„Getum ekki beðið eftir neinum öðrum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. mars 2023 10:42 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, í Safnahúsinu í dag. Vísir/Arnar Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir augljóst að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi ákveðið að stíga stórt skref til þess að ná tökum á verðbólgunni með því að hækka stýrivexti um eitt prósentustig. Hann segir hjálp við það verkefni úr öðrum áttum vel þegna en Seðlabankinn geti ekki beðið eftir að aðrir grípi til aðgerða. Þetta var á meðal þess sem kom fram á fundi í Safnahúsinu í dag þar sem Ásgeir og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri, rökstuddu og fóru yfir ákvörðun peningastefnunefndar bankans um að hækka stýrivexti úr 6,5 prósent í 7,5 prósent. Um var að ræða tólftu stýrivaxtahækkunina í röð. Verðbólga mælist nú 10,2 prósent. „Það er augljóst að við höfum ákveðið að stíga þarna stór skref núna til þess að ná tökum á verðbólgu og verðbólguvæntingum. Í rauninni þá bara að hraða því að hún geti farið niður. Við verðum síðan bara að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér hvað varðar aðgerðir. Verðbólgan hefur núna hækkað umfram væntingar í þó nokkur skipti,“ sagði Ásgeir á fundinum. Hagfræðingar Íslandsbanka, Landsbankans og Arion banka sáu um það að spyrja spurninga á fundinum. Spurðu þeir allir út í það af hverju lítið væri minnst á opinber fjármál í yfirlýsingu nefndarinnar, ekki síst í ljósi þess að von er á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Öll hjálp vel þegin Una Jónsdóttir, hagfræðingur Landsbankans, spurði Ásgeir og Rannveigu til dæmis út í það hvernig þau myndi vilja sjá ríkissjóð spila með Seðlabankanum til að draga úr verðbólgu. „Það sem Seðlabankinn er að fókusera á núna er að hugsa um það verkefni sem að okkur er falið. Þannig að við getum ekki beðið eftir neinum öðrum. Við verðum bara að grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar eru,“ sagði Ásgeir. Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóra peningastefnu.Vísir/Vilhelm Staðan væri þannig að mikil verðbólga væri á alþjóðavettvangi. Það hefði sín áhrif á Íslandi. Hér væri að auki mikil innlend eftirspurn. „Við því þurfum við að bregðast. Öll hjálp sem við fáum frá fjárlögum ríkisins er vel þegin en við erum ekki að bíða eftir því, með neinum hætti. Við erum þá bara að grípa til aðgerða,“ sagði Ásgeir. Kynningarfundinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Bentu Ásgeir og Rannveig einnig á að mikill vöxtur hafi orðið í útlánum til fyrirtækja hér á landi. „Kannski má segja að fókusinn sé að fara frá heimilinum yfir á fyrirtækin með því sem við erum að gera,“ sagði Ásgeir. Rannveig bætti við að innlend eftirspurn og fjárfesting hafi verið miklu sterkari en gert var ráð fyrir. „Það er meðal annars fjárfesting atvinnuveganna sem er miklu sterkari en þar er gert ráð fyrir. Þetta er í rauninni ein leiðin til að draga úr henni,“ sagði Rannveig, sem átti síðasta orðið á fundinum og svaraði þar vangaveltum hagfræðinga á fundinum um af hverju ekki væri mikið minnst á ríkissjóð í umræddri yfirlýsingu. „Ég vona að síðasta setningin í framsýnu leiðsögninni sé nægilega skýr þó hún sé ekki eins höst og í þeirri síðust. Við munum gera það sem þarf til þess að ná verðbólgumarkmiði. Það er bara okkar hlutverk, hversu sársaukafullt sem það kann að vera fyrir einhverja,“ sagði Rannveig. Síðasta setningin í yfirlýsingu peningastefnunefndar frá 8. febrúar sl. „Peningastefnunefnd telur líklegt að auka þurfi aðhaldið enn frekar á næstunni til þess að verðbólga hjaðni í markmið innan ásættanlegs tíma.“ Síðasta setningin í yfirlýsingu peningastefnunefndar í dag, 22. mars. „Peningastefnunefnd mun beita tækjum sínum til að tryggja betra jafnvægi í þjóðarbúskapnum og koma verðbólgu í markmið.“ Seðlabankinn Verðlag Fjármál heimilisins Fasteignamarkaður Íslenska krónan Húsnæðismál Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti og nú um heila prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 6,5 prósentum í 7,5. 22. mars 2023 08:31 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Þetta var á meðal þess sem kom fram á fundi í Safnahúsinu í dag þar sem Ásgeir og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri, rökstuddu og fóru yfir ákvörðun peningastefnunefndar bankans um að hækka stýrivexti úr 6,5 prósent í 7,5 prósent. Um var að ræða tólftu stýrivaxtahækkunina í röð. Verðbólga mælist nú 10,2 prósent. „Það er augljóst að við höfum ákveðið að stíga þarna stór skref núna til þess að ná tökum á verðbólgu og verðbólguvæntingum. Í rauninni þá bara að hraða því að hún geti farið niður. Við verðum síðan bara að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér hvað varðar aðgerðir. Verðbólgan hefur núna hækkað umfram væntingar í þó nokkur skipti,“ sagði Ásgeir á fundinum. Hagfræðingar Íslandsbanka, Landsbankans og Arion banka sáu um það að spyrja spurninga á fundinum. Spurðu þeir allir út í það af hverju lítið væri minnst á opinber fjármál í yfirlýsingu nefndarinnar, ekki síst í ljósi þess að von er á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Öll hjálp vel þegin Una Jónsdóttir, hagfræðingur Landsbankans, spurði Ásgeir og Rannveigu til dæmis út í það hvernig þau myndi vilja sjá ríkissjóð spila með Seðlabankanum til að draga úr verðbólgu. „Það sem Seðlabankinn er að fókusera á núna er að hugsa um það verkefni sem að okkur er falið. Þannig að við getum ekki beðið eftir neinum öðrum. Við verðum bara að grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar eru,“ sagði Ásgeir. Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóra peningastefnu.Vísir/Vilhelm Staðan væri þannig að mikil verðbólga væri á alþjóðavettvangi. Það hefði sín áhrif á Íslandi. Hér væri að auki mikil innlend eftirspurn. „Við því þurfum við að bregðast. Öll hjálp sem við fáum frá fjárlögum ríkisins er vel þegin en við erum ekki að bíða eftir því, með neinum hætti. Við erum þá bara að grípa til aðgerða,“ sagði Ásgeir. Kynningarfundinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Bentu Ásgeir og Rannveig einnig á að mikill vöxtur hafi orðið í útlánum til fyrirtækja hér á landi. „Kannski má segja að fókusinn sé að fara frá heimilinum yfir á fyrirtækin með því sem við erum að gera,“ sagði Ásgeir. Rannveig bætti við að innlend eftirspurn og fjárfesting hafi verið miklu sterkari en gert var ráð fyrir. „Það er meðal annars fjárfesting atvinnuveganna sem er miklu sterkari en þar er gert ráð fyrir. Þetta er í rauninni ein leiðin til að draga úr henni,“ sagði Rannveig, sem átti síðasta orðið á fundinum og svaraði þar vangaveltum hagfræðinga á fundinum um af hverju ekki væri mikið minnst á ríkissjóð í umræddri yfirlýsingu. „Ég vona að síðasta setningin í framsýnu leiðsögninni sé nægilega skýr þó hún sé ekki eins höst og í þeirri síðust. Við munum gera það sem þarf til þess að ná verðbólgumarkmiði. Það er bara okkar hlutverk, hversu sársaukafullt sem það kann að vera fyrir einhverja,“ sagði Rannveig. Síðasta setningin í yfirlýsingu peningastefnunefndar frá 8. febrúar sl. „Peningastefnunefnd telur líklegt að auka þurfi aðhaldið enn frekar á næstunni til þess að verðbólga hjaðni í markmið innan ásættanlegs tíma.“ Síðasta setningin í yfirlýsingu peningastefnunefndar í dag, 22. mars. „Peningastefnunefnd mun beita tækjum sínum til að tryggja betra jafnvægi í þjóðarbúskapnum og koma verðbólgu í markmið.“
Síðasta setningin í yfirlýsingu peningastefnunefndar frá 8. febrúar sl. „Peningastefnunefnd telur líklegt að auka þurfi aðhaldið enn frekar á næstunni til þess að verðbólga hjaðni í markmið innan ásættanlegs tíma.“ Síðasta setningin í yfirlýsingu peningastefnunefndar í dag, 22. mars. „Peningastefnunefnd mun beita tækjum sínum til að tryggja betra jafnvægi í þjóðarbúskapnum og koma verðbólgu í markmið.“
Seðlabankinn Verðlag Fjármál heimilisins Fasteignamarkaður Íslenska krónan Húsnæðismál Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti og nú um heila prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 6,5 prósentum í 7,5. 22. mars 2023 08:31 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti og nú um heila prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 6,5 prósentum í 7,5. 22. mars 2023 08:31