„Ég vil bara sjá Álftanes mæta með læti“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. mars 2023 21:52 Kjartan Atli Kjartansson kom Álftanesi upp í Subway-deild karla í fyrstu tilraun. Vísir/Hulda Margrét Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, var eðlilega stoltur eftir að hafa stýrt liðinu upp í Subway-deild karla í körfubolta í fyrstu tilraun í kvöld þegar liðið vann 13 stiga sigur gegn Skallagrími, 96-83. „Þetta er svolítið skrýtið. Ég sagði það þegar ég tók við að það var bara eitt skref eftir og það var að fara upp. Liðið var í úrslitum um laust sæti í Subwa-deildinni á síðasta ári þannig það var bara eitt skref eftir og okkur tókst að taka það í kvöld,“ sagði Kjartan í viðtali eftir leik. Kjartan segir það ekki auðvelt að byggja upp lið á Álftanesi og þakkar stjórn félagsins og öðrum sem starfa í kringum liðið fyrir sitt framlag. „Nei, rétt hjá þér. Það eru auðvitað rosalega margir að baki og stjórnin hérna á Nesinu er alveg mögnuð. Ég er búinn að vera í þjálfun í 22 ár núna í ár og nánast eingöngu verið í yngri flokkum. Það þurfti eitthvað svona sérstakt fyrir mig til að íhuga meistaraflokksþjálfun. Þegar ég sá að það var uppeldisklúbburinn og vinir mínir voru í stjórn sem eru menn sem fara og láta hlutina gerast þá fannst mér þetta spennandi verkefni og hér er tækifæri til uppbyggingar.“ „Það er þannig að mótlæti eflir lið og mér finnst segja miklu meira um lið hvernig það bregst við mótlæti heldur en þegar vel gengur. Góður maður sagði við mig að það þarf sterk bein til að þola góða tíma og það þarf líka sterk bein til að þola erfiðu tímana. Erfiðu tímarnir elfdu þetta lið fannst mér. Við töpuðum stórt í desember fyrir Fjölni og það var ákveðinn lágpunktur. Bestu æfingar vetrarins komu í kjölfarið og liðið fór upp á við eftir það.“ Þá er Kjartan eðlilega spenntur fyrir komandi tímabili í deild þeirra bestu, þrátt fyrir að enn séu tveir leikir eftir í 1. deildinni. „Ég vil bara sjá Álftanes mæta með læti, það er bara þannig. Nú tekur auðvitað við að fara að svara spurningunni hver mun þjálfa þett lið. Verður það ég eða einhver annar? Nú fer maður undir feld, en fyrst þurfum við að klára þetta tímabil og svo förum við undir feldinn góða.“ Þrátt fyrir þessar vangaveltur viðurkennir Kjartan þó að það kitli að þjálfa liðið áfram. „Auðvitað. Þegar maður kemur að svona verkefni þá er þetta rosalega gaman. Þetta er náttúrulega einstakur hópur og ég kem bara inn í vinahóp sem við svo bætum inn í. Við fáum fimm nýja leikmenn inn í hópinn og það er búið að vera ofboðslega gaman að vera partur af þessum hópi. Auðvitað er það þannig að fólk horfir á þetta utan frá og heldur að þjálfarinn ráði öllu, en ég er líka með reynslumikla menn sem maður þarf líka að hlusta á. Ég er bara einstaklega þakklátur fyrir þennan leikmannahóp. Þetta eru yndislegir drengir,“ sagði Kjartan að lokum. Subway-deild karla UMF Álftanes Tengdar fréttir Álftanes tryggði sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögunni Álftanes mun leika í efstu deild karla í körfubolta á næsta tímabili í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir öruggan 13 stiga sigur gegn Skallagrím í kvöld, 96-83. 13. mars 2023 20:55 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
„Þetta er svolítið skrýtið. Ég sagði það þegar ég tók við að það var bara eitt skref eftir og það var að fara upp. Liðið var í úrslitum um laust sæti í Subwa-deildinni á síðasta ári þannig það var bara eitt skref eftir og okkur tókst að taka það í kvöld,“ sagði Kjartan í viðtali eftir leik. Kjartan segir það ekki auðvelt að byggja upp lið á Álftanesi og þakkar stjórn félagsins og öðrum sem starfa í kringum liðið fyrir sitt framlag. „Nei, rétt hjá þér. Það eru auðvitað rosalega margir að baki og stjórnin hérna á Nesinu er alveg mögnuð. Ég er búinn að vera í þjálfun í 22 ár núna í ár og nánast eingöngu verið í yngri flokkum. Það þurfti eitthvað svona sérstakt fyrir mig til að íhuga meistaraflokksþjálfun. Þegar ég sá að það var uppeldisklúbburinn og vinir mínir voru í stjórn sem eru menn sem fara og láta hlutina gerast þá fannst mér þetta spennandi verkefni og hér er tækifæri til uppbyggingar.“ „Það er þannig að mótlæti eflir lið og mér finnst segja miklu meira um lið hvernig það bregst við mótlæti heldur en þegar vel gengur. Góður maður sagði við mig að það þarf sterk bein til að þola góða tíma og það þarf líka sterk bein til að þola erfiðu tímana. Erfiðu tímarnir elfdu þetta lið fannst mér. Við töpuðum stórt í desember fyrir Fjölni og það var ákveðinn lágpunktur. Bestu æfingar vetrarins komu í kjölfarið og liðið fór upp á við eftir það.“ Þá er Kjartan eðlilega spenntur fyrir komandi tímabili í deild þeirra bestu, þrátt fyrir að enn séu tveir leikir eftir í 1. deildinni. „Ég vil bara sjá Álftanes mæta með læti, það er bara þannig. Nú tekur auðvitað við að fara að svara spurningunni hver mun þjálfa þett lið. Verður það ég eða einhver annar? Nú fer maður undir feld, en fyrst þurfum við að klára þetta tímabil og svo förum við undir feldinn góða.“ Þrátt fyrir þessar vangaveltur viðurkennir Kjartan þó að það kitli að þjálfa liðið áfram. „Auðvitað. Þegar maður kemur að svona verkefni þá er þetta rosalega gaman. Þetta er náttúrulega einstakur hópur og ég kem bara inn í vinahóp sem við svo bætum inn í. Við fáum fimm nýja leikmenn inn í hópinn og það er búið að vera ofboðslega gaman að vera partur af þessum hópi. Auðvitað er það þannig að fólk horfir á þetta utan frá og heldur að þjálfarinn ráði öllu, en ég er líka með reynslumikla menn sem maður þarf líka að hlusta á. Ég er bara einstaklega þakklátur fyrir þennan leikmannahóp. Þetta eru yndislegir drengir,“ sagði Kjartan að lokum.
Subway-deild karla UMF Álftanes Tengdar fréttir Álftanes tryggði sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögunni Álftanes mun leika í efstu deild karla í körfubolta á næsta tímabili í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir öruggan 13 stiga sigur gegn Skallagrím í kvöld, 96-83. 13. mars 2023 20:55 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Álftanes tryggði sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögunni Álftanes mun leika í efstu deild karla í körfubolta á næsta tímabili í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir öruggan 13 stiga sigur gegn Skallagrím í kvöld, 96-83. 13. mars 2023 20:55
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum