Draumabyrjun Árna sem hefur nú skorað í sjö löndum Sindri Sverrisson skrifar 27. febrúar 2023 10:30 Árni Vilhjálmsson, næstlengst til hægri á mynd, fékk að handleika bikar strax eftir fyrsta leik með Zalgiris og átti risastóran þátt í sigrinum. FK Zalgiris Knattspyrnumaðurinn Árni Vilhjálmsson er strax byrjaður að skora fyrir litháísku meistarana í Zalgiris en hann skoraði tvö mörk í gær þegar liðið vann Kauno Zalgiris í leik um ofurbikarinn. Árni hafði verið án félags frá því að hann sagði skilið við franska 2. deildarliðið Rodez síðasta sumar, og dvalið á Ítalíu þar sem kærasta hans Sara Björk Gunnarsdóttir spilar með Juventus. Ekki virtist þó neitt ryð í honum í fyrsta leik fyrir Zalgiris í gær, níu mánuðum eftir síðasta leik sem hann spilaði. Árni kom inn á sem varamaður á 83. mínútu og aðeins sex mínútum síðar skoraði hann fyrsta mark leiksins, sem sjá má hér að neðan. Byrjaður að skora í Litháen og því búinn að skora samtals í 7 löndum Árni Vilhjálmsson (f.1994) Zalgiris Vilnius FK Kauno Zalgiris #Íslendingavaktin pic.twitter.com/VI6YbJzutR— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) February 26, 2023 Kauno Zalgiris náði þó að jafna metin í uppbótartíma og því réðust úrslit leiksins í vítaspyrnukeppni. Þar var Árni fyrstur á vítapunktinn fyrir Zalgiris. Hann þurfti reyndar að bíða heillengi eftir því að fá bolta til að sparka í en lét það ekki trufla sig og skoraði af miklu öryggi úr vítinu, og Zalgiris vann svo vítaspyrnukeppnina. Upptöku frá leiknum má sjá hér að neðan. Zalgiris varð á síðustu leiktíð meistari þriðja árið í röð auk þess að vinna einnig bikarkeppnina í Litháen. Árni er fyrsti Íslendingurinn til að spila fyrir Zalgiris. Hann hefur nú skorað mark í sjö löndum því áður hafði Árni skorað mark fyrir lið í Frakklandi, Úkraínu, Póllandi, Svíþjóð, Noregi og á Íslandi, þar sem þessi 28 ára framherji hóf ferilinn með Breiðabliki. Tengdar fréttir Árni til litháísku meistaranna Íslenski fótboltamaðurinn Árni Vilhjálmsson hefur samið við meistaraliðið í Litáen, Zalgaris. Samningur Árna við liðið gildir út þetta ár. 23. febrúar 2023 16:16 Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Fleiri fréttir Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Sjá meira
Árni hafði verið án félags frá því að hann sagði skilið við franska 2. deildarliðið Rodez síðasta sumar, og dvalið á Ítalíu þar sem kærasta hans Sara Björk Gunnarsdóttir spilar með Juventus. Ekki virtist þó neitt ryð í honum í fyrsta leik fyrir Zalgiris í gær, níu mánuðum eftir síðasta leik sem hann spilaði. Árni kom inn á sem varamaður á 83. mínútu og aðeins sex mínútum síðar skoraði hann fyrsta mark leiksins, sem sjá má hér að neðan. Byrjaður að skora í Litháen og því búinn að skora samtals í 7 löndum Árni Vilhjálmsson (f.1994) Zalgiris Vilnius FK Kauno Zalgiris #Íslendingavaktin pic.twitter.com/VI6YbJzutR— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) February 26, 2023 Kauno Zalgiris náði þó að jafna metin í uppbótartíma og því réðust úrslit leiksins í vítaspyrnukeppni. Þar var Árni fyrstur á vítapunktinn fyrir Zalgiris. Hann þurfti reyndar að bíða heillengi eftir því að fá bolta til að sparka í en lét það ekki trufla sig og skoraði af miklu öryggi úr vítinu, og Zalgiris vann svo vítaspyrnukeppnina. Upptöku frá leiknum má sjá hér að neðan. Zalgiris varð á síðustu leiktíð meistari þriðja árið í röð auk þess að vinna einnig bikarkeppnina í Litháen. Árni er fyrsti Íslendingurinn til að spila fyrir Zalgiris. Hann hefur nú skorað mark í sjö löndum því áður hafði Árni skorað mark fyrir lið í Frakklandi, Úkraínu, Póllandi, Svíþjóð, Noregi og á Íslandi, þar sem þessi 28 ára framherji hóf ferilinn með Breiðabliki.
Tengdar fréttir Árni til litháísku meistaranna Íslenski fótboltamaðurinn Árni Vilhjálmsson hefur samið við meistaraliðið í Litáen, Zalgaris. Samningur Árna við liðið gildir út þetta ár. 23. febrúar 2023 16:16 Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Fleiri fréttir Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Sjá meira
Árni til litháísku meistaranna Íslenski fótboltamaðurinn Árni Vilhjálmsson hefur samið við meistaraliðið í Litáen, Zalgaris. Samningur Árna við liðið gildir út þetta ár. 23. febrúar 2023 16:16