Leikur DC United og Toronto var dramatískur í meira lagi. Wayne Rooney er knattspyrnustjóri DC United og hann er búinn að sækja leikmenn sem margir kannast við úr ensku úrvalsdeildinni, Christian Benteke og Mateusz Klich.
Bæði Klich og Benteke voru á skotskónum í nótt. Klich kom DC United yfir á 7.mínútu leiksins en Toronto svaraði með tveimur mörkum í seinni hálfleik og virtust vera að tryggja sér sigurinn þegar þeir komust í 2-1 þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum.
Ted Ku-Dipietro wins it for @dcunited in the 98th minute with his first-ever MLS goal. pic.twitter.com/nlOMtg1chH
— Major League Soccer (@MLS) February 26, 2023
Christian Benteke jafnaði hins vegar metin á 90.mínútu og á áttundu mínútu uppbótartíma skoraði varamaðurinn Theodore Ku-Dipietro sigurmark DC.
Guðlaugur Victor lék allan leikinn í miðri vörn DC United.
Dagur Dan Þórhallsson gekk til liðs við Orlando City frá Breiðablik nú í vetur og hann kom inn sem varamaður á 78.mínútu þegar liðið vann sigur á New York Red Bulls. Úrúgvæinn Facundo Torres skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 56.mínútu.
Þá kom Þorleifur Úlfarsson inn sem varamaður á 78.mínútu þegar lið hans Houston Dynamo tapaði 2-1 fyrir Cincinnati.