Katrín Tanja skiptir bókstaflega um lit á nýju ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2023 08:20 Katrín Tanja Davíðsdóttir ætlar að breyta mörgum hlutum hjá sér á nýju ári. Instagram/@katrintanja Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir missti af heimsleikunum í fyrra þeim fyrstu í átta ár. Katrín hefur breytt miklu síðan þá. Katrín Tanja var flutt heim til Íslands í fyrra og æfði með Anníe Mist Þórisdóttur í CrossFit Reykjavík fyrir síðasta tímabil. Nú er Katrín flutt aftur til Bandaríkjanna en ekki á Austuströndina þar sem hún æfði í mörg ár undir stjórn Ben Bergeron hjá CrossFit New England. Katrín Tanja er í staðinn komin alla leið til Idaho fylkis í norðvesturhluta Bandaríkjanna. Katrín Tanja hefur ekki aðeins breytt um heimili frá því á síðasta tímabili heldur hefur hún einnig sótt um bandarískt ríkisfang og keppir á þessum heimsleikum undir fána Bandaríkjanna en ekki þeim íslenska. Katrín hætti þó ekki þar því hún ákvað að breyta líka um útlit. Katrín frumsýndi nýja háralitinn á dögunum. Það mun taka smá tíma að venjast dökkhærðri Katrínu Tönju. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Með þessu útspili er enginn vafi lengur að við munum sjá splunkunýja Katrínu Tönju á árinu 2023. Hvað það skilar henni árangurslega verður spennandi að sjá. Það er þekkt þegar Katrín kom gríðarlega sterk til baka eftir að hafa misst af heimsleikunum árið 2014. Katrín kom til baka á næsta ári og varð heimsmeistari. Hún varði síðan heimsmeistaratitilinn árið eftir. Katrín endaði í tíunda sæti á heimsleikunum 2021 en hafði þar áður verið á topp fimm á sex heimsleikum í röð. Opni hluti undankeppninnar er nú að klárast og framundan eru átta manna úrslitin þar sem keppendur reyna að tryggja sér sæti inn á undanúrslitamótinu. Katrín, sparar sér langa ferð til Evrópu með því að keppa undir merkjum Bandaríkjanna og keppir því í undanúrslitamóti í Norður-Ameríku komist hún þangað. CrossFit Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Sjá meira
Katrín Tanja var flutt heim til Íslands í fyrra og æfði með Anníe Mist Þórisdóttur í CrossFit Reykjavík fyrir síðasta tímabil. Nú er Katrín flutt aftur til Bandaríkjanna en ekki á Austuströndina þar sem hún æfði í mörg ár undir stjórn Ben Bergeron hjá CrossFit New England. Katrín Tanja er í staðinn komin alla leið til Idaho fylkis í norðvesturhluta Bandaríkjanna. Katrín Tanja hefur ekki aðeins breytt um heimili frá því á síðasta tímabili heldur hefur hún einnig sótt um bandarískt ríkisfang og keppir á þessum heimsleikum undir fána Bandaríkjanna en ekki þeim íslenska. Katrín hætti þó ekki þar því hún ákvað að breyta líka um útlit. Katrín frumsýndi nýja háralitinn á dögunum. Það mun taka smá tíma að venjast dökkhærðri Katrínu Tönju. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Með þessu útspili er enginn vafi lengur að við munum sjá splunkunýja Katrínu Tönju á árinu 2023. Hvað það skilar henni árangurslega verður spennandi að sjá. Það er þekkt þegar Katrín kom gríðarlega sterk til baka eftir að hafa misst af heimsleikunum árið 2014. Katrín kom til baka á næsta ári og varð heimsmeistari. Hún varði síðan heimsmeistaratitilinn árið eftir. Katrín endaði í tíunda sæti á heimsleikunum 2021 en hafði þar áður verið á topp fimm á sex heimsleikum í röð. Opni hluti undankeppninnar er nú að klárast og framundan eru átta manna úrslitin þar sem keppendur reyna að tryggja sér sæti inn á undanúrslitamótinu. Katrín, sparar sér langa ferð til Evrópu með því að keppa undir merkjum Bandaríkjanna og keppir því í undanúrslitamóti í Norður-Ameríku komist hún þangað.
CrossFit Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Sjá meira