Vill ekki að líf sitt snúist um deiluna við Musk Máni Snær Þorláksson skrifar 9. mars 2023 10:02 Haraldur Þorleifsson segir að lífið sé of stutt fyrir neikvæðni. Vísir/Vilhelm Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, segir að von sé á tilkynningu frá sér í dag. Hann segir að tilkynningin tengist ekki ritdeilunni við Elon Musk, eiganda Twitter. „Ég er að tilkynna eitt á morgun,“ segir Haraldur í færslu sem hann birti á Twitter í nótt. „Þetta hefur ekkert að gera með nokkuð sem hefur gerst á síðustu dögum,“ segir hann svo og er þá að vísa til ritdeilunnar við Musk. Ritdeilan hófst í kjölfar þess sem Musk svaraði spurningum Haraldar á Twitter um hvort hann væri ennþá starfsmaður Twitter. Rúmri viku fyrr hafði vinnutölvu Haraldar verið læst en hann vantaði staðfestingu á því hvort honum hefði verið sagt upp eða ekki. Deilunni lauk svo með því að Musk bað Harald afsökunar og sagði að hann væri að íhuga að hefja aftur störf hjá Twitter. „Þetta er eitthvað sem ég er búinn að vera vinna að í langan tíma og ég er stoltur af þessu en líka feiminn með þetta.“ Ætlar ekki að láta lífið snúast um ritdeiluna Haraldur tjáir sig þá um ritdeiluna við Musk. Hann segist ekki vilja að lífið sitt snúist bara um hana þar sem hún sé ekki svo áhugaverð. „Það að vera aðalpersóna á Twitter er áhugavert en það þýðir líka að ég er núna með fullt af nýjum fylgjendum sem þekkja mig bara út frá þessu. En þetta er ekki það sem ég vill að lífið mitt snúist um og þetta er í alvörunni ekki það áhugavert.“ Hann varar fylgjendur sína við að hann ætli ekki bara að tala alltaf um ritdeiluna. „Það er svo mikið af öðrum skemmtilegum hlutum og lífið er of stutt til að eyða því í neikvæðni.“ Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Elon Musk hafi stigið í taktíska gildru Haraldar Almannatengill og æskuvinur Haraldar Þorleifssonar, stofnanda Ueno og fyrrum starfsmanns Twitter, segir að Elon Musk, eigandi Twitter, hafi gengið í gildru með því að svara færslum Haraldar. 7. mars 2023 17:13 Minnir á skákeinvígi Fischers og Spaskís: „Haraldur vann Musk með einum fingri“ Ritdeilur Elon Musk og Haraldar Þorleifssonar minna einna helst á skákeinvígi Fischers og Spaskís að sögn ráðgjafa sem segir Harald hafa unnið næst ríkasta mann heims með einum fingri í gær. 8. mars 2023 21:00 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
„Ég er að tilkynna eitt á morgun,“ segir Haraldur í færslu sem hann birti á Twitter í nótt. „Þetta hefur ekkert að gera með nokkuð sem hefur gerst á síðustu dögum,“ segir hann svo og er þá að vísa til ritdeilunnar við Musk. Ritdeilan hófst í kjölfar þess sem Musk svaraði spurningum Haraldar á Twitter um hvort hann væri ennþá starfsmaður Twitter. Rúmri viku fyrr hafði vinnutölvu Haraldar verið læst en hann vantaði staðfestingu á því hvort honum hefði verið sagt upp eða ekki. Deilunni lauk svo með því að Musk bað Harald afsökunar og sagði að hann væri að íhuga að hefja aftur störf hjá Twitter. „Þetta er eitthvað sem ég er búinn að vera vinna að í langan tíma og ég er stoltur af þessu en líka feiminn með þetta.“ Ætlar ekki að láta lífið snúast um ritdeiluna Haraldur tjáir sig þá um ritdeiluna við Musk. Hann segist ekki vilja að lífið sitt snúist bara um hana þar sem hún sé ekki svo áhugaverð. „Það að vera aðalpersóna á Twitter er áhugavert en það þýðir líka að ég er núna með fullt af nýjum fylgjendum sem þekkja mig bara út frá þessu. En þetta er ekki það sem ég vill að lífið mitt snúist um og þetta er í alvörunni ekki það áhugavert.“ Hann varar fylgjendur sína við að hann ætli ekki bara að tala alltaf um ritdeiluna. „Það er svo mikið af öðrum skemmtilegum hlutum og lífið er of stutt til að eyða því í neikvæðni.“
Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Elon Musk hafi stigið í taktíska gildru Haraldar Almannatengill og æskuvinur Haraldar Þorleifssonar, stofnanda Ueno og fyrrum starfsmanns Twitter, segir að Elon Musk, eigandi Twitter, hafi gengið í gildru með því að svara færslum Haraldar. 7. mars 2023 17:13 Minnir á skákeinvígi Fischers og Spaskís: „Haraldur vann Musk með einum fingri“ Ritdeilur Elon Musk og Haraldar Þorleifssonar minna einna helst á skákeinvígi Fischers og Spaskís að sögn ráðgjafa sem segir Harald hafa unnið næst ríkasta mann heims með einum fingri í gær. 8. mars 2023 21:00 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Elon Musk hafi stigið í taktíska gildru Haraldar Almannatengill og æskuvinur Haraldar Þorleifssonar, stofnanda Ueno og fyrrum starfsmanns Twitter, segir að Elon Musk, eigandi Twitter, hafi gengið í gildru með því að svara færslum Haraldar. 7. mars 2023 17:13
Minnir á skákeinvígi Fischers og Spaskís: „Haraldur vann Musk með einum fingri“ Ritdeilur Elon Musk og Haraldar Þorleifssonar minna einna helst á skákeinvígi Fischers og Spaskís að sögn ráðgjafa sem segir Harald hafa unnið næst ríkasta mann heims með einum fingri í gær. 8. mars 2023 21:00