Henry hafnaði franska kvennalandsliðinu og hefur áhuga á bandaríska karlaliðinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. mars 2023 07:11 Thierry Henry er sagður hafa áhuga á að taka við sem þjálfari bandaríska karlalandsliðsins í fótbolta. Simon Stacpoole/Offside/Offside via Getty Images Thierry Henry, fyrrverandi heims- og Evrópumeistari með franska landsliðinu, hefur hafnað boði um að taka við sem þjálfari franska kvennalandsliðsins í fótbolta. Hann er sagður hafa áhuga á því að taka við sem þjálfari bandaríska karlalandsliðsins. Thierry Henry er nafn sem flestir knattspyrnuunnendur ættu að þekkja. Hann er næstmarkahæsti leikmaður franska landsliðsins frá upphafi og eins og áður segir varð hann heims- og Evrópumeistari með liðinu á sínum tíma. Hann er líklega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal þar sem hann skoraði 174 mörk í 254 deildarleikjum. Í gær birtust greinar þess efnis að Henry væri meðal þeirra sem gætu tekið við sem þjálfari franska kvennalandsliðsins eftir að Corinne Diacre var nýverið rekin með skömm. Nú hefur ESPN, og fleiri miðlar, greint frá því að Henry hafi hins vegar hafnað boðinu. Jean-Michel Aulas, stjórnarmaður franska knattspyrnusambandsins, staðfesti þær fregnir í samtali við franska miðilinn Le Figaro. „Ég spurði hann sjálfur, en fékk ekki jákvætt svar,“ sagði Aulas. „Hann var að sjálfsögðu uppi með sér að hafa verið spurður og við gerðum það af því að við fréttum að hann gæti haft áhuga. En Thierry Henry verður ekki þjálfari liðsins. Ég held að hann sé með auga á öðrum verkefnum.“ Samvæmt heimildarmönnum ESPN er bandaríska karlalandsliðið þessi „önnur verkefni“ sem Aulas talar um. Liðið hefur verið án þjálfara síðan samningur Greggs Berhalter rann út í lok seinasta árs. Thierry Henry var aðalþjálfari Montreal Impact í MLS-deildinni frá 2019-2021.Rich Graessle/Icon Sportswire via Getty Images Sjálfur hefur Henry bæði spilað og þjálfað í MLS-deildinni, efstu deild bandaríska fótboltans. Hann lék með New York Red Bulls frá 2010 til 2014, ef frá er talið stutt lánstímabil hjá Arsenal, þar sem hann lék 122 deildarleiki og skoraði 51 mark. Þá var hann þjálfari Montreal Impact frá 2019 til 2021, en liðið vann þó aðeins níu af 29 leikjum undir hans stjórn. Nú seinast var Henry aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins og fór með liðinu á HM í Katar, en lét af störfum í febrúar á þessu ári. Franski boltinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Thierry Henry er nafn sem flestir knattspyrnuunnendur ættu að þekkja. Hann er næstmarkahæsti leikmaður franska landsliðsins frá upphafi og eins og áður segir varð hann heims- og Evrópumeistari með liðinu á sínum tíma. Hann er líklega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal þar sem hann skoraði 174 mörk í 254 deildarleikjum. Í gær birtust greinar þess efnis að Henry væri meðal þeirra sem gætu tekið við sem þjálfari franska kvennalandsliðsins eftir að Corinne Diacre var nýverið rekin með skömm. Nú hefur ESPN, og fleiri miðlar, greint frá því að Henry hafi hins vegar hafnað boðinu. Jean-Michel Aulas, stjórnarmaður franska knattspyrnusambandsins, staðfesti þær fregnir í samtali við franska miðilinn Le Figaro. „Ég spurði hann sjálfur, en fékk ekki jákvætt svar,“ sagði Aulas. „Hann var að sjálfsögðu uppi með sér að hafa verið spurður og við gerðum það af því að við fréttum að hann gæti haft áhuga. En Thierry Henry verður ekki þjálfari liðsins. Ég held að hann sé með auga á öðrum verkefnum.“ Samvæmt heimildarmönnum ESPN er bandaríska karlalandsliðið þessi „önnur verkefni“ sem Aulas talar um. Liðið hefur verið án þjálfara síðan samningur Greggs Berhalter rann út í lok seinasta árs. Thierry Henry var aðalþjálfari Montreal Impact í MLS-deildinni frá 2019-2021.Rich Graessle/Icon Sportswire via Getty Images Sjálfur hefur Henry bæði spilað og þjálfað í MLS-deildinni, efstu deild bandaríska fótboltans. Hann lék með New York Red Bulls frá 2010 til 2014, ef frá er talið stutt lánstímabil hjá Arsenal, þar sem hann lék 122 deildarleiki og skoraði 51 mark. Þá var hann þjálfari Montreal Impact frá 2019 til 2021, en liðið vann þó aðeins níu af 29 leikjum undir hans stjórn. Nú seinast var Henry aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins og fór með liðinu á HM í Katar, en lét af störfum í febrúar á þessu ári.
Franski boltinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira