Þórir hrifinn af íslenska liðinu og segir möguleikana gegn Ungverjum ágæta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2023 13:31 Íslenska landsliðið hefur ekki komist á HM síðan 2011. vísir/hulda margrét Þórir Hergeirsson telur Íslendinga eiga ágætis möguleika gegn Ungverjum í umspili um sæti á HM á þessu ári. B-landslið Noregs í handbolta kvenna kom hingað til lands í síðustu viku og lék tvo leiki gegn A-landsliði Íslands á Ásvöllum. Liðin skiptu sigrunum á milli sín. Ísland vann leik liðanna á fimmtudaginn, 31-26, en Noregur svaraði fyrir sig með endurkomusigri á laugardaginn, 26-29. Leikirnir voru hluti af undirbúningi Íslands fyrir leikina gegn Ungverjalandi í umspili um sæti á HM í næsta mánuði. Þórir segir að Íslendingar séu sannarlega ekki sigurstranglegri aðilinn en möguleikinn sé til staðar. „Þær eru hundrað prósent lítilmagnarinn og það getur verið mjög gott. En það er mjög góður strúktúr í þessu hjá þeim, þau eru að taka ný skref og það eru leikmenn sem eru í framför. Þetta er að tosast í rétta átt,“ sagði Þórir. „Á toppdegi er hægt að stríða þessu ungverska liði en yfir tvo leiki getur það verið erfitt. En það er góður möguleiki á að ná góðum úrslitum gegn þeim ef allt gengur upp. Ef íslenski eldmóðurinn er með alla leið“ Þórir segir að ungverska liðið sé sterkt en búi ekki yfir mikilli reynslu. „Það er ungt og efnilegt. Það er búið að skipta út mörgum reynslumiklum leikmönnum en það er með margar góðar handboltastelpur. Þær fá alltaf upp hæfileikaríka leikmenn,“ sagði Þórir að endingu. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
B-landslið Noregs í handbolta kvenna kom hingað til lands í síðustu viku og lék tvo leiki gegn A-landsliði Íslands á Ásvöllum. Liðin skiptu sigrunum á milli sín. Ísland vann leik liðanna á fimmtudaginn, 31-26, en Noregur svaraði fyrir sig með endurkomusigri á laugardaginn, 26-29. Leikirnir voru hluti af undirbúningi Íslands fyrir leikina gegn Ungverjalandi í umspili um sæti á HM í næsta mánuði. Þórir segir að Íslendingar séu sannarlega ekki sigurstranglegri aðilinn en möguleikinn sé til staðar. „Þær eru hundrað prósent lítilmagnarinn og það getur verið mjög gott. En það er mjög góður strúktúr í þessu hjá þeim, þau eru að taka ný skref og það eru leikmenn sem eru í framför. Þetta er að tosast í rétta átt,“ sagði Þórir. „Á toppdegi er hægt að stríða þessu ungverska liði en yfir tvo leiki getur það verið erfitt. En það er góður möguleiki á að ná góðum úrslitum gegn þeim ef allt gengur upp. Ef íslenski eldmóðurinn er með alla leið“ Þórir segir að ungverska liðið sé sterkt en búi ekki yfir mikilli reynslu. „Það er ungt og efnilegt. Það er búið að skipta út mörgum reynslumiklum leikmönnum en það er með margar góðar handboltastelpur. Þær fá alltaf upp hæfileikaríka leikmenn,“ sagði Þórir að endingu.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða