Segir að Kompany sé ætlað að stýra Manchester City einn daginn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. mars 2023 17:31 Vincent Kompany mun taka við sem knattspyrnustjóri Manchester City einn daginn. Anthony Devlin/PA Images via Getty Images Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að það sé skrifað í skýin að fyrrverandi fyrirliði liðsins, Vincent Kompany, muni taka við sem knattspyrnustjóri Englandsmeistaranna einn daginn. Kompany er í dag knattspyrnustjóri Burnley þar sem íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson leikur. Burnley og Manchester City mætast einmitt í átta lið úrslitum ensku bikarkeppninnar þann 18. mars næstkomandi. „Hans örlög eru að stýra Manchester City einn daginn. Það er skrifað í skýin,“ sagði Guardiola um sinn fyrrum leikmann. „Fyrr eða síðar mun hann stýra þessu liði. Það mun gerast. Ég veit ekki hvenær, en það mun gerast. Ég finn það á mér,“ bætti Spánverjinn við. Pep Guardiola: “Vincent Kompany will be Man City manager one day, I think it’s written in the stars, it’s gonna happen” 🔵 #MCFC“Sooner or later he will be City manager, I am not sure when. I have not spoken to him but he knows the club. The destiny is there...”. pic.twitter.com/rxTsENWAHK— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 3, 2023 Kompany tók við Burnley í júní á síðasta ári og hefur náð frábærum árangri með liðið. Burnley trónir á toppi ensku B-deildarinnar með tólf stiga forskot og í raun fátt sem getur komið í veg fyrir að liðið tryggi sér sæti í deild þeirra bestu á ný. Undir stjórn Kompany hefur liðið aðeins tapað tveimur deildarleikjum á tímabilinu og er nú komið í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar í fyrsta sinn í tuttugu ár. „Stöðugleikinn sem liðið hefur sýnt er ótrúlegur. Ég er mjög hrifinn af því sem hann hefur gert því B-deildin er erfið vegna þess hversu margir leikir eru á tímabilinu.“ „Þeir eru nálægt því að vinna sér inn sæti í úrvalsdeildinni aftur og ég er mjög ánægður fyrir hans hönd með hversu góðum árangri hann hefur náð,“ sagði Guardiola að lokum. Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Sjá meira
Kompany er í dag knattspyrnustjóri Burnley þar sem íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson leikur. Burnley og Manchester City mætast einmitt í átta lið úrslitum ensku bikarkeppninnar þann 18. mars næstkomandi. „Hans örlög eru að stýra Manchester City einn daginn. Það er skrifað í skýin,“ sagði Guardiola um sinn fyrrum leikmann. „Fyrr eða síðar mun hann stýra þessu liði. Það mun gerast. Ég veit ekki hvenær, en það mun gerast. Ég finn það á mér,“ bætti Spánverjinn við. Pep Guardiola: “Vincent Kompany will be Man City manager one day, I think it’s written in the stars, it’s gonna happen” 🔵 #MCFC“Sooner or later he will be City manager, I am not sure when. I have not spoken to him but he knows the club. The destiny is there...”. pic.twitter.com/rxTsENWAHK— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 3, 2023 Kompany tók við Burnley í júní á síðasta ári og hefur náð frábærum árangri með liðið. Burnley trónir á toppi ensku B-deildarinnar með tólf stiga forskot og í raun fátt sem getur komið í veg fyrir að liðið tryggi sér sæti í deild þeirra bestu á ný. Undir stjórn Kompany hefur liðið aðeins tapað tveimur deildarleikjum á tímabilinu og er nú komið í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar í fyrsta sinn í tuttugu ár. „Stöðugleikinn sem liðið hefur sýnt er ótrúlegur. Ég er mjög hrifinn af því sem hann hefur gert því B-deildin er erfið vegna þess hversu margir leikir eru á tímabilinu.“ „Þeir eru nálægt því að vinna sér inn sæti í úrvalsdeildinni aftur og ég er mjög ánægður fyrir hans hönd með hversu góðum árangri hann hefur náð,“ sagði Guardiola að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Sjá meira