Landsliðið spilar í borg mengunarmeistara og alræmds fangelsis Valur Páll Eiríksson skrifar 22. mars 2023 19:30 Bilino Polje-völlurinn í Zenica sem Ísland leikur á annað kvöld. Vísir/Valur Páll Íslenska landsliðið lenti í dag í Zenica í Bosníu þar sem leikur við landslið þeirra bosnísku fer fram í annað kvöld. Borgin er þekkt fyrir margt annað en fótbolta. Zenica er fjórða stærsta borg Bosníu þar sem búa 110 þúsund manns. Fátækt er töluverð í borginni þar sem illa hefur gengið að reisa hana við eftir stríð. Um 80 prósent þeirra sem í borginni búa eru af bosnískum uppruna en þar eru um tvö þúsund Serbar og níu þúsund Króatar. Hún er þá að mestu múslimsk borg. Borgin byggir að mestu á stáliðnaði en einn stærsti stálframleiðandi heims, ArcellorMittal, heldur að stóru leyti uppi atvinnustigi í borginni. Fyrirtækið hefur sætt töluverðri gagnrýni fyrir brot á umhverfislögum en Bosnía er á meðal menguðustu ríkja heims, og Zenica er þar ofarlega á lista. Samkvæmt úttekt The Guardian frá árinu 2017 vantaði stálfyrirtækið fjölmörg starfsleyfi vegna umhverfismála og ítrekað brotið loforð um úrbætur á mengun af iðnaðinum. Zenica fangelsið sem var byggt árið 1886 er á meðal þess sem borgin er þekktust fyrir. Það er staðsett í miðri borg og er í raun eins og lítið hverfi innan borgarinnar. Það var stærsta og alræmdasta fangelsi fyrrum Júgóslavíu og stóð af sér stríðin á tíunda áratugnum. Eðli málsins samkvæmt er það stærsta fangelsi Bosníu í dag. Heimaborg Lovren og fyrrum forsætisráðherra Á meðal þeirra sem koma frá borginni eru Ahmet Hadžipašić, forsætisráðherra Bosníu frá 2003 til 2008, Króatinn Dejan Lovren, fyrrum leikmaður Liverpool, Serbinn Mladen Krstajić sem var miðvörður í landsliði Serba auk þess að leika með hjá Schalke og Werder Bremen árum saman. Ísland mun leika á Bilino Polje-leikvangnum í Zenica sem er heimavöllur Bosníu ásamt stærri velli í höfuðborginni Sarajevo. Leikvangurinn tekur tólf þúsund manns í sæti og á til að myndast afar góð stemning. „Þarna fær landsliðið mestan stuðning. Áhorfendur geta verið mjög heitir og stutt landsliðið ákaft en svo geta þeir auðveldlega snúist gegn því ef hlutirnir ganga ekki upp og spilamennskan er ekki góð. Þá getur þetta snúist upp í leiðindi,“ sagði fótboltaþjálfarinn og Bosníumaðurinn Ejub Purisevic um völlinn í Zenica í hlaðvarpinu Innkastið á Fótbolti.net. Við vonumst auðvitað til að mengunin sé orðin minni en árið 2017 og hafi sem minnst áhrif á strákana okkar er þeir mæta Bosníu klukkan 19:45 annað kvöld. Vísir verður með beina textalýsingu frá leik morgundagsins og gerir allt saman vel upp eftir leik. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Sjá meira
Zenica er fjórða stærsta borg Bosníu þar sem búa 110 þúsund manns. Fátækt er töluverð í borginni þar sem illa hefur gengið að reisa hana við eftir stríð. Um 80 prósent þeirra sem í borginni búa eru af bosnískum uppruna en þar eru um tvö þúsund Serbar og níu þúsund Króatar. Hún er þá að mestu múslimsk borg. Borgin byggir að mestu á stáliðnaði en einn stærsti stálframleiðandi heims, ArcellorMittal, heldur að stóru leyti uppi atvinnustigi í borginni. Fyrirtækið hefur sætt töluverðri gagnrýni fyrir brot á umhverfislögum en Bosnía er á meðal menguðustu ríkja heims, og Zenica er þar ofarlega á lista. Samkvæmt úttekt The Guardian frá árinu 2017 vantaði stálfyrirtækið fjölmörg starfsleyfi vegna umhverfismála og ítrekað brotið loforð um úrbætur á mengun af iðnaðinum. Zenica fangelsið sem var byggt árið 1886 er á meðal þess sem borgin er þekktust fyrir. Það er staðsett í miðri borg og er í raun eins og lítið hverfi innan borgarinnar. Það var stærsta og alræmdasta fangelsi fyrrum Júgóslavíu og stóð af sér stríðin á tíunda áratugnum. Eðli málsins samkvæmt er það stærsta fangelsi Bosníu í dag. Heimaborg Lovren og fyrrum forsætisráðherra Á meðal þeirra sem koma frá borginni eru Ahmet Hadžipašić, forsætisráðherra Bosníu frá 2003 til 2008, Króatinn Dejan Lovren, fyrrum leikmaður Liverpool, Serbinn Mladen Krstajić sem var miðvörður í landsliði Serba auk þess að leika með hjá Schalke og Werder Bremen árum saman. Ísland mun leika á Bilino Polje-leikvangnum í Zenica sem er heimavöllur Bosníu ásamt stærri velli í höfuðborginni Sarajevo. Leikvangurinn tekur tólf þúsund manns í sæti og á til að myndast afar góð stemning. „Þarna fær landsliðið mestan stuðning. Áhorfendur geta verið mjög heitir og stutt landsliðið ákaft en svo geta þeir auðveldlega snúist gegn því ef hlutirnir ganga ekki upp og spilamennskan er ekki góð. Þá getur þetta snúist upp í leiðindi,“ sagði fótboltaþjálfarinn og Bosníumaðurinn Ejub Purisevic um völlinn í Zenica í hlaðvarpinu Innkastið á Fótbolti.net. Við vonumst auðvitað til að mengunin sé orðin minni en árið 2017 og hafi sem minnst áhrif á strákana okkar er þeir mæta Bosníu klukkan 19:45 annað kvöld. Vísir verður með beina textalýsingu frá leik morgundagsins og gerir allt saman vel upp eftir leik.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Sjá meira