Hættur eftir ásakanir um kynferðislega áreitni og fleiri hneyksli Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2023 11:56 Noel Le Graet var kjörinn til að starfa sem forseti franska knattspyrnusambandsins út árið 2024 en hefur nú verið bolað í burtu. Getty/Harold Cunningham Hinn afar umdeildi Noël Le Graët er endanlega hættur sem forseti franska knattspyrnusambandsins, eftir að hafa meðal annars verið sakaður um kynferðislega áreitni. Le Graët, sem er 81 árs gamall, tók við sem forseti franska sambandsins árið 2011 og hefur því gegnt starfinu á einu besta skeiði í sögu franskrar knattspyrnu þar sem franska karlalandsliðið varð heimsmeistari 2018 og komst í úrslitaleik HM 2022 og EM 2016. Í byrjun þessa árs komst Le Graët í fréttirnar vegna ummæla þess efnis að hann myndi ekki svara símtali frá Zinedine Zidane varðandi þjálfarastarf hjá franska landsliðinu. Á meðal fjölmargra sem gagnrýndu Le Graët, bæði stjórnmálamanna og íþróttafólks, var stærsta knattspyrnustjarna Frakka, Kylian Mbappé, sem sagði að ekki mætti vanvirða goðsögn eins og Zidane væri. Nokkrum dögum seinna kom svo í ljós að Le Graët sætti rannsókn vegna gruns um kynferðislega áreitni og fleira til, og umboðsmaðurinn Sonia Souid sakaði hann opinberlega í fjölmiðlum um kynferðislega áreitni. Le Graët var gert að stíga til hliðar vegna rannsóknarinnar og nú er orðið ljóst að hann tekur ekki aftur til starfa. Samkvæmt úttekt sem íþróttamálaráðuneyti Frakklands lét gera var honum ekki lengur treystandi til að vera fulltrúi og stjórnandi í íþróttagrein, vegna hegðunar hans gagnvart konum. Hann hefur sjálfur neitað því að hafa gert nokkuð rangt. Philippe Diallo, sem verið hefur varaforseti, stýrir franska sambandinu til bráðabirgða fram til 10. júní hið minnsta en þá kemur þing saman. Le Graët hafði verið kosinn til að stýra franska sambandinu út árið 2024. Diallo tekur við í miðjum stormi vegna kvennalandsliðs Frakklands sem er á leið á HM næsta sumar án fyrirliðans Wendie Renard. Hún tilkynnti í síðustu viku að hún myndi ekki spila fyrir franska landsliðið og samkvæmt spænska miðlinum RMC Sport er aðalástæðan landsliðsþjálfarinn Corinne Diacre sem fleiri leikmenn hafa sett sig upp á móti. Franski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup Sjá meira
Le Graët, sem er 81 árs gamall, tók við sem forseti franska sambandsins árið 2011 og hefur því gegnt starfinu á einu besta skeiði í sögu franskrar knattspyrnu þar sem franska karlalandsliðið varð heimsmeistari 2018 og komst í úrslitaleik HM 2022 og EM 2016. Í byrjun þessa árs komst Le Graët í fréttirnar vegna ummæla þess efnis að hann myndi ekki svara símtali frá Zinedine Zidane varðandi þjálfarastarf hjá franska landsliðinu. Á meðal fjölmargra sem gagnrýndu Le Graët, bæði stjórnmálamanna og íþróttafólks, var stærsta knattspyrnustjarna Frakka, Kylian Mbappé, sem sagði að ekki mætti vanvirða goðsögn eins og Zidane væri. Nokkrum dögum seinna kom svo í ljós að Le Graët sætti rannsókn vegna gruns um kynferðislega áreitni og fleira til, og umboðsmaðurinn Sonia Souid sakaði hann opinberlega í fjölmiðlum um kynferðislega áreitni. Le Graët var gert að stíga til hliðar vegna rannsóknarinnar og nú er orðið ljóst að hann tekur ekki aftur til starfa. Samkvæmt úttekt sem íþróttamálaráðuneyti Frakklands lét gera var honum ekki lengur treystandi til að vera fulltrúi og stjórnandi í íþróttagrein, vegna hegðunar hans gagnvart konum. Hann hefur sjálfur neitað því að hafa gert nokkuð rangt. Philippe Diallo, sem verið hefur varaforseti, stýrir franska sambandinu til bráðabirgða fram til 10. júní hið minnsta en þá kemur þing saman. Le Graët hafði verið kosinn til að stýra franska sambandinu út árið 2024. Diallo tekur við í miðjum stormi vegna kvennalandsliðs Frakklands sem er á leið á HM næsta sumar án fyrirliðans Wendie Renard. Hún tilkynnti í síðustu viku að hún myndi ekki spila fyrir franska landsliðið og samkvæmt spænska miðlinum RMC Sport er aðalástæðan landsliðsþjálfarinn Corinne Diacre sem fleiri leikmenn hafa sett sig upp á móti.
Franski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup Sjá meira