„Þetta eru verðandi heims- og Ólympíumeistarar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. mars 2023 17:45 Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Vísir/Stöð 2 Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir B-liði Noregs í vináttulandsleik á Ásvöllum í kvöld. Þó að um B-lið Noregs sé að ræða er liðið ekkert lamb að leika sér við og Arnar Pétursson, þjálfari íslenska liðsins, segir að þarna séu framtíðar Ólympíu- og heimsmeistarar. „Þetta er gríðarsterkt lið. Þetta eru verðandi heims- og Ólympíumeistarar ef Þórir [Hergeirsson] heldur áfram á þeirri braut sem hann hefur verið á,“ sagði Arnar í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur fyrir leikinn. „Þetta eru bara þær stelpur sem eru næstar inn hjá Noregi og eru gríðarlega öflugar. Þannig að við erum að fara að mæta hérna alvöru liði.“ UNdirbúningur fyrir mikilvægari leiki Íslenska liðið leikur tvo leiki við það norska á næstu dögum, en leikirnir tveir eru undirbúningur fyrir mikilvæga leiki liðsins gegn Ungverjum í undankeppni HM. „Þetta er vissulega undirbúningur fyrir leikina gegn Ungverjalandi og svo erum við náttúrulega bara alltaf að vinna í því að taka skref fram á við. Við horfum kannski fyrst og fremst á það. Eftir seinasta verkefni vill ég sjá okkur halda áfram að mæta aðeins hærra á völlinn í vörninni og þora að taka bardagana.“ „Það gekk ágætlega í seinasta verkefni, en nú erum við að mæta mun sterkari andstæðingum þannig það verður gaman að sjá hvernig við bregðumst við því. Ég vil sjá okkur halda áfram að keyra upp svipað og við gerðum þá. Þá vorum við hugrakkar og þorðum og gerðum það bara glimrandi vel. Ég vil sjá okkur halda áfram að gera það líka á móti sterkari andstæðingum. Heilt yfir eru þetta allir þættirnir sem við erum að vinna í og reyna að bæta okkur og vonandi gerum við það áfram.“ Klippa: Addi Pé um Noreg Selfyssingur snýr aftur og Selfyssingur stígur sín fyrstu skref Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var tekin inn í landsliðshópinn á nýjan leik, en hún hefur átt frábært tímabil með ÍBV í vetur. „Það er búið að vera frábært að fylgjast með Hönnu síðustu mánuði og hún er búin að vera að stíga og bæta sig jafnt og þétt. Hún var náttúrulega búin að vera í erfiðum meiðslum og á klárlega skilið að vera hérna með okkur.“ Þá er einnig einn nýliði tekinn inn í hópinn, Selfyssingurinn Katla María Magnúsdóttir. „Já ég vona það. Þetta er stelpa sem hefur allt,“ sagði Arnar, aðspurður að því hvort Katla María væri framtíðarstjarna íslenska liðsins. „Það er auðvitað undir henni komið hvernig þetta þróast allt saman, en mér finnst hún bara vera búin að standa sig það vel. Hún er að spila hafsent í vörn og gerið það glimrandi vel. Þorir að taka hæð og þorir að taka bardagan og er efni í hörkuskyttu. Mér fannst þetta gott tækifæri til að taka hana inn núna og kynna hana fyrir því sem við erum að gera. Leyfa henni að komast nær þessu og pressa á hana að halda áfram, vera dugleg og halda áfram að taka þessi skref fram á við. Þá er framtíðin hennar.“ Með nánast sinn sterkasta hóp Þá segist Arnar vera með nánast alla sína helstu og mikilvægustu leikmenn með í leiknum gegn Noregi í kvöld. „Jú, þetta er svona uppistaðan að þessu. Díana [Dögg Magnúsdóttir] er í þessari eldflaugaverkfræði sinni úti í Þýskalandi og er í prófum. Unnur [Ómarsdóttir] er meidd þannig hún gat ekki gefið kost á sér. Lovísa [Thompson] er meidd þannig það eru einhver skörð, en heilt yfir er þetta bara sá hópur sem ég vildi hafa núna og er bara mjög sáttur við það,“ sagði Arnar að lokum. Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
„Þetta er gríðarsterkt lið. Þetta eru verðandi heims- og Ólympíumeistarar ef Þórir [Hergeirsson] heldur áfram á þeirri braut sem hann hefur verið á,“ sagði Arnar í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur fyrir leikinn. „Þetta eru bara þær stelpur sem eru næstar inn hjá Noregi og eru gríðarlega öflugar. Þannig að við erum að fara að mæta hérna alvöru liði.“ UNdirbúningur fyrir mikilvægari leiki Íslenska liðið leikur tvo leiki við það norska á næstu dögum, en leikirnir tveir eru undirbúningur fyrir mikilvæga leiki liðsins gegn Ungverjum í undankeppni HM. „Þetta er vissulega undirbúningur fyrir leikina gegn Ungverjalandi og svo erum við náttúrulega bara alltaf að vinna í því að taka skref fram á við. Við horfum kannski fyrst og fremst á það. Eftir seinasta verkefni vill ég sjá okkur halda áfram að mæta aðeins hærra á völlinn í vörninni og þora að taka bardagana.“ „Það gekk ágætlega í seinasta verkefni, en nú erum við að mæta mun sterkari andstæðingum þannig það verður gaman að sjá hvernig við bregðumst við því. Ég vil sjá okkur halda áfram að keyra upp svipað og við gerðum þá. Þá vorum við hugrakkar og þorðum og gerðum það bara glimrandi vel. Ég vil sjá okkur halda áfram að gera það líka á móti sterkari andstæðingum. Heilt yfir eru þetta allir þættirnir sem við erum að vinna í og reyna að bæta okkur og vonandi gerum við það áfram.“ Klippa: Addi Pé um Noreg Selfyssingur snýr aftur og Selfyssingur stígur sín fyrstu skref Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var tekin inn í landsliðshópinn á nýjan leik, en hún hefur átt frábært tímabil með ÍBV í vetur. „Það er búið að vera frábært að fylgjast með Hönnu síðustu mánuði og hún er búin að vera að stíga og bæta sig jafnt og þétt. Hún var náttúrulega búin að vera í erfiðum meiðslum og á klárlega skilið að vera hérna með okkur.“ Þá er einnig einn nýliði tekinn inn í hópinn, Selfyssingurinn Katla María Magnúsdóttir. „Já ég vona það. Þetta er stelpa sem hefur allt,“ sagði Arnar, aðspurður að því hvort Katla María væri framtíðarstjarna íslenska liðsins. „Það er auðvitað undir henni komið hvernig þetta þróast allt saman, en mér finnst hún bara vera búin að standa sig það vel. Hún er að spila hafsent í vörn og gerið það glimrandi vel. Þorir að taka hæð og þorir að taka bardagan og er efni í hörkuskyttu. Mér fannst þetta gott tækifæri til að taka hana inn núna og kynna hana fyrir því sem við erum að gera. Leyfa henni að komast nær þessu og pressa á hana að halda áfram, vera dugleg og halda áfram að taka þessi skref fram á við. Þá er framtíðin hennar.“ Með nánast sinn sterkasta hóp Þá segist Arnar vera með nánast alla sína helstu og mikilvægustu leikmenn með í leiknum gegn Noregi í kvöld. „Jú, þetta er svona uppistaðan að þessu. Díana [Dögg Magnúsdóttir] er í þessari eldflaugaverkfræði sinni úti í Þýskalandi og er í prófum. Unnur [Ómarsdóttir] er meidd þannig hún gat ekki gefið kost á sér. Lovísa [Thompson] er meidd þannig það eru einhver skörð, en heilt yfir er þetta bara sá hópur sem ég vildi hafa núna og er bara mjög sáttur við það,“ sagði Arnar að lokum.
Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða