Ten Hag: Við getum endurstillt okkur og komið til baka Smári Jökull Jónsson skrifar 10. mars 2023 07:01 Erik Ten Hag og David De Gea ganga af velli eftir sigur United í gær. Vísir/Getty Erik Ten Hag var mjög ánægður með frammistöðu Manchester United í sigri liðsins á Real Betis í gær. United er í góðri stöðu fyrir síðari leik liðanna í Evrópudeildinni í næstu viku. „Mér fannst við spila vel í báðum hálfleikjum. Eftir fyrri hálfleikinn fannst mér við eiga að vera 3-0 yfir, staðan var 1-1 og við gerðum ein mistök sem okkur var refsað fyrir en mér fannst við spila vel og sérstaklega í seinni hálfleik,“sagði Ten Hag í viðtali við BT Sport eftir leik. Hann hrósaði stuðningsmönnum United eftir leik í kvöld en mikil óánægja var í þeirra röðum eftir 7-0 tapið gegn Liverpool. „Við skoruðum góð mörk, unnum 4-1 og gáfum eitthvað til stuðningsmannanna. Þeir studdu okkur og stóðu við bakið á okkur sem ég er mjög þakklátur fyrir eftir leikinn á sunnudag,“ en United þurfti að svara vel eftir tapið stóra gegn Liverpool um síðustu helgi. Ten Hag sagði að liðið hefði sýnt gott viðhorf frá upphafi leiksins í gær. „Við vorum góðir með boltann, fundum menn á miðjunni og skiptum vel á milli kanta og hlupum vel á bakvið vörnina. Við sköpuðum mörg færi og erum ánægðir í dag.“ Eftir að United hafði byrjað leikinn af krafti náði Real Betis að jafna fyrir hlé. Ten Hag sagði að þetta væri svo sannarlega ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist á tímabilinu. „Maður þarf að sjá hvernig liðið bregst við mótlæti. Þetta er ekki í fyrsta skipti á þessu tímabili sem þetta gerist, þetta hefur gerst í fimm eða sex skipti. Við getum endurstillt okkur og komið til baka. Liðið er með karakter og ég verð að hrósa þeim.“ Bruno Fernandes fagnar marki sínu í gærkvöldi.Vísir/Getty Bruno Fernandes fékk mikla gagnrýni fyrir hegðun sína í leiknum gegn Liverpool og höfðu heyrst raddir sem hvöttu Ten Hag til að svipta hann fyrirliðabandinu en hann er fyrirliði liðsins þegar Harry Maguire situr á bekknum. Fernandes skoraði í kvöld og fagnaði innilega. „Fyrir framherja er það mikilvægt, hann komst nálægt því að skora í mörg skipti og skapaði færi fyrir aðra. Hann náði markinu og átti það skilið. Mér fannst hann frábær í dag og leiddi liðið áfram með góðum leik. Hann stjórnaði leiknum, skoraði mark og ég er mjög ánægður.“ „Mér fannst varamennirnir koma vel inn. Aaron Wan Bissaka, Jadon Sancho og við sáum að þegar síðustu varmennirnir komu inn þá skoruðum við fjórða markið,“ sagði Ten Hag að lokum. Evrópudeild UEFA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
„Mér fannst við spila vel í báðum hálfleikjum. Eftir fyrri hálfleikinn fannst mér við eiga að vera 3-0 yfir, staðan var 1-1 og við gerðum ein mistök sem okkur var refsað fyrir en mér fannst við spila vel og sérstaklega í seinni hálfleik,“sagði Ten Hag í viðtali við BT Sport eftir leik. Hann hrósaði stuðningsmönnum United eftir leik í kvöld en mikil óánægja var í þeirra röðum eftir 7-0 tapið gegn Liverpool. „Við skoruðum góð mörk, unnum 4-1 og gáfum eitthvað til stuðningsmannanna. Þeir studdu okkur og stóðu við bakið á okkur sem ég er mjög þakklátur fyrir eftir leikinn á sunnudag,“ en United þurfti að svara vel eftir tapið stóra gegn Liverpool um síðustu helgi. Ten Hag sagði að liðið hefði sýnt gott viðhorf frá upphafi leiksins í gær. „Við vorum góðir með boltann, fundum menn á miðjunni og skiptum vel á milli kanta og hlupum vel á bakvið vörnina. Við sköpuðum mörg færi og erum ánægðir í dag.“ Eftir að United hafði byrjað leikinn af krafti náði Real Betis að jafna fyrir hlé. Ten Hag sagði að þetta væri svo sannarlega ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist á tímabilinu. „Maður þarf að sjá hvernig liðið bregst við mótlæti. Þetta er ekki í fyrsta skipti á þessu tímabili sem þetta gerist, þetta hefur gerst í fimm eða sex skipti. Við getum endurstillt okkur og komið til baka. Liðið er með karakter og ég verð að hrósa þeim.“ Bruno Fernandes fagnar marki sínu í gærkvöldi.Vísir/Getty Bruno Fernandes fékk mikla gagnrýni fyrir hegðun sína í leiknum gegn Liverpool og höfðu heyrst raddir sem hvöttu Ten Hag til að svipta hann fyrirliðabandinu en hann er fyrirliði liðsins þegar Harry Maguire situr á bekknum. Fernandes skoraði í kvöld og fagnaði innilega. „Fyrir framherja er það mikilvægt, hann komst nálægt því að skora í mörg skipti og skapaði færi fyrir aðra. Hann náði markinu og átti það skilið. Mér fannst hann frábær í dag og leiddi liðið áfram með góðum leik. Hann stjórnaði leiknum, skoraði mark og ég er mjög ánægður.“ „Mér fannst varamennirnir koma vel inn. Aaron Wan Bissaka, Jadon Sancho og við sáum að þegar síðustu varmennirnir komu inn þá skoruðum við fjórða markið,“ sagði Ten Hag að lokum.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti