. Hann segir að merki séu um að þrotlaus vinna sé farin að skila sér. „Flugfélag eins og Play verður alltaf á milli tannanna á fólki. Við vitum það. Íslendingar eru ekki bara sérfræðingar í bólusetningum, þeir eru líka sérfræðingar í flugrekstri,“ er haft eftir Birgi í Fréttablaði dagsins. Hann geti skilið að almenningur fylgist grannt með genginu en erfitt sé að sitja undir flökkusögum sem Birgir segir ekki eiga neina stoð í raunveruleikanum. „Við erum skráð félag og okkur ber að opna bókhaldið fjórum sinnum á ári. Það er enginn feluleikur í boði og tölurnar tala sínu máli. Svo er bara spurning hvort það sé nóg og hvort fólk vilji frekar trúa dómsdagsspám,“ segir Birgir. Hann viðurkennir hins vegar að fyrstu ár Play hafi ekki einkennst af „eintómri sól og sælu,“ eins og hann orðar það. Ferðabann og olíukrísa hafi meðal annars sett strik í reikninginn sem hljóðaði upp á 45 milljóna dollara tap í fyrra. Áform félagsins hafi því farið út af sporinu. „Þetta var algjörlega galið ár í flugrekstri og í þessu umhverfi vorum við að stíga okkar fyrstu skref,“ segir hann. Ekki sé sanngjarnt að ætlast til þess að félagið standi Icelandair á sporði strax frá fyrsta degi. En þrátt fyrir hrakspár hafi 25 prósent Íslendinga valið að fljúga með Play á síðasta ári og því sé þrotlaus vinna farin að skila sér. „Við skuldum ekki neitt, erum með lausafjárstöðu upp á fimm milljarða og allar helstu kennitölur á uppleið. Af hverju ættum við að vera á leiðinni í þrot?“ svarar Birgir því orðrómi um að félagið sé á barmi gjaldþrots. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Tengdar fréttir Play tapaði 6,5 milljörðum króna Heildartap flugfélagsins Play árið 2022 nemur 6,5 milljörðum króna. Tap sem má rekja til ófærðar á Reykjanesbrautinni í desember er metið á 317 milljónir króna. Heildarfjöldi farþega árið 2022 var 789 þúsund og vonast flugfélagið eftir því að tvöfalda þann fjölda á næsta ári. 15. febrúar 2023 15:53 „Lággjaldaflugfélögin eru líklega að ýta eldri flugfélögum í átt að nýju viðskiptamódeli“ „Sumir ferðamenn kunna að spila þennan leik og hafa tíma og sveigjanleika. Í þeim tilfellum er mjög auðvelt að fá mjög gott verð,“ segir Birgir Jónsson forstjóri Play. 15. janúar 2023 11:03 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
„Flugfélag eins og Play verður alltaf á milli tannanna á fólki. Við vitum það. Íslendingar eru ekki bara sérfræðingar í bólusetningum, þeir eru líka sérfræðingar í flugrekstri,“ er haft eftir Birgi í Fréttablaði dagsins. Hann geti skilið að almenningur fylgist grannt með genginu en erfitt sé að sitja undir flökkusögum sem Birgir segir ekki eiga neina stoð í raunveruleikanum. „Við erum skráð félag og okkur ber að opna bókhaldið fjórum sinnum á ári. Það er enginn feluleikur í boði og tölurnar tala sínu máli. Svo er bara spurning hvort það sé nóg og hvort fólk vilji frekar trúa dómsdagsspám,“ segir Birgir. Hann viðurkennir hins vegar að fyrstu ár Play hafi ekki einkennst af „eintómri sól og sælu,“ eins og hann orðar það. Ferðabann og olíukrísa hafi meðal annars sett strik í reikninginn sem hljóðaði upp á 45 milljóna dollara tap í fyrra. Áform félagsins hafi því farið út af sporinu. „Þetta var algjörlega galið ár í flugrekstri og í þessu umhverfi vorum við að stíga okkar fyrstu skref,“ segir hann. Ekki sé sanngjarnt að ætlast til þess að félagið standi Icelandair á sporði strax frá fyrsta degi. En þrátt fyrir hrakspár hafi 25 prósent Íslendinga valið að fljúga með Play á síðasta ári og því sé þrotlaus vinna farin að skila sér. „Við skuldum ekki neitt, erum með lausafjárstöðu upp á fimm milljarða og allar helstu kennitölur á uppleið. Af hverju ættum við að vera á leiðinni í þrot?“ svarar Birgir því orðrómi um að félagið sé á barmi gjaldþrots.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Tengdar fréttir Play tapaði 6,5 milljörðum króna Heildartap flugfélagsins Play árið 2022 nemur 6,5 milljörðum króna. Tap sem má rekja til ófærðar á Reykjanesbrautinni í desember er metið á 317 milljónir króna. Heildarfjöldi farþega árið 2022 var 789 þúsund og vonast flugfélagið eftir því að tvöfalda þann fjölda á næsta ári. 15. febrúar 2023 15:53 „Lággjaldaflugfélögin eru líklega að ýta eldri flugfélögum í átt að nýju viðskiptamódeli“ „Sumir ferðamenn kunna að spila þennan leik og hafa tíma og sveigjanleika. Í þeim tilfellum er mjög auðvelt að fá mjög gott verð,“ segir Birgir Jónsson forstjóri Play. 15. janúar 2023 11:03 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Play tapaði 6,5 milljörðum króna Heildartap flugfélagsins Play árið 2022 nemur 6,5 milljörðum króna. Tap sem má rekja til ófærðar á Reykjanesbrautinni í desember er metið á 317 milljónir króna. Heildarfjöldi farþega árið 2022 var 789 þúsund og vonast flugfélagið eftir því að tvöfalda þann fjölda á næsta ári. 15. febrúar 2023 15:53
„Lággjaldaflugfélögin eru líklega að ýta eldri flugfélögum í átt að nýju viðskiptamódeli“ „Sumir ferðamenn kunna að spila þennan leik og hafa tíma og sveigjanleika. Í þeim tilfellum er mjög auðvelt að fá mjög gott verð,“ segir Birgir Jónsson forstjóri Play. 15. janúar 2023 11:03
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent