Björgvin Páll skammar fjölmiðla: „Stærstu miðlarnir farnir að éta upp drasl frá fjölskyldumeðlimum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 12. mars 2023 13:31 Björgvin Páll kallar eftir standard í umfjöllun fjölmiðla um landsliðið. Vísir/Vilhelm Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins í handknattleik, tekur íslenska fjölmiðlamenn á teppið í færslu á Facebook. Hann kallar eftir „standard“ í umfjöllun fjölmiðla. Björgvin Páll skrifar langa færslu á Facebooksíðu sína í dag þar sem hann gagnrýnir fjölmiðla harðlega fyrir umfjöllun sína um landsliðið. Landsliðið hefur verið í brennidepli eftir vonbrigðin á heimsmeistaramótinu í upphafi árs og fékk mikla gagnrýni eftir tapið gegn Tékkum á miðvikudagskvöldið. Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari fyrir skömmu en hann var sömuleiðis gagnrýndur eftir heimsmeistaramótið og í kjölfarið var rætt um að Guðmundur hefði verið búinn að missa klefann, að í landsliðshópnum væru skemmd epli og að úr búningsklefanum væru að berast upplýsingar til fjölmiðla. Í færslu Björgvins Páls kallar hann eftir standard í umfjöllun um landsliðið og hann segir að fjölmiðlar séu farnir að éta upp drasl frá fjölskyldumeðlimum leikmanna. „Ef standardinn okkar í fyrri leiknum gegn Tékklandi var lítill þá veit ég ekki hvaða orð er hægt að nota um standardinn sem kominn er á okkar fjölmiðla þegar kemur að umfjöllun. Stærstu og virtustu miðlarnir okkar eru farnir að éta upp allskonar drasl frá fjölskyldumeðlimum leikmanna, mönnum sem hafa varla spilað leikinn eða einstaklingum sem hafa hreinlega ekki nægilega þekkingu á íþróttinni til þess að geta tjáð sig um það sem fram fer.“ „Ný dönsk orðaði þetta ágætlega í laginu sýnu – Lærðu að ljúga : „Ef þú trúir því að þú vitir allt, að þá veistu ekki neitt,“ skrifar Björgvin en hann segir bull og ringulreiðina í fjölmiðlum vera vanvirðingu við þá stétt fréttamanna sem hafa það að atvinnu að fjalla um íþróttir. „Ég skora hér með á okkar stærstu fjölmiðla að sýna standard í sinni umfjöllun. Það er enginn að tala um að það megi ekki gagnrýna. Höfum það bara á faglegum nótum og laust við stæla og almenn leiðindi.“ Björgvin Páll verður í marki Íslands í leiknum gegn Tékkum í dag en leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi frá klukkan 15:00. Alla færslu Björgvins Páls má lesa hér fyrir neðan. Valsmafían, fyrirliðinn enginn leiðtogi, skemmd epli, leikmenn að moka undan þjálfara, landsliðsmenn að biðja vini að senda “fjölmiðlamanni“ skilaboð, vantar íslenska hjartað, klefinn lekur, skítadreifarar, leikmenn eiga skammast sín og ég veit ekki hvað... Ef að standardinn okkar í fyrri leiknum gegn Tékklandi var lítill þá veit ég ekki hvaða orð er hægt að nota um standardinn sem kominn er á okkar fjölmiðla þegar kemur að umfjöllun. Stærstu og virtustu miðlarnir okkar eru farnir að éta upp allskonar drasl frá fjölskyldumeðlimum leikmanna, mönnum sem hafa varla spilað leikinn eða einstaklingum sem hafa hreinlega ekki nægilega þekkingu á íþróttinni til þess að geta tjáð sig um það sem fram fer. Ný dönsk orðaði þetta ágætlega í laginu sýnu – Lærðu að ljúga : „Ef þú trúir því að þú vitir allt, að þá veistu ekki neitt“. Leyfum Twitter að vera Twitter, leyfum sófaséfræðingum að vera sófasérfræðingar og leyfum fréttamönnum að vera fréttamenn. Þetta bull og þessi ringulreið í fjölmiðlum er einnig vanvirðing við þá stétt fréttamanna sem hafa það að atvinnu að fjalla um íþróttir. Hættum að eltast einungis við “smelli“, förum að bera virðingu fyrir íþróttafólkinu okkar og berum virðingu fyrir þeim fyrirmyndum sem að við erum að reyna byggja upp með íþróttum. Það að spila fyrir landsliðið er ekki atvinna okkar og við erum að þessu því að okkur langar það... fyrir liðið, fyrir þjóðina, fyrir fólkið okkar... Ég skora hér með á okkar stærstu fjölmiðla að sýna standard í sinni umfjöllun. Það er enginn að tala um að það megi ekki gagrýna. Höfum það bara á faglegum nótum og laust við stæla og almenn leiðindi. Èg er þakklátur fyrir að fá að vera hluti af þessum hópi! Hópur með frábæran fyrirliða og leiðtoga, unga stráka sem hafa unnið sér það inn að spila fyrir Ísland án þess að hafa þurft á “mafíu“ að halda til að komast í liðið, lið með risastórt íslenskt hjarta og lið sem er með einn sterkasta klefa sem ég hef setið í. Hlakka til að sjá Höllina fulla á eftir og finna fyrir öskrunum í gegnum sjónvarpið! Áfram Ísland! Landslið karla í handbolta Fjölmiðlar Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
Björgvin Páll skrifar langa færslu á Facebooksíðu sína í dag þar sem hann gagnrýnir fjölmiðla harðlega fyrir umfjöllun sína um landsliðið. Landsliðið hefur verið í brennidepli eftir vonbrigðin á heimsmeistaramótinu í upphafi árs og fékk mikla gagnrýni eftir tapið gegn Tékkum á miðvikudagskvöldið. Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari fyrir skömmu en hann var sömuleiðis gagnrýndur eftir heimsmeistaramótið og í kjölfarið var rætt um að Guðmundur hefði verið búinn að missa klefann, að í landsliðshópnum væru skemmd epli og að úr búningsklefanum væru að berast upplýsingar til fjölmiðla. Í færslu Björgvins Páls kallar hann eftir standard í umfjöllun um landsliðið og hann segir að fjölmiðlar séu farnir að éta upp drasl frá fjölskyldumeðlimum leikmanna. „Ef standardinn okkar í fyrri leiknum gegn Tékklandi var lítill þá veit ég ekki hvaða orð er hægt að nota um standardinn sem kominn er á okkar fjölmiðla þegar kemur að umfjöllun. Stærstu og virtustu miðlarnir okkar eru farnir að éta upp allskonar drasl frá fjölskyldumeðlimum leikmanna, mönnum sem hafa varla spilað leikinn eða einstaklingum sem hafa hreinlega ekki nægilega þekkingu á íþróttinni til þess að geta tjáð sig um það sem fram fer.“ „Ný dönsk orðaði þetta ágætlega í laginu sýnu – Lærðu að ljúga : „Ef þú trúir því að þú vitir allt, að þá veistu ekki neitt,“ skrifar Björgvin en hann segir bull og ringulreiðina í fjölmiðlum vera vanvirðingu við þá stétt fréttamanna sem hafa það að atvinnu að fjalla um íþróttir. „Ég skora hér með á okkar stærstu fjölmiðla að sýna standard í sinni umfjöllun. Það er enginn að tala um að það megi ekki gagnrýna. Höfum það bara á faglegum nótum og laust við stæla og almenn leiðindi.“ Björgvin Páll verður í marki Íslands í leiknum gegn Tékkum í dag en leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi frá klukkan 15:00. Alla færslu Björgvins Páls má lesa hér fyrir neðan. Valsmafían, fyrirliðinn enginn leiðtogi, skemmd epli, leikmenn að moka undan þjálfara, landsliðsmenn að biðja vini að senda “fjölmiðlamanni“ skilaboð, vantar íslenska hjartað, klefinn lekur, skítadreifarar, leikmenn eiga skammast sín og ég veit ekki hvað... Ef að standardinn okkar í fyrri leiknum gegn Tékklandi var lítill þá veit ég ekki hvaða orð er hægt að nota um standardinn sem kominn er á okkar fjölmiðla þegar kemur að umfjöllun. Stærstu og virtustu miðlarnir okkar eru farnir að éta upp allskonar drasl frá fjölskyldumeðlimum leikmanna, mönnum sem hafa varla spilað leikinn eða einstaklingum sem hafa hreinlega ekki nægilega þekkingu á íþróttinni til þess að geta tjáð sig um það sem fram fer. Ný dönsk orðaði þetta ágætlega í laginu sýnu – Lærðu að ljúga : „Ef þú trúir því að þú vitir allt, að þá veistu ekki neitt“. Leyfum Twitter að vera Twitter, leyfum sófaséfræðingum að vera sófasérfræðingar og leyfum fréttamönnum að vera fréttamenn. Þetta bull og þessi ringulreið í fjölmiðlum er einnig vanvirðing við þá stétt fréttamanna sem hafa það að atvinnu að fjalla um íþróttir. Hættum að eltast einungis við “smelli“, förum að bera virðingu fyrir íþróttafólkinu okkar og berum virðingu fyrir þeim fyrirmyndum sem að við erum að reyna byggja upp með íþróttum. Það að spila fyrir landsliðið er ekki atvinna okkar og við erum að þessu því að okkur langar það... fyrir liðið, fyrir þjóðina, fyrir fólkið okkar... Ég skora hér með á okkar stærstu fjölmiðla að sýna standard í sinni umfjöllun. Það er enginn að tala um að það megi ekki gagrýna. Höfum það bara á faglegum nótum og laust við stæla og almenn leiðindi. Èg er þakklátur fyrir að fá að vera hluti af þessum hópi! Hópur með frábæran fyrirliða og leiðtoga, unga stráka sem hafa unnið sér það inn að spila fyrir Ísland án þess að hafa þurft á “mafíu“ að halda til að komast í liðið, lið með risastórt íslenskt hjarta og lið sem er með einn sterkasta klefa sem ég hef setið í. Hlakka til að sjá Höllina fulla á eftir og finna fyrir öskrunum í gegnum sjónvarpið! Áfram Ísland!
Valsmafían, fyrirliðinn enginn leiðtogi, skemmd epli, leikmenn að moka undan þjálfara, landsliðsmenn að biðja vini að senda “fjölmiðlamanni“ skilaboð, vantar íslenska hjartað, klefinn lekur, skítadreifarar, leikmenn eiga skammast sín og ég veit ekki hvað... Ef að standardinn okkar í fyrri leiknum gegn Tékklandi var lítill þá veit ég ekki hvaða orð er hægt að nota um standardinn sem kominn er á okkar fjölmiðla þegar kemur að umfjöllun. Stærstu og virtustu miðlarnir okkar eru farnir að éta upp allskonar drasl frá fjölskyldumeðlimum leikmanna, mönnum sem hafa varla spilað leikinn eða einstaklingum sem hafa hreinlega ekki nægilega þekkingu á íþróttinni til þess að geta tjáð sig um það sem fram fer. Ný dönsk orðaði þetta ágætlega í laginu sýnu – Lærðu að ljúga : „Ef þú trúir því að þú vitir allt, að þá veistu ekki neitt“. Leyfum Twitter að vera Twitter, leyfum sófaséfræðingum að vera sófasérfræðingar og leyfum fréttamönnum að vera fréttamenn. Þetta bull og þessi ringulreið í fjölmiðlum er einnig vanvirðing við þá stétt fréttamanna sem hafa það að atvinnu að fjalla um íþróttir. Hættum að eltast einungis við “smelli“, förum að bera virðingu fyrir íþróttafólkinu okkar og berum virðingu fyrir þeim fyrirmyndum sem að við erum að reyna byggja upp með íþróttum. Það að spila fyrir landsliðið er ekki atvinna okkar og við erum að þessu því að okkur langar það... fyrir liðið, fyrir þjóðina, fyrir fólkið okkar... Ég skora hér með á okkar stærstu fjölmiðla að sýna standard í sinni umfjöllun. Það er enginn að tala um að það megi ekki gagrýna. Höfum það bara á faglegum nótum og laust við stæla og almenn leiðindi. Èg er þakklátur fyrir að fá að vera hluti af þessum hópi! Hópur með frábæran fyrirliða og leiðtoga, unga stráka sem hafa unnið sér það inn að spila fyrir Ísland án þess að hafa þurft á “mafíu“ að halda til að komast í liðið, lið með risastórt íslenskt hjarta og lið sem er með einn sterkasta klefa sem ég hef setið í. Hlakka til að sjá Höllina fulla á eftir og finna fyrir öskrunum í gegnum sjónvarpið! Áfram Ísland!
Landslið karla í handbolta Fjölmiðlar Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira