Henry hafnaði franska kvennalandsliðinu og hefur áhuga á bandaríska karlaliðinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. mars 2023 07:11 Thierry Henry er sagður hafa áhuga á að taka við sem þjálfari bandaríska karlalandsliðsins í fótbolta. Simon Stacpoole/Offside/Offside via Getty Images Thierry Henry, fyrrverandi heims- og Evrópumeistari með franska landsliðinu, hefur hafnað boði um að taka við sem þjálfari franska kvennalandsliðsins í fótbolta. Hann er sagður hafa áhuga á því að taka við sem þjálfari bandaríska karlalandsliðsins. Thierry Henry er nafn sem flestir knattspyrnuunnendur ættu að þekkja. Hann er næstmarkahæsti leikmaður franska landsliðsins frá upphafi og eins og áður segir varð hann heims- og Evrópumeistari með liðinu á sínum tíma. Hann er líklega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal þar sem hann skoraði 174 mörk í 254 deildarleikjum. Í gær birtust greinar þess efnis að Henry væri meðal þeirra sem gætu tekið við sem þjálfari franska kvennalandsliðsins eftir að Corinne Diacre var nýverið rekin með skömm. Nú hefur ESPN, og fleiri miðlar, greint frá því að Henry hafi hins vegar hafnað boðinu. Jean-Michel Aulas, stjórnarmaður franska knattspyrnusambandsins, staðfesti þær fregnir í samtali við franska miðilinn Le Figaro. „Ég spurði hann sjálfur, en fékk ekki jákvætt svar,“ sagði Aulas. „Hann var að sjálfsögðu uppi með sér að hafa verið spurður og við gerðum það af því að við fréttum að hann gæti haft áhuga. En Thierry Henry verður ekki þjálfari liðsins. Ég held að hann sé með auga á öðrum verkefnum.“ Samvæmt heimildarmönnum ESPN er bandaríska karlalandsliðið þessi „önnur verkefni“ sem Aulas talar um. Liðið hefur verið án þjálfara síðan samningur Greggs Berhalter rann út í lok seinasta árs. Thierry Henry var aðalþjálfari Montreal Impact í MLS-deildinni frá 2019-2021.Rich Graessle/Icon Sportswire via Getty Images Sjálfur hefur Henry bæði spilað og þjálfað í MLS-deildinni, efstu deild bandaríska fótboltans. Hann lék með New York Red Bulls frá 2010 til 2014, ef frá er talið stutt lánstímabil hjá Arsenal, þar sem hann lék 122 deildarleiki og skoraði 51 mark. Þá var hann þjálfari Montreal Impact frá 2019 til 2021, en liðið vann þó aðeins níu af 29 leikjum undir hans stjórn. Nú seinast var Henry aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins og fór með liðinu á HM í Katar, en lét af störfum í febrúar á þessu ári. Franski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Sjá meira
Thierry Henry er nafn sem flestir knattspyrnuunnendur ættu að þekkja. Hann er næstmarkahæsti leikmaður franska landsliðsins frá upphafi og eins og áður segir varð hann heims- og Evrópumeistari með liðinu á sínum tíma. Hann er líklega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal þar sem hann skoraði 174 mörk í 254 deildarleikjum. Í gær birtust greinar þess efnis að Henry væri meðal þeirra sem gætu tekið við sem þjálfari franska kvennalandsliðsins eftir að Corinne Diacre var nýverið rekin með skömm. Nú hefur ESPN, og fleiri miðlar, greint frá því að Henry hafi hins vegar hafnað boðinu. Jean-Michel Aulas, stjórnarmaður franska knattspyrnusambandsins, staðfesti þær fregnir í samtali við franska miðilinn Le Figaro. „Ég spurði hann sjálfur, en fékk ekki jákvætt svar,“ sagði Aulas. „Hann var að sjálfsögðu uppi með sér að hafa verið spurður og við gerðum það af því að við fréttum að hann gæti haft áhuga. En Thierry Henry verður ekki þjálfari liðsins. Ég held að hann sé með auga á öðrum verkefnum.“ Samvæmt heimildarmönnum ESPN er bandaríska karlalandsliðið þessi „önnur verkefni“ sem Aulas talar um. Liðið hefur verið án þjálfara síðan samningur Greggs Berhalter rann út í lok seinasta árs. Thierry Henry var aðalþjálfari Montreal Impact í MLS-deildinni frá 2019-2021.Rich Graessle/Icon Sportswire via Getty Images Sjálfur hefur Henry bæði spilað og þjálfað í MLS-deildinni, efstu deild bandaríska fótboltans. Hann lék með New York Red Bulls frá 2010 til 2014, ef frá er talið stutt lánstímabil hjá Arsenal, þar sem hann lék 122 deildarleiki og skoraði 51 mark. Þá var hann þjálfari Montreal Impact frá 2019 til 2021, en liðið vann þó aðeins níu af 29 leikjum undir hans stjórn. Nú seinast var Henry aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins og fór með liðinu á HM í Katar, en lét af störfum í febrúar á þessu ári.
Franski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Sjá meira