Kveðja „íslenska múrinn“ með miklum trega en Elín fer til Álaborgar Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2023 11:31 Elín Jóna Þorsteinsdóttir fagnar í vináttulandsleik gegn B-liði Noregs á dögunum. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Elín Jóna Þorsteinsdóttir, landsliðsmarkvörður í handbolta, hefur ákveðið að söðla um í Danmörku þrátt fyrir mikinn áhuga Ringköbing á að halda henni í sínum röðum. Elín Jóna mun í sumar ganga í raðir EH Aalborg og hún verður þar með liðsfélagi Andreu Jacobsen sem er að klára sína fyrstu leiktíð með liðinu, og á sinn þátt í því að Álaborgarliðið er á góðri leið með að komast upp í dönsku úrvalsdeildina. Elín Jóna hefur þótt spila afar vel fyrir Ringköbing og átti ríkan þátt í að halda liðinu uppi í úrvalsdeildinni í fyrra, þegar liðið var nýliði. Ljóst er að þjálfarinn Jesper Holmris mun sjá mjög á eftir henni: „Frá og með næstu leiktíð verður Ringköbing Håndbold því miður án Elínar Þorsteinsdóttur og við erum rosalega leið yfir því að okkur skyldi ekki takast að halda í þennan sterka íslenska landsliðsmarkvörð,“ segir Holmris við heimasiðu Ringköbing þar sem sagt er frá því að „íslenski múrinn“ verði kvaddur í sumar. Holmris segir Elínu hafa reynst liðinu afar vel þegar hún kom inn með sína reynslu í lið sem var nýliði í deildinni, fyrir tveimur árum, og að hún hafi einnig spilað afar vel í vetur eftir að hafa jafnað sig af meiðslum. „Elín er stórkostlegur markvörður og áreiðanlegur aftasti hlekkur fyrir Ringköbing, og við hrósum happi yfir að hafa hana í liðinu aðeins lengur. Klúbburinn og ég óskum henni alls hins besta og við munum fylgjast áfram með henni í félags- og landsliði,“ sagði Holmris. Sjálf kvaðst Elín hafa verið hæstánægð með árin sín tvö hjá Ringköbing en að eftir vandlega íhugun hefði hún ákveðið að breyta til, svo að lífið utan vallar gengi betur upp en danskur kærasti hennar er búsettur í Álaborg. Aalborg er efst í 1. deildinni en aðeins tveimur stigum á undan Bjerringbro fyrir hálfgerðan úrslitaleik liðanna um næstu helgi, um öruggt sæti í dönsku úrvalsdeildinni. Liðin í 2. og 3. sæti fara í umspil. Danski handboltinn Mest lesið Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sjá meira
Elín Jóna mun í sumar ganga í raðir EH Aalborg og hún verður þar með liðsfélagi Andreu Jacobsen sem er að klára sína fyrstu leiktíð með liðinu, og á sinn þátt í því að Álaborgarliðið er á góðri leið með að komast upp í dönsku úrvalsdeildina. Elín Jóna hefur þótt spila afar vel fyrir Ringköbing og átti ríkan þátt í að halda liðinu uppi í úrvalsdeildinni í fyrra, þegar liðið var nýliði. Ljóst er að þjálfarinn Jesper Holmris mun sjá mjög á eftir henni: „Frá og með næstu leiktíð verður Ringköbing Håndbold því miður án Elínar Þorsteinsdóttur og við erum rosalega leið yfir því að okkur skyldi ekki takast að halda í þennan sterka íslenska landsliðsmarkvörð,“ segir Holmris við heimasiðu Ringköbing þar sem sagt er frá því að „íslenski múrinn“ verði kvaddur í sumar. Holmris segir Elínu hafa reynst liðinu afar vel þegar hún kom inn með sína reynslu í lið sem var nýliði í deildinni, fyrir tveimur árum, og að hún hafi einnig spilað afar vel í vetur eftir að hafa jafnað sig af meiðslum. „Elín er stórkostlegur markvörður og áreiðanlegur aftasti hlekkur fyrir Ringköbing, og við hrósum happi yfir að hafa hana í liðinu aðeins lengur. Klúbburinn og ég óskum henni alls hins besta og við munum fylgjast áfram með henni í félags- og landsliði,“ sagði Holmris. Sjálf kvaðst Elín hafa verið hæstánægð með árin sín tvö hjá Ringköbing en að eftir vandlega íhugun hefði hún ákveðið að breyta til, svo að lífið utan vallar gengi betur upp en danskur kærasti hennar er búsettur í Álaborg. Aalborg er efst í 1. deildinni en aðeins tveimur stigum á undan Bjerringbro fyrir hálfgerðan úrslitaleik liðanna um næstu helgi, um öruggt sæti í dönsku úrvalsdeildinni. Liðin í 2. og 3. sæti fara í umspil.
Danski handboltinn Mest lesið Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sjá meira