Neytendur

Við­skipta­vinir Sjó­vár fengu ó­vænta reikninga vegna tjóna frá 2020

Atli Ísleifsson skrifar
Höfuðstöðvar Sjóvár í Kringlunni.
Höfuðstöðvar Sjóvár í Kringlunni. Vísir/Vilhelm

Um fimmtíu viðskiptavinir tryggingafélagsins Sjóvár hafa á síðustu dögum fengið óvænta reikninga vegna innheimtu á eigin áhættu vegna tjóna frá árinu 2020. Talsmaður tryggingafélagsins segir að um viss mistök hafi verið að ræða – seinagang við innheimtu – og að kröfurnar verði ýmist felldar niður, endurgreiddar eða málin leyst á annan hátt.

Þetta kemur fram í svari frá Jóhanns Þórssonar, markaðsstjóra Sjóvár, við fyrirspurn fréttastofu eftir að ábendingar höfðu borist fréttastofu um kröfurnar.

Jóhann segir að raun virðist sem þessar kröfur séu réttmætar – að um tjón hafi verið að ræða sem Sjóvá greiddi á sínum tíma en eigin áhættan var ekki rukkuð á þeim tíma.

„Í gær tóku einhverjir eftir því að þessar kröfur fóru út en vegna þess hve langt er liðið var ákvörðunin sú að fella þetta bara niður. Við viljum ekki að upplifun viðskiptavina okkar sé annað en góð og finnst þetta hið leiðinlegasta mál.

Í heild voru þetta eitthvað í kringum fimmtíu viðskiptavinir sem fengu kröfu. Mistökin okkar megin eru sem sagt bara þessi leiðinlegi seinagangur í að innheimta eigin áhættu. En þetta verður fellt niður, endurgreitt eða leyst á annan hátt,“ segir Jóhann.

Hann segir að starfsmenn tryggingafélagsins eru þegar byrjaðir að hafa samband við umrædda viðskiptavini til að leysa úr málunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×