Martröð fyrir Noreg: „Hélt að það væri fyrsti apríl“ Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2023 12:31 Erling Braut Haaland hefur bókstaflega raðað inn mörkum að undanförnu fyrir Manchester City. EPA-EFE/Adam Vaughan „Þetta er það versta sem gat gerst,“ segir sérfræðingur TV 2 í Noregi um þau tíðindi dagsins að framherjinn Erling Braut Haaland væri dottinn út úr norska landsliðshópnum í fótbolta vegna meiðsla. Haaland hefur verið í miklum ham að undanförnu með Manchester City og skorað samtals níu mörk í síðustu þremur leikjum. Hann var mættur á æfingu norska landsliðsins á Marbella á Spáni í gær en líkt og fleiri tók hann ekki þátt í hefðbundinni liðsæfingu heldur æfði einn. Í frétt Nettavisen segir að Haaland hafi verið hinn hressasti á æfingunni og að ekkert hafi bent til þess að hann glímdi við meiðsli, en nú er hann farinn aftur til Englands vegna meiðsla í nára. Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, þarf því að treysta á mörk frá öðrum leikmönnum gegn Spáni og Georgíu, í fyrstu leikjunum í undankeppni EM 2024. „Þetta er það versta sem gat gerst. Martröð Solbakkens. Möguleikar Noregs snarminnka við að vera án hans í þessum tveimur leikjum, í mikilvægustu viku Solbakkens sem landsliðsþjálfara,“ sagði Jesper Mathisen, sérfræðingur TV 2 um fótboltalandsliðið. „Þetta er rosalegt áfall. Tilkynningin kom og ég þurfti að kíkja á dagatalið til að sjá hvort mars hefði flogið hjá. Ég hélt að það væri 1. apríl,“ sagði Mathisen. Enn hellingur af sjálfstrausti og hæfleikum í hópnum Solbakken sagði ljóst að aðrir leikmenn þyrftu einfaldlega að fylla í skarðið sem Haaland skilur eftir sig. „Erling átti erfitt með að kyngja því að geta ekki verið með og barist fyrir liðið. Sem betur fer er enn hellingur af sjálfstrausti, hæfileikum og samheldni í þessum hópi til að ná í stig í næstu leikjum. Við munum ekki hengja haus heldur höldum áfram að vera eins vel undirbúnir og við getum á laugardag og þriðjudag,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Enski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Sjá meira
Haaland hefur verið í miklum ham að undanförnu með Manchester City og skorað samtals níu mörk í síðustu þremur leikjum. Hann var mættur á æfingu norska landsliðsins á Marbella á Spáni í gær en líkt og fleiri tók hann ekki þátt í hefðbundinni liðsæfingu heldur æfði einn. Í frétt Nettavisen segir að Haaland hafi verið hinn hressasti á æfingunni og að ekkert hafi bent til þess að hann glímdi við meiðsli, en nú er hann farinn aftur til Englands vegna meiðsla í nára. Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, þarf því að treysta á mörk frá öðrum leikmönnum gegn Spáni og Georgíu, í fyrstu leikjunum í undankeppni EM 2024. „Þetta er það versta sem gat gerst. Martröð Solbakkens. Möguleikar Noregs snarminnka við að vera án hans í þessum tveimur leikjum, í mikilvægustu viku Solbakkens sem landsliðsþjálfara,“ sagði Jesper Mathisen, sérfræðingur TV 2 um fótboltalandsliðið. „Þetta er rosalegt áfall. Tilkynningin kom og ég þurfti að kíkja á dagatalið til að sjá hvort mars hefði flogið hjá. Ég hélt að það væri 1. apríl,“ sagði Mathisen. Enn hellingur af sjálfstrausti og hæfleikum í hópnum Solbakken sagði ljóst að aðrir leikmenn þyrftu einfaldlega að fylla í skarðið sem Haaland skilur eftir sig. „Erling átti erfitt með að kyngja því að geta ekki verið með og barist fyrir liðið. Sem betur fer er enn hellingur af sjálfstrausti, hæfileikum og samheldni í þessum hópi til að ná í stig í næstu leikjum. Við munum ekki hengja haus heldur höldum áfram að vera eins vel undirbúnir og við getum á laugardag og þriðjudag,“ sagði landsliðsþjálfarinn.
Enski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Sjá meira