Hinn 35 ára gamli Messi skoraði seinna mark Argentínu úr gullfallegri aukaspyrnu undir lokin, í 2-0 sigri gegn Panama í vináttulandsleik. Markið má sjá hér að neðan.
Messi's 800th career goal comes as a free kick in his first game with Argentina as World Cup champions.
— B/R Football (@brfootball) March 24, 2023
Perfect.
(via @TV_Publica)pic.twitter.com/sWSREGPOBZ
Messi hefur nú skorað samtals 800 mörk á hæsta stigi fyrir landslið og félagslið sín. Sá eini sem einnig hefur afrekað það er Cristiano Ronaldo.
„Mig dreymdi alltaf um þetta augnablik, að geta fagnað með ykkur,“ sagði Messi eftir leik þar sem hann stóð með fjölskyldu sinni á vellinum.
Um 80.000 stuðningsmenn hylltu argentínsku heimsmeistarana og Messi gekk um leikvanginn með verðlaunastyttuna sem liðið vann í Katar í desember, á meðan að flugeldar sprungu.
Hinn 35 ára gamli Messi skoraði 672 mörk á 17 leiktíðum fyrir Barcelona og hefur skorað 29 mörk fyrir PSG eftir komuna til Frakklands. Nú er hann svo kominn með 99 landsliðsmörk, þar af tvö í úrslitaleik HM.
IT JUST HAD TO BE A LIONEL MESSI FREE KICK GOLAZO FOR NO. 800 pic.twitter.com/jsinxGZCnE
— ESPN FC (@ESPNFC) March 24, 2023
Messi getur svo skorað sitt hundraðasta landsliðsmark þegar Argentína spilar við karabíska eyríkið Curacao á þriðjudaginn.
Það var Thiago Almada sem skoraði fyrra mark Argentínu í Buenos Aires í gær, á elleftu mínútu.