Köttur kom í leitirnar eftir níu ár Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 2. mars 2023 08:00 Instagram Eftirfarandi örsaga hefur brætt hugi og hjörtu netverja og er um leið ágætis áminning til gæludýraeigenda um að örmerkja dýrin sín. Frásögnin birtist fyrst á Instagram síðu lögreglunnar í Henrico sýslu í Virginíu nú á dögunum og segir frá því hvernig örmerking leiddi til þess að kötturinn Piper og eigandi hennar voru sameinaðar á ný, heilum níu árum eftir að Piper hvarf. Þann 21. febrúar síðastliðinn barst símtal til dýraverndardeildar lögreglunnar, frá íbúa sem sagði kött hafa gert sig heimkominn á veröndinni hjá sér. Fulltrúi lögreglunnar sótti köttinn og flutti í dýraathvarf. Skannað var eftir örmerki á kisanum og eftir að fulltrúinn hafði haft samband við nokkra dýralækna í nágrenninu og spurst fyrir tókst að lokum að hafa uppi á eigandanum. Eigandi Piper ætlaði varla að trúa því að kisinn væri kominn í leitirnar, enda hafði Piper horfið níu árum áður. Eigandinn hafði fyrir löngu gert ráð fyrir að kisan væri dáin og hafði meira að segja látið breyta skráningunni á örmerkingunni. Piper hafði augljóslega annað í huga og eins og sjá má á myndunum urðu miklir fagnaðarfundir hjá þeim tveimur. „Boðskapur þessarar sögu er sá örmerking hjálpar gæludýrum að komast aftur heim til eigenda sína. Gætið þess að örmerkja gæludýrin ykkar, og gangið úr skugga um að tengiliðaupplýsingarnar stemmi,“ segir jafnframt í færslunni. View this post on Instagram A post shared by Henrico Police (@henricopolice) Gæludýr Bandaríkin Kettir Dýr Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira
Frásögnin birtist fyrst á Instagram síðu lögreglunnar í Henrico sýslu í Virginíu nú á dögunum og segir frá því hvernig örmerking leiddi til þess að kötturinn Piper og eigandi hennar voru sameinaðar á ný, heilum níu árum eftir að Piper hvarf. Þann 21. febrúar síðastliðinn barst símtal til dýraverndardeildar lögreglunnar, frá íbúa sem sagði kött hafa gert sig heimkominn á veröndinni hjá sér. Fulltrúi lögreglunnar sótti köttinn og flutti í dýraathvarf. Skannað var eftir örmerki á kisanum og eftir að fulltrúinn hafði haft samband við nokkra dýralækna í nágrenninu og spurst fyrir tókst að lokum að hafa uppi á eigandanum. Eigandi Piper ætlaði varla að trúa því að kisinn væri kominn í leitirnar, enda hafði Piper horfið níu árum áður. Eigandinn hafði fyrir löngu gert ráð fyrir að kisan væri dáin og hafði meira að segja látið breyta skráningunni á örmerkingunni. Piper hafði augljóslega annað í huga og eins og sjá má á myndunum urðu miklir fagnaðarfundir hjá þeim tveimur. „Boðskapur þessarar sögu er sá örmerking hjálpar gæludýrum að komast aftur heim til eigenda sína. Gætið þess að örmerkja gæludýrin ykkar, og gangið úr skugga um að tengiliðaupplýsingarnar stemmi,“ segir jafnframt í færslunni. View this post on Instagram A post shared by Henrico Police (@henricopolice)
Gæludýr Bandaríkin Kettir Dýr Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira