Fá bara eina æfingu fyrir leik en búa að góðu skipulagi og beittu vopnabúri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. mars 2023 10:01 Gunnar Magnússon stýrir íslenska karlalandsliðinu í síðustu fjórum leikjum þess í undankeppni EM 2024. vísir/vilhelm Gunnar Magnússon, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir engan tíma til að innleiða einhverjar nýjungar fyrir leikinn gegn Tékklandi enda aðeins ein æfing í boði. Íslenska liðið kom saman í Brno í Tékklandi á mánudagskvöldið, æfði í gær og mætir svo heimamönnum í kvöld í undankeppni EM 2024. „Hingað til hefur þetta gengið vel og við þurfum að nýta tímann vel til undirbúa okkur,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi í gær. „Þetta er bara ein æfing og tveir fundir þannig þetta er mjög snarpur undirbúningur. Engu að síður spiluðum við marga leiki í janúar og búum að því,“ bætti Gunnar við og vísaði þar til heimsmeistaramótsins í Svíþjóð og Póllandi. Sníða vörnina eftir andstæðingnum Gunnar segir að íslenska liðið fari eftir svipaðri uppskrift og undanfarin ár enda ekki tími til að bæta nýjum hráefnum við aðalréttinn. „Eins og alltaf sníðum við vörnina eftir andstæðing og það höfum við alltaf gert. Hvað sóknarleikinn varðar höfum við okkar leikkerfi og vopnabúr. Það er bara að negla hvað við ætlum að spila á þá og hvar þeir eru veikastir fyrir. Við búum að því að vera með gott vopnabúr og gott skipulag sem við getum notað. Það er enginn tími til að breyta einhverju enda var það ekki planið. Dagurinn fór bara í upprifjun,“ sagði Gunnar. Aron Pálmarsson er fyrirliði íslenska liðsins.vísir/vilhelm Fyrir utan smá óvissu með Viggó Kristjánsson eru allir leikmenn Íslands klárir í viðureignina á morgun. „Allir aðrir eru í fínu standi og það er hugur í strákunum og þeir eru tilbúnir í slaginn,“ sagði Gunnar. Sterk vörn og öflugar skyttur Þrátt fyrir að tékkneska liðið hafi ekki verið með á HM í janúar er ýmislegt í það spunnið að sögn Gunnars. „Þeir eru með góðan markvörð og góða 6-0 vörn. Þeir eru líka með öflugar skyttur. Þeir hafa spilað vel á heimavelli og höllin hérna er mikil gryfja,“ sagði Gunnar. Ætla að vinna riðilinn En hvað yrði Gunnar sáttur með mörg stig út úr leikjunum tveimur gegn Tékklandi? „Við förum í leikinn á morgun (í dag) til að vinna. Það skiptir miklu máli hvernig við spilum. Við teljum að við þurfum að ná góðri frammistöðu og ef það gerist eigum við mjög góða möguleika á að vinna leikinn,“ sagði Gunnar. Fáir handboltamenn í heiminum eru heitari um þessar mundir en Óðinn Þór Ríkharðsson.vísir/vilhlem „Við erum meðvitaðir um að þetta eru tveir leikir og hvert mark telur og við þurfum að vera með betri innbyrðis árangur gegn þeim til að vinna riðilinn og við ætlum að gera það.“ EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Íslenska liðið kom saman í Brno í Tékklandi á mánudagskvöldið, æfði í gær og mætir svo heimamönnum í kvöld í undankeppni EM 2024. „Hingað til hefur þetta gengið vel og við þurfum að nýta tímann vel til undirbúa okkur,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi í gær. „Þetta er bara ein æfing og tveir fundir þannig þetta er mjög snarpur undirbúningur. Engu að síður spiluðum við marga leiki í janúar og búum að því,“ bætti Gunnar við og vísaði þar til heimsmeistaramótsins í Svíþjóð og Póllandi. Sníða vörnina eftir andstæðingnum Gunnar segir að íslenska liðið fari eftir svipaðri uppskrift og undanfarin ár enda ekki tími til að bæta nýjum hráefnum við aðalréttinn. „Eins og alltaf sníðum við vörnina eftir andstæðing og það höfum við alltaf gert. Hvað sóknarleikinn varðar höfum við okkar leikkerfi og vopnabúr. Það er bara að negla hvað við ætlum að spila á þá og hvar þeir eru veikastir fyrir. Við búum að því að vera með gott vopnabúr og gott skipulag sem við getum notað. Það er enginn tími til að breyta einhverju enda var það ekki planið. Dagurinn fór bara í upprifjun,“ sagði Gunnar. Aron Pálmarsson er fyrirliði íslenska liðsins.vísir/vilhelm Fyrir utan smá óvissu með Viggó Kristjánsson eru allir leikmenn Íslands klárir í viðureignina á morgun. „Allir aðrir eru í fínu standi og það er hugur í strákunum og þeir eru tilbúnir í slaginn,“ sagði Gunnar. Sterk vörn og öflugar skyttur Þrátt fyrir að tékkneska liðið hafi ekki verið með á HM í janúar er ýmislegt í það spunnið að sögn Gunnars. „Þeir eru með góðan markvörð og góða 6-0 vörn. Þeir eru líka með öflugar skyttur. Þeir hafa spilað vel á heimavelli og höllin hérna er mikil gryfja,“ sagði Gunnar. Ætla að vinna riðilinn En hvað yrði Gunnar sáttur með mörg stig út úr leikjunum tveimur gegn Tékklandi? „Við förum í leikinn á morgun (í dag) til að vinna. Það skiptir miklu máli hvernig við spilum. Við teljum að við þurfum að ná góðri frammistöðu og ef það gerist eigum við mjög góða möguleika á að vinna leikinn,“ sagði Gunnar. Fáir handboltamenn í heiminum eru heitari um þessar mundir en Óðinn Þór Ríkharðsson.vísir/vilhlem „Við erum meðvitaðir um að þetta eru tveir leikir og hvert mark telur og við þurfum að vera með betri innbyrðis árangur gegn þeim til að vinna riðilinn og við ætlum að gera það.“
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira