Félög hafi ekki bolmagn til að fylgja reglugerð KSÍ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. mars 2023 07:01 Orri Hlöðversson, formaður ÍTF. Vísir/Sigurjón Reglugerð KSÍ um skyldu til að starfrækja kvennalið gæti valdið einhverjum félögum vandræðum segir formaður hagsmunsamtakanna Íslensks Toppfótbolta, eða ÍTF. Tillaga um að fella reglugerðina úr gildi var felld á ársþingi sambandsins á dögunum. Stjórn KSÍ samþykkti reglugerð í haust þess efnis að öll lið í efstu deild karla þurfi einnig að starfrækja kvennalið í meistaraflokki. ÍTF, hagsmunasamtök félaga í efstu tveimur deildunum, lagði fram tillögu á ársþingi KSÍ þess efnis að sú reglugerð yrði afnumin. Sú tillaga var felld á þigninu og því stendur reglan um kvennalið. „Við teljum að þetta geti verið - þó þetta sé göfugt markmið og gott og staðreyndin auðvitað sú að langflest lið eru með meistaraflokkslið af báðum kynjum - þá teljum við að allavega ákveðinn hluti okkar aðildarfélaga geti lent hreinlega í vandræðum með þetta og hafi ekki bolmagn til að láta þetta ganga eftir. Þar af leiðandi geti þetta orðið hamlandi þáttur fyrir þann flokk sem er hugsanlega að koma upp í efstu deild frá félaginu,“ sagði Orri Vignir Hlöðversson, formaður ÍTF, í samtali við Val Pál Eiríksson í Sportpakkanum í gærkvöldi. „Það var svona útgangspunkturinn. Alls ekki til að hnýta í kvennaknattspyrnuna, síður en svo. Við erum öflug þar og eins og hefur kannski ekki komið nógu vel fram þá erum við aðili í evrópskum samtökum sem eru öflug og áratugagömul og mér er ljúft og skylt að segja frá því að við erum einu samtökin í þeim risasamtökum sem erum fulltrúar beggja kynja.“ „Hvað gerist ef klúbbur A eða B fer upp í efstu deild karla eitthvað vorið og er ekki með kvennalið?“ „Þessi tillaga ÍTF á þinginu var felld og það er þá bara vilji þingheims að þetta verði svona. Þó svo þetta verði mögulega íþyngjandi fyrir einhverja þá verður bara að vinna með það eins og öll önnur verkefni vegna þess að við erum bara að reyna að róa í sömu áttina og við erum öll í sama liðinu.“ En gætu einhver félög þurft að sækja frá undanþágu frá þessum reglum? „Þeirri spurningu var varpað fram á þinginu. Hvað gerist ef klúbbur A eða B fer upp í efstu deild karla eitthvað vorið og er ekki með kvennalið? Þeirri spurningu var varpað fram en henni var ekki beint svarað. Enda var kannski enginn að kalla eftir beinum svörum.“ „Það má þá líka velta fyrir sér hvort þetta eigi að virka öfugt. Ef þú ert með lið í meistaraflokki kvenna eingöngu sem nær upp í efstu deild, hvort þér beri þá skylda til að stofna meistaraflokkslið karla. Þannig það eru ýmsir möguleikar sem koma upp þegar maður fer að spá í svona hluti,“ sagði Orri að lokum. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Sjá meira
Stjórn KSÍ samþykkti reglugerð í haust þess efnis að öll lið í efstu deild karla þurfi einnig að starfrækja kvennalið í meistaraflokki. ÍTF, hagsmunasamtök félaga í efstu tveimur deildunum, lagði fram tillögu á ársþingi KSÍ þess efnis að sú reglugerð yrði afnumin. Sú tillaga var felld á þigninu og því stendur reglan um kvennalið. „Við teljum að þetta geti verið - þó þetta sé göfugt markmið og gott og staðreyndin auðvitað sú að langflest lið eru með meistaraflokkslið af báðum kynjum - þá teljum við að allavega ákveðinn hluti okkar aðildarfélaga geti lent hreinlega í vandræðum með þetta og hafi ekki bolmagn til að láta þetta ganga eftir. Þar af leiðandi geti þetta orðið hamlandi þáttur fyrir þann flokk sem er hugsanlega að koma upp í efstu deild frá félaginu,“ sagði Orri Vignir Hlöðversson, formaður ÍTF, í samtali við Val Pál Eiríksson í Sportpakkanum í gærkvöldi. „Það var svona útgangspunkturinn. Alls ekki til að hnýta í kvennaknattspyrnuna, síður en svo. Við erum öflug þar og eins og hefur kannski ekki komið nógu vel fram þá erum við aðili í evrópskum samtökum sem eru öflug og áratugagömul og mér er ljúft og skylt að segja frá því að við erum einu samtökin í þeim risasamtökum sem erum fulltrúar beggja kynja.“ „Hvað gerist ef klúbbur A eða B fer upp í efstu deild karla eitthvað vorið og er ekki með kvennalið?“ „Þessi tillaga ÍTF á þinginu var felld og það er þá bara vilji þingheims að þetta verði svona. Þó svo þetta verði mögulega íþyngjandi fyrir einhverja þá verður bara að vinna með það eins og öll önnur verkefni vegna þess að við erum bara að reyna að róa í sömu áttina og við erum öll í sama liðinu.“ En gætu einhver félög þurft að sækja frá undanþágu frá þessum reglum? „Þeirri spurningu var varpað fram á þinginu. Hvað gerist ef klúbbur A eða B fer upp í efstu deild karla eitthvað vorið og er ekki með kvennalið? Þeirri spurningu var varpað fram en henni var ekki beint svarað. Enda var kannski enginn að kalla eftir beinum svörum.“ „Það má þá líka velta fyrir sér hvort þetta eigi að virka öfugt. Ef þú ert með lið í meistaraflokki kvenna eingöngu sem nær upp í efstu deild, hvort þér beri þá skylda til að stofna meistaraflokkslið karla. Þannig það eru ýmsir möguleikar sem koma upp þegar maður fer að spá í svona hluti,“ sagði Orri að lokum.
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Sjá meira