Íhuga að búa til markað með sæði óbólusettra karlmanna Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2023 11:17 Gangi áformin eftir yrði Gettr ekki aðeins markaðstorg hægrisinnaðra hugmynda heldur einnig sæðis samsærissinnaðra og óbólusettra karlmanna. Vísir/Getty Stjórnendur lítils hægrisinnaðs samfélagsmiðils í Bandaríkjunum íhuga nú að breyta miðlinum í markaðstorg fyrir sæði karlmanna sem hafa ekki látið bólusetja sig gegn Covid-19. Ein fjölmargra samsæriskenninga um Covid-19 er að bóluefni geri karla ófrjóa eða getulausa. Samfélagsmiðillinn Gettr er einn nokkurra sem var komið á fót eftir að helstu samfélagsmiðlafyrirtæki heims gerðu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, útlægan í kjölfar árásar stuðningsmanna hans á bandaríska þinghúsið árið 2021. Jason Miller, einn ráðgjafa Trump, stofnaði miðilinn. Gettr hefur þó ekki notið þeirrar hylli sem Miller og félagar vonuðust eftir í upphafi. Reksturinn er nú svo þungur að stjórnendur miðilisins leita bókstaflega allra leiða til þess að renna styrkari stoðum undir hann. Tímaritið Rolling Stone segir að stjórnendur Gettr skoði nú alvarlega að búa til markaðstorg fyrir sæði úr mönnum. Söluhluti síðunnar gerði óbólusettum karlmönnum vettvang til þess að auglýsa afurð sína og selja hana hæstbjóðanda, væntanlega til undaneldis. Telja sig verða fengna til að fjölga mannkyninu aftur Mögulega eftirspurn eftir sæði karla sem eru ekki bólusettir við Covid-19 má rekja til mýgrúts samsæriskenninga um faraldurinn og bóluefnin sjálf. Ein þeirra gengur út á að bóluefnin valdi á endanum almennri ófrjósemi karla, ýmist vísvitandi eða óvart. Sumir samsæriskenningarsinnar telja það hluta af ráðabruggi um að fækka fólki á jörðinni. Fylgismenn kenningarinnar sem hafa ekki látið bólusetja sig kalla sjálfa sig „hreinblóðunga“ (e. truebloods) og reikna með að þeim verði í framtíðinni falið að sá höfrum sínum til að fjölga mannkyninu aftur. Ólíklegt er að þeim verði að þeim vonum sínum því heilbrigðisyfirvöld segja það þvætting að bóluefnin hafi áhrif á frjósemi fólks. Rolling Stone hefur eftir heimildarmönnum sínum að starfsfólk Gettr hafi miklar efasemdir um hversu vænlegt það sé að stofna sæðissölusíðu. Sala á sæði sé meðal annars mörgum reglum háð í mörgum löndum. „Þetta er bara svo vandræðalegt,“ segir einn þeirra við blaðið. Bandaríkin Bólusetningar Donald Trump Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Samfélagsmiðillinn Gettr er einn nokkurra sem var komið á fót eftir að helstu samfélagsmiðlafyrirtæki heims gerðu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, útlægan í kjölfar árásar stuðningsmanna hans á bandaríska þinghúsið árið 2021. Jason Miller, einn ráðgjafa Trump, stofnaði miðilinn. Gettr hefur þó ekki notið þeirrar hylli sem Miller og félagar vonuðust eftir í upphafi. Reksturinn er nú svo þungur að stjórnendur miðilisins leita bókstaflega allra leiða til þess að renna styrkari stoðum undir hann. Tímaritið Rolling Stone segir að stjórnendur Gettr skoði nú alvarlega að búa til markaðstorg fyrir sæði úr mönnum. Söluhluti síðunnar gerði óbólusettum karlmönnum vettvang til þess að auglýsa afurð sína og selja hana hæstbjóðanda, væntanlega til undaneldis. Telja sig verða fengna til að fjölga mannkyninu aftur Mögulega eftirspurn eftir sæði karla sem eru ekki bólusettir við Covid-19 má rekja til mýgrúts samsæriskenninga um faraldurinn og bóluefnin sjálf. Ein þeirra gengur út á að bóluefnin valdi á endanum almennri ófrjósemi karla, ýmist vísvitandi eða óvart. Sumir samsæriskenningarsinnar telja það hluta af ráðabruggi um að fækka fólki á jörðinni. Fylgismenn kenningarinnar sem hafa ekki látið bólusetja sig kalla sjálfa sig „hreinblóðunga“ (e. truebloods) og reikna með að þeim verði í framtíðinni falið að sá höfrum sínum til að fjölga mannkyninu aftur. Ólíklegt er að þeim verði að þeim vonum sínum því heilbrigðisyfirvöld segja það þvætting að bóluefnin hafi áhrif á frjósemi fólks. Rolling Stone hefur eftir heimildarmönnum sínum að starfsfólk Gettr hafi miklar efasemdir um hversu vænlegt það sé að stofna sæðissölusíðu. Sala á sæði sé meðal annars mörgum reglum háð í mörgum löndum. „Þetta er bara svo vandræðalegt,“ segir einn þeirra við blaðið.
Bandaríkin Bólusetningar Donald Trump Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira