„Gömlu hundarnir ættu að geta smitað ýmsu út frá sér“ Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2023 10:30 Hannes Þ. Sigurðsson lék á sínum tíma þrettán A-landsleiki fyrir Ísland og spilaði meðal annars með núverandi þjálfarateymi liðsins. Stöð 2 og Getty/Ian Walton Hannes Þ. Sigurðsson heilsaði upp á gamla vini á æfingu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í aðdraganda leiksins við Bosníu í kvöld. Hann segir Ísland klárlega eiga tækifæri á að komast á EM og fagnar endurkomu reynslubolta í liðið. Eftir langan feril sem atvinnumaður í hinum ýmsu löndum er Hannes nú búsettur í Þýskalandi þar sem hann þjálfar lið Wacker Burghausen í D-deild. Hannes nýtti því tækifærið þegar Ísland æfði í München í vikunni til að kíkja á æfingu en hann lék á sínum tíma með landsliðsþjálfurunum Arnari Þór Viðarssyni og Jóhannesi Karli Guðjónssyni í íslenska landsliðinu. Raunar náði Hannes einnig að spila með fyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni þegar Aron var að hefja sinn hundrað leikja landsliðsferil árið 2008. Hannes ræddi við Vísi eftir landsliðsæfingu og má sjá viðtalið hér að neðan, en liðið flaug svo til Bosníu í gær og mætir þar heimamönnum í kvöld klukkan 19:45 að íslenskum tíma. Klippa: Hannes vill sjá gamla félaga komast á EM „Eins og allir þá reyni ég að halda eins miklu sambandi við Ísland og mögulegt er. Oftar en ekki, ef maður hefur ekki tíma til að tala við fólk, þá er það í gegnum podcöst og almennt umræðuna. Þess vegna er líka mjög gott að koma og sjá hvað er í gangi, því oft er umræðan kannski á villugötum. Fókusinn ekki á það verkefni sem er í gangi. En það er gaman að sjá þann léttleika sem ríkir hér og almenna trú á verkefnið,“ sagði Hannes eftir æfingu landsliðsins. Honum líst vel á samsetningu íslenska hópsins nú þegar ný undankeppni stórmóts er að hefjast, og fagnar því að þeir Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason og Aron Einar Gunnarsson séu nú allir til taks, þó að Aron missi reyndar af leiknum í kvöld vegna leikbanns. „Mjög mikilvægt að gömlu strákarnir séu komnir aftur“ „Ég held að það sé mjög mikilvægt að gömlu strákarnir séu komnir aftur. Þeir hafa gert þetta allt áður og koma með ákveðinn kúltur, vilja og trú inn í liðið. Það mun hjálpa þessum ungu strákum sem eru gríðarlega efnilegir, að átta sig á því að þrátt fyrir að við séum Ísland þá er það yfirleitt í hausnum sem það ræðst hvort að menn hafi trú á því sem er í gangi. Ef þér tekst að fjarlægja þau takmörk sem þykja eðlileg og vinna sem ein liðsheild í að ná ákveðnum markmiðum… Við höfum sýnt áður að við getum gert það og þessi nýja kynslóð þarf líka að læra það. Þess vegna er frábært að sjá að menn eins og Jói, Alfreð og Aron séu komnir aftur inn,“ segir Hannes. Hann tekur undir að riðill Íslands gefi tækifæri á að komast aftur á stórmót: „Alveg klárlega. Helstu andstæðingar okkar, Bosnía og Slóvakía, hafa hvorugt verið að skila frábærum úrslitum undanfarið. Það er enginn að segja að þetta verði létt verkefni en það er klárlega möguleiki fyrir okkur að komast aftur á stórmót. Ég er viss um að liðið muni sýna það að bæði andlega og líkamlega séu menn klárir í það. Aðalatriðið er að hafa trú á þessu. Gömlu hundarnir ættu að geta smitað ýmsu út frá sér og ég er viss um að við munum ná þeim markmiðum,“ segir Hannes sem einnig ræddi um starf sitt í Þýskalandi og fleira í viðtalinu hér að ofan. Ísland mætir Bosníu klukkan 19:45 í kvöld í Zenica í Bosníu. Vísir fylgir liðinu eftir og mun lýsa leiknum beint á vefnum auk þess að gera allt saman upp í leikslok. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Sjá meira
Eftir langan feril sem atvinnumaður í hinum ýmsu löndum er Hannes nú búsettur í Þýskalandi þar sem hann þjálfar lið Wacker Burghausen í D-deild. Hannes nýtti því tækifærið þegar Ísland æfði í München í vikunni til að kíkja á æfingu en hann lék á sínum tíma með landsliðsþjálfurunum Arnari Þór Viðarssyni og Jóhannesi Karli Guðjónssyni í íslenska landsliðinu. Raunar náði Hannes einnig að spila með fyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni þegar Aron var að hefja sinn hundrað leikja landsliðsferil árið 2008. Hannes ræddi við Vísi eftir landsliðsæfingu og má sjá viðtalið hér að neðan, en liðið flaug svo til Bosníu í gær og mætir þar heimamönnum í kvöld klukkan 19:45 að íslenskum tíma. Klippa: Hannes vill sjá gamla félaga komast á EM „Eins og allir þá reyni ég að halda eins miklu sambandi við Ísland og mögulegt er. Oftar en ekki, ef maður hefur ekki tíma til að tala við fólk, þá er það í gegnum podcöst og almennt umræðuna. Þess vegna er líka mjög gott að koma og sjá hvað er í gangi, því oft er umræðan kannski á villugötum. Fókusinn ekki á það verkefni sem er í gangi. En það er gaman að sjá þann léttleika sem ríkir hér og almenna trú á verkefnið,“ sagði Hannes eftir æfingu landsliðsins. Honum líst vel á samsetningu íslenska hópsins nú þegar ný undankeppni stórmóts er að hefjast, og fagnar því að þeir Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason og Aron Einar Gunnarsson séu nú allir til taks, þó að Aron missi reyndar af leiknum í kvöld vegna leikbanns. „Mjög mikilvægt að gömlu strákarnir séu komnir aftur“ „Ég held að það sé mjög mikilvægt að gömlu strákarnir séu komnir aftur. Þeir hafa gert þetta allt áður og koma með ákveðinn kúltur, vilja og trú inn í liðið. Það mun hjálpa þessum ungu strákum sem eru gríðarlega efnilegir, að átta sig á því að þrátt fyrir að við séum Ísland þá er það yfirleitt í hausnum sem það ræðst hvort að menn hafi trú á því sem er í gangi. Ef þér tekst að fjarlægja þau takmörk sem þykja eðlileg og vinna sem ein liðsheild í að ná ákveðnum markmiðum… Við höfum sýnt áður að við getum gert það og þessi nýja kynslóð þarf líka að læra það. Þess vegna er frábært að sjá að menn eins og Jói, Alfreð og Aron séu komnir aftur inn,“ segir Hannes. Hann tekur undir að riðill Íslands gefi tækifæri á að komast aftur á stórmót: „Alveg klárlega. Helstu andstæðingar okkar, Bosnía og Slóvakía, hafa hvorugt verið að skila frábærum úrslitum undanfarið. Það er enginn að segja að þetta verði létt verkefni en það er klárlega möguleiki fyrir okkur að komast aftur á stórmót. Ég er viss um að liðið muni sýna það að bæði andlega og líkamlega séu menn klárir í það. Aðalatriðið er að hafa trú á þessu. Gömlu hundarnir ættu að geta smitað ýmsu út frá sér og ég er viss um að við munum ná þeim markmiðum,“ segir Hannes sem einnig ræddi um starf sitt í Þýskalandi og fleira í viðtalinu hér að ofan. Ísland mætir Bosníu klukkan 19:45 í kvöld í Zenica í Bosníu. Vísir fylgir liðinu eftir og mun lýsa leiknum beint á vefnum auk þess að gera allt saman upp í leikslok.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Sjá meira