Segir að Kompany sé ætlað að stýra Manchester City einn daginn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. mars 2023 17:31 Vincent Kompany mun taka við sem knattspyrnustjóri Manchester City einn daginn. Anthony Devlin/PA Images via Getty Images Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að það sé skrifað í skýin að fyrrverandi fyrirliði liðsins, Vincent Kompany, muni taka við sem knattspyrnustjóri Englandsmeistaranna einn daginn. Kompany er í dag knattspyrnustjóri Burnley þar sem íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson leikur. Burnley og Manchester City mætast einmitt í átta lið úrslitum ensku bikarkeppninnar þann 18. mars næstkomandi. „Hans örlög eru að stýra Manchester City einn daginn. Það er skrifað í skýin,“ sagði Guardiola um sinn fyrrum leikmann. „Fyrr eða síðar mun hann stýra þessu liði. Það mun gerast. Ég veit ekki hvenær, en það mun gerast. Ég finn það á mér,“ bætti Spánverjinn við. Pep Guardiola: “Vincent Kompany will be Man City manager one day, I think it’s written in the stars, it’s gonna happen” 🔵 #MCFC“Sooner or later he will be City manager, I am not sure when. I have not spoken to him but he knows the club. The destiny is there...”. pic.twitter.com/rxTsENWAHK— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 3, 2023 Kompany tók við Burnley í júní á síðasta ári og hefur náð frábærum árangri með liðið. Burnley trónir á toppi ensku B-deildarinnar með tólf stiga forskot og í raun fátt sem getur komið í veg fyrir að liðið tryggi sér sæti í deild þeirra bestu á ný. Undir stjórn Kompany hefur liðið aðeins tapað tveimur deildarleikjum á tímabilinu og er nú komið í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar í fyrsta sinn í tuttugu ár. „Stöðugleikinn sem liðið hefur sýnt er ótrúlegur. Ég er mjög hrifinn af því sem hann hefur gert því B-deildin er erfið vegna þess hversu margir leikir eru á tímabilinu.“ „Þeir eru nálægt því að vinna sér inn sæti í úrvalsdeildinni aftur og ég er mjög ánægður fyrir hans hönd með hversu góðum árangri hann hefur náð,“ sagði Guardiola að lokum. Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira
Kompany er í dag knattspyrnustjóri Burnley þar sem íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson leikur. Burnley og Manchester City mætast einmitt í átta lið úrslitum ensku bikarkeppninnar þann 18. mars næstkomandi. „Hans örlög eru að stýra Manchester City einn daginn. Það er skrifað í skýin,“ sagði Guardiola um sinn fyrrum leikmann. „Fyrr eða síðar mun hann stýra þessu liði. Það mun gerast. Ég veit ekki hvenær, en það mun gerast. Ég finn það á mér,“ bætti Spánverjinn við. Pep Guardiola: “Vincent Kompany will be Man City manager one day, I think it’s written in the stars, it’s gonna happen” 🔵 #MCFC“Sooner or later he will be City manager, I am not sure when. I have not spoken to him but he knows the club. The destiny is there...”. pic.twitter.com/rxTsENWAHK— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 3, 2023 Kompany tók við Burnley í júní á síðasta ári og hefur náð frábærum árangri með liðið. Burnley trónir á toppi ensku B-deildarinnar með tólf stiga forskot og í raun fátt sem getur komið í veg fyrir að liðið tryggi sér sæti í deild þeirra bestu á ný. Undir stjórn Kompany hefur liðið aðeins tapað tveimur deildarleikjum á tímabilinu og er nú komið í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar í fyrsta sinn í tuttugu ár. „Stöðugleikinn sem liðið hefur sýnt er ótrúlegur. Ég er mjög hrifinn af því sem hann hefur gert því B-deildin er erfið vegna þess hversu margir leikir eru á tímabilinu.“ „Þeir eru nálægt því að vinna sér inn sæti í úrvalsdeildinni aftur og ég er mjög ánægður fyrir hans hönd með hversu góðum árangri hann hefur náð,“ sagði Guardiola að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira