Símon missti af tímabilinu 2021-22 en hefur leikið vel með HK í Grill 66 deildinni í vetur. Hann er markahæsti leikmaður HK með 93 mörk í fjórtán deildarleikjum.
Hjá FH hittir Símon fyrir jafnaldra sinn og fyrrverandi samherja í HK, Einar Braga Aðalsteinsson. Hann kom til FH frá HK fyrir þetta tímabil.
Símon, sem er tvítugur vinstri hornamaður, er fastamaður í íslenska U-21 árs landsliðinu.
Hann kemur úr mikilli handboltafjölskyldu. Bróðir hans, Sigvaldi, er fastamaður í íslenska landsliðinu og leikur með Kolstad í Noregi. Systir hans, Elna Ólöf, leikur með HK en fer til Fram eftir tímabilið.
FH er í 2. sæti Olís-deildarinnar með 24 stig. Næsti leikur liðsins er gegn Herði 25. mars.