Hópurinn sem hefur ferðina á EM: Albert og Birkir ekki með en Sævar fær tækifæri Sindri Sverrisson skrifar 15. mars 2023 11:13 Sævar Atli Magnússon hefur verið að spila vel fyrir Lyngby og er í hópnum. vísir/Diego Arnar Þór Viðarsson hefur tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM karla í fótbolta. Birkir Bjarnason og Albert Guðmundsson eru ekki í hópnum. Ísland byrjar undankeppnina á tveimur útileikjum, gegn Bosníu á fimmtudaginn eftir viku og svo við Liechtenstein þremur dögum síðar. Albert Guðmundsson verður ekki með í för en hann hefur ekki verið í landsliðshópnum síðan í júní 2022. Arnar sagðist í september sama ár hafa verið afar óánægður og svekktur með hugarfar Alberts í júníverkefninu, og því ekki valið hann. Þjálfarinn hringdi í Albert, sem leikið hefur vel með Genoa í ítölsku B-deildinni, í aðdraganda valsins nú en það skilaði sér þó ekki í því að hann væri valinn. Arnar segir í tilkynningu frá KSÍ vonbrigði að Albert hafi ekki verið „tilbúinn til að koma inn í landsliðið á forsendum liðsins“. Hann mun eflaust útskýra fjarveru Alberts betur þegar hann hittir fjölmiðlamenn á morgun en sú nýbreytni er höfð á að þessu sinni að hópurinn er tilkynntur sólarhring fyrir fund Arnars með fjölmiðlum. Breiðhyltingurinn Sævar Atli Magnússon, framherji Lyngby, fær tækifæri í hópnum og Dagur Dan Þórhallsson, sem nýverið hélt í atvinnumennsku til Bandaríkjanna, og Nökkvi Þeyr Þórisson úr Beerschot í Belgíu eru í hópi fimm leikmanna sem hafðir eru til vara. Sá leikjahæsti missti sæti sitt Alfreð Finnbogason, liðsfélagi Sævars, er í hópnum líkt og í september í fyrra þegar hann spilaði sína fyrstu landsleiki í tvö ár. Þar eru einnig Jóhann Berg Guðmundsson og Sverrir Ingi Ingason sem tóku þátt í sigrinum í Eystrasaltsbikarnum í nóvember eftir meira en árs fjarveru frá landsliðinu. Aron Einar Gunnarsson er áfram í hópnum en missir af leiknum við Bosníu vegna leikbanns. Leikjahæsti landsliðsmaður Íslands, Birkir Bjarnason, er hins vegar ekki í hópnum eftir að hafa ekki spilað með liði sínu Adana Demirspor síðustu vikur, í kjölfar jarðskjálftans í Tyrklandi. Hann er að reyna að losna frá sínu félagi. Markmenn: Rúnar Alex Rúnarsson - Alanyaspor - 20 leikir Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 4 leikir Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 3 leikir Varnarmenn: Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 100 leikir, 2 mörk Hörður Björgvin Magnússon - Panathinaikos - 44 leikir, 2 mörk Sverrir Ingi Ingason - PAOK - 40 leikir, 3 mörk Alfons Sampsted - Twente - 14 leikir Davíð Kristján Ólafsson - Kalmar FF - 13 leikir Daníel Leó Grétarsson - Slask Wroclaw - 12 leikir Miðjumenn: Jóhann Berg Guðmundsson - Burnley - 82 leikir, 8 mörk Arnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping - 45 leikir, 5 mörk Guðlaugur Victor Pálsson - D.C. United - 32 leikir, 1 mark Arnór Sigurðsson - IFK Norrköping - 25 leikir, 2 mörk Jón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 24 leikir, 4 mörk Mikael Neville Anderson - AGF - 18 leikir, 2 mörk Aron Elís Þrándarson - OB - 17 leikir, 1 mark Ísak Bergmann Jóhannesson - FC Köbenhavn - 17 leikir, 3 mörk Þórir Jóhann Helgason - Lecce - 16 leikir, 2 mörk Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 15 leikir, 1 mark Mikael Egill Ellertsson - Venezia - 10 leikir Hákon Arnar Haraldsson - FC Köbenhavn - 7 leikir Sóknarmenn: Alfreð Finnbogason - Lyngby - 63 leikir, 15 mörk Andri Lucas Guðjohnsen - IFK Norrköping - 13 leikir, 3 mörk Sævar Atli Magnússon - Lyngby - 2 leikir Leikmenn til vara: Hjörtur Hermannsson - AC Pisa - 25 leikir, 1 mark Guðmundur Þórarinsson - OFI - 12 leikir Dagur Dan Þórhallsson - Orlando City - 4 leikir Nökkvi Þeyr Þórisson - Beerschot - 1 leikur Sveinn Aron Guðjohnsen - Eflsborg - 19 leikir, 2 mörk Íslenski hópurinn kemur saman í Þýskalandi á mánudaginn og þar verður blaðamaður Vísis að sjálfsögðu á staðnum. Hópurinn heldur svo til Bosníu daginn fyrir fyrsta leik sem fram fer í Zenica í Bosníu 23. mars. Ísland er í riðli með Bosníu, Liechtenstein, Lúxemborg, Slóvakíu og Portúgal, og spilar sína fyrstu heimaleiki í júní þegar Slóvakía og Portúgal koma í heimsókn. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram á EM í Þýskalandi sumarið 2024. Líklegt að Ísland hafi umspil sem varaleið Ef að Ísland kemst ekki áfram úr sínum riðli í undankeppninni gæti lokastaða í Þjóðadeildinni í fyrra skilað liðinu í umspil sem fram fer á næsta ári. Öll liðin sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni eru örugg um að komast í umspilið í mars 2024, þurfi þau á því að halda eftir undankeppnina. Ísland endaði hins vegar í 2. sæti síns riðils, í B-deildinni, og er því ekki alveg öruggt. Í umspilinu verður leikið í þremur mótum; einu með fjórum liðum úr A-deild Þjóðadeildarinnar, einu með fjórum liðum úr B-deild og einu með fjórum liðum úr C-deild. Fyllt verður í þessi umspilsmót með næstu liðum í Þjóðadeildinni ef of mörg í viðkomandi deild komast beint á EM í gegnum undankeppnina. Þar sem að reikna má með því að langflest liðanna sextán í A-deild Þjóðadeildarinnar komist beint á EM í gegnum undankeppnina í ár, eða þá nógu mörg af þeim liðum sem náðu betri árangri en Ísland í B-deildinni, er því vel mögulegt að Ísland muni eiga umspilið sem varaleið eftir undankeppnina. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Ísland byrjar undankeppnina á tveimur útileikjum, gegn Bosníu á fimmtudaginn eftir viku og svo við Liechtenstein þremur dögum síðar. Albert Guðmundsson verður ekki með í för en hann hefur ekki verið í landsliðshópnum síðan í júní 2022. Arnar sagðist í september sama ár hafa verið afar óánægður og svekktur með hugarfar Alberts í júníverkefninu, og því ekki valið hann. Þjálfarinn hringdi í Albert, sem leikið hefur vel með Genoa í ítölsku B-deildinni, í aðdraganda valsins nú en það skilaði sér þó ekki í því að hann væri valinn. Arnar segir í tilkynningu frá KSÍ vonbrigði að Albert hafi ekki verið „tilbúinn til að koma inn í landsliðið á forsendum liðsins“. Hann mun eflaust útskýra fjarveru Alberts betur þegar hann hittir fjölmiðlamenn á morgun en sú nýbreytni er höfð á að þessu sinni að hópurinn er tilkynntur sólarhring fyrir fund Arnars með fjölmiðlum. Breiðhyltingurinn Sævar Atli Magnússon, framherji Lyngby, fær tækifæri í hópnum og Dagur Dan Þórhallsson, sem nýverið hélt í atvinnumennsku til Bandaríkjanna, og Nökkvi Þeyr Þórisson úr Beerschot í Belgíu eru í hópi fimm leikmanna sem hafðir eru til vara. Sá leikjahæsti missti sæti sitt Alfreð Finnbogason, liðsfélagi Sævars, er í hópnum líkt og í september í fyrra þegar hann spilaði sína fyrstu landsleiki í tvö ár. Þar eru einnig Jóhann Berg Guðmundsson og Sverrir Ingi Ingason sem tóku þátt í sigrinum í Eystrasaltsbikarnum í nóvember eftir meira en árs fjarveru frá landsliðinu. Aron Einar Gunnarsson er áfram í hópnum en missir af leiknum við Bosníu vegna leikbanns. Leikjahæsti landsliðsmaður Íslands, Birkir Bjarnason, er hins vegar ekki í hópnum eftir að hafa ekki spilað með liði sínu Adana Demirspor síðustu vikur, í kjölfar jarðskjálftans í Tyrklandi. Hann er að reyna að losna frá sínu félagi. Markmenn: Rúnar Alex Rúnarsson - Alanyaspor - 20 leikir Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 4 leikir Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 3 leikir Varnarmenn: Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 100 leikir, 2 mörk Hörður Björgvin Magnússon - Panathinaikos - 44 leikir, 2 mörk Sverrir Ingi Ingason - PAOK - 40 leikir, 3 mörk Alfons Sampsted - Twente - 14 leikir Davíð Kristján Ólafsson - Kalmar FF - 13 leikir Daníel Leó Grétarsson - Slask Wroclaw - 12 leikir Miðjumenn: Jóhann Berg Guðmundsson - Burnley - 82 leikir, 8 mörk Arnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping - 45 leikir, 5 mörk Guðlaugur Victor Pálsson - D.C. United - 32 leikir, 1 mark Arnór Sigurðsson - IFK Norrköping - 25 leikir, 2 mörk Jón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 24 leikir, 4 mörk Mikael Neville Anderson - AGF - 18 leikir, 2 mörk Aron Elís Þrándarson - OB - 17 leikir, 1 mark Ísak Bergmann Jóhannesson - FC Köbenhavn - 17 leikir, 3 mörk Þórir Jóhann Helgason - Lecce - 16 leikir, 2 mörk Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 15 leikir, 1 mark Mikael Egill Ellertsson - Venezia - 10 leikir Hákon Arnar Haraldsson - FC Köbenhavn - 7 leikir Sóknarmenn: Alfreð Finnbogason - Lyngby - 63 leikir, 15 mörk Andri Lucas Guðjohnsen - IFK Norrköping - 13 leikir, 3 mörk Sævar Atli Magnússon - Lyngby - 2 leikir Leikmenn til vara: Hjörtur Hermannsson - AC Pisa - 25 leikir, 1 mark Guðmundur Þórarinsson - OFI - 12 leikir Dagur Dan Þórhallsson - Orlando City - 4 leikir Nökkvi Þeyr Þórisson - Beerschot - 1 leikur Sveinn Aron Guðjohnsen - Eflsborg - 19 leikir, 2 mörk Íslenski hópurinn kemur saman í Þýskalandi á mánudaginn og þar verður blaðamaður Vísis að sjálfsögðu á staðnum. Hópurinn heldur svo til Bosníu daginn fyrir fyrsta leik sem fram fer í Zenica í Bosníu 23. mars. Ísland er í riðli með Bosníu, Liechtenstein, Lúxemborg, Slóvakíu og Portúgal, og spilar sína fyrstu heimaleiki í júní þegar Slóvakía og Portúgal koma í heimsókn. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram á EM í Þýskalandi sumarið 2024. Líklegt að Ísland hafi umspil sem varaleið Ef að Ísland kemst ekki áfram úr sínum riðli í undankeppninni gæti lokastaða í Þjóðadeildinni í fyrra skilað liðinu í umspil sem fram fer á næsta ári. Öll liðin sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni eru örugg um að komast í umspilið í mars 2024, þurfi þau á því að halda eftir undankeppnina. Ísland endaði hins vegar í 2. sæti síns riðils, í B-deildinni, og er því ekki alveg öruggt. Í umspilinu verður leikið í þremur mótum; einu með fjórum liðum úr A-deild Þjóðadeildarinnar, einu með fjórum liðum úr B-deild og einu með fjórum liðum úr C-deild. Fyllt verður í þessi umspilsmót með næstu liðum í Þjóðadeildinni ef of mörg í viðkomandi deild komast beint á EM í gegnum undankeppnina. Þar sem að reikna má með því að langflest liðanna sextán í A-deild Þjóðadeildarinnar komist beint á EM í gegnum undankeppnina í ár, eða þá nógu mörg af þeim liðum sem náðu betri árangri en Ísland í B-deildinni, er því vel mögulegt að Ísland muni eiga umspilið sem varaleið eftir undankeppnina.
Markmenn: Rúnar Alex Rúnarsson - Alanyaspor - 20 leikir Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 4 leikir Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 3 leikir Varnarmenn: Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 100 leikir, 2 mörk Hörður Björgvin Magnússon - Panathinaikos - 44 leikir, 2 mörk Sverrir Ingi Ingason - PAOK - 40 leikir, 3 mörk Alfons Sampsted - Twente - 14 leikir Davíð Kristján Ólafsson - Kalmar FF - 13 leikir Daníel Leó Grétarsson - Slask Wroclaw - 12 leikir Miðjumenn: Jóhann Berg Guðmundsson - Burnley - 82 leikir, 8 mörk Arnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping - 45 leikir, 5 mörk Guðlaugur Victor Pálsson - D.C. United - 32 leikir, 1 mark Arnór Sigurðsson - IFK Norrköping - 25 leikir, 2 mörk Jón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 24 leikir, 4 mörk Mikael Neville Anderson - AGF - 18 leikir, 2 mörk Aron Elís Þrándarson - OB - 17 leikir, 1 mark Ísak Bergmann Jóhannesson - FC Köbenhavn - 17 leikir, 3 mörk Þórir Jóhann Helgason - Lecce - 16 leikir, 2 mörk Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 15 leikir, 1 mark Mikael Egill Ellertsson - Venezia - 10 leikir Hákon Arnar Haraldsson - FC Köbenhavn - 7 leikir Sóknarmenn: Alfreð Finnbogason - Lyngby - 63 leikir, 15 mörk Andri Lucas Guðjohnsen - IFK Norrköping - 13 leikir, 3 mörk Sævar Atli Magnússon - Lyngby - 2 leikir Leikmenn til vara: Hjörtur Hermannsson - AC Pisa - 25 leikir, 1 mark Guðmundur Þórarinsson - OFI - 12 leikir Dagur Dan Þórhallsson - Orlando City - 4 leikir Nökkvi Þeyr Þórisson - Beerschot - 1 leikur Sveinn Aron Guðjohnsen - Eflsborg - 19 leikir, 2 mörk
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Sjá meira