Frá þessu segir á vef hátíðarinnar. Östlund hefur sjálfur hlotið Gullpálmann, aðalverðlaun hátíðarinnar, í tvígang – fyrir The Square árið 2017 og svo Triangle of Sadness á síðasta ári.
Hinn 48 ára Östlund verður fyrsti Svíinn til að gegna embætti formanns nefndarinnar frá því að leikkonan Ingrid Bergman fór fyrir nefndinni árið 1973, eða fyrir fimmtíu árum síðan.
„Ég er ánægður, stoltur og auðmjúkur að hafa verið treyst fyrir þeim heiðri að vera formaður dómnefndarinnar að þessu sinni,“ segir leikstjórinn.
Östlund fylgir með þessu í fótspor nokkurra á stærstu nöfnum kvikmyndasögunnar, þar með talið Steven Speiberg, Spike Lee, Cate Blanchett, Joel og Ethan Coen, Pedro Almodóvar og Jane Campion.
Kvikmyndahátíðin í Cannes hefst 16. maí og stendur til 27. maí.