Íslenska landsliðið hefur aldrei byrjað verr í undankeppni EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2023 13:31 Arnar Þór Viðarsson hélt því fram að hann væri á réttri leið með liðið en það sást ekki í fyrsta leiknum í undankeppni EM 2024. Samsett/Getty Aðra undankeppnina í röð byrjar íslenska karlalandsliðið í fótbolta á því að steinliggja í fyrsta leik sínum. Undir stjórn Arnars Þór Viðarssonar hefur íslenska liðið nú tapað 3-0 í fyrsta leik í báðum undankeppnunum síðan hann tók við þjálfun landsliðsins. Liðið tapaði 3-0 á móti Þýskalandi í fyrsta leik í undankeppni HM 2022 sem var þá versta tap íslenska liðsins í fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramóts í 42 ár eða síðan að liðið steinlá 4-0 á móti Wales á Laugardalsvellinum í júní 1980. Í gær gerðu Arnar og lærisveinar hans hins vegar enn verr. Aldrei áður hefur íslenska landsliðið nú byrjað undankeppni Evrópumótsins á jafnstóru tapi. Þetta er fjórtánda undankeppni EM hjá íslenska karlalandsliðinu og liðið hafði aldrei áður tapað fyrsta leik með meira en tveimur mörkum. Það hafði gerst fjórum sinnum en síðast fyrir EM 2004 þegar íslenska liðið tapaði 2-0 á móti Skotlandi á Laugardalsvelli í október 2002. Arnar Þór sjálfur var í byrjunarliði Íslands í þeim leik. Íslenska landsliðið tapaði líka með tveggja marka mun í fyrsta leik í fyrstu þremur undankeppnum EM. Fyrir þessar tvær undankeppnir undir stjórn Arnars hafði íslenska liðið náði í stig í fyrsta leik í fjórum undankeppnum í röð þar af unnið fyrsta leikinn í þremur þeirra. Hér fyrir neðan má sjá hvernig Ísland hefur byrjað í undankeppni EM og í undankeppni HM í gegnum tíðina. Fyrsti leikur Íslands í undankeppni Evrópumótins EM 2024: Þriggja marka tap á móti Bosníu (0-3) EM 2020: Tveggja marka sigur á Andorra (2-0) EM 2016: Þriggja marka sigur á Tyrklandi (3-0) EM 2012: Eins marks tap á móti Noregi (1-2) EM 2008: Þriggja marka sigur á Norður-Írlandi (3-0) EM 2004: Tveggja marka tap á móti Skotlandi (0-2) EM 2000: Jafntefli við Frakkland (1-1) EM 1996: Eins marks tap á móti Svíþjóð (0-1) EM 1992: Tveggja marka sigur á Albaníu (2-0) EM 1988: Jafntefli við Frakkland (0-0) EM 1984: Eins marks tap á móti Möltu (1-2) EM 1980: Tveggja marka tap á móti Póllandi (0-2) EM 1976: Tveggja marka tap á móti Belgíu (0-2) EM 1964: Tveggja marka tap á móti Írlandi (2-4) - Fyrsti leikur Íslands í undankeppni Heimsmeistaramótins: HM 2002: Þriggja marka tap á móti Þýskalandi (0-3) HM 2018: Jafntefli við Úkraínu (2-2) HM 2014: Tveggja marka sigur á Noregi (2-0) HM 2010: Jafntefli við Noreg (2-2) HM 2006: Tveggja marka tap á móti Búlgaríu (1-3) HM 2002: Eins marks tap á móti Danmörku (1-2) HM 1998: Jafntefli við Makedóníu (1-1) HM 1994: Eins marks tap á móti Grikklandi (0-1) HM 1990: Jafntefli við Sovétríkin (1-1) HM 1986: Eins marks sigur á Wales (1-0) HM 1982: Fjögurra marka tap á móti Wales (0-4) HM 1978: Eins marks tap á móti Belgíu (0-1) HM 1974: Fjögurra marka tap á móti Belgíu (0-4) Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Sjá meira
Undir stjórn Arnars Þór Viðarssonar hefur íslenska liðið nú tapað 3-0 í fyrsta leik í báðum undankeppnunum síðan hann tók við þjálfun landsliðsins. Liðið tapaði 3-0 á móti Þýskalandi í fyrsta leik í undankeppni HM 2022 sem var þá versta tap íslenska liðsins í fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramóts í 42 ár eða síðan að liðið steinlá 4-0 á móti Wales á Laugardalsvellinum í júní 1980. Í gær gerðu Arnar og lærisveinar hans hins vegar enn verr. Aldrei áður hefur íslenska landsliðið nú byrjað undankeppni Evrópumótsins á jafnstóru tapi. Þetta er fjórtánda undankeppni EM hjá íslenska karlalandsliðinu og liðið hafði aldrei áður tapað fyrsta leik með meira en tveimur mörkum. Það hafði gerst fjórum sinnum en síðast fyrir EM 2004 þegar íslenska liðið tapaði 2-0 á móti Skotlandi á Laugardalsvelli í október 2002. Arnar Þór sjálfur var í byrjunarliði Íslands í þeim leik. Íslenska landsliðið tapaði líka með tveggja marka mun í fyrsta leik í fyrstu þremur undankeppnum EM. Fyrir þessar tvær undankeppnir undir stjórn Arnars hafði íslenska liðið náði í stig í fyrsta leik í fjórum undankeppnum í röð þar af unnið fyrsta leikinn í þremur þeirra. Hér fyrir neðan má sjá hvernig Ísland hefur byrjað í undankeppni EM og í undankeppni HM í gegnum tíðina. Fyrsti leikur Íslands í undankeppni Evrópumótins EM 2024: Þriggja marka tap á móti Bosníu (0-3) EM 2020: Tveggja marka sigur á Andorra (2-0) EM 2016: Þriggja marka sigur á Tyrklandi (3-0) EM 2012: Eins marks tap á móti Noregi (1-2) EM 2008: Þriggja marka sigur á Norður-Írlandi (3-0) EM 2004: Tveggja marka tap á móti Skotlandi (0-2) EM 2000: Jafntefli við Frakkland (1-1) EM 1996: Eins marks tap á móti Svíþjóð (0-1) EM 1992: Tveggja marka sigur á Albaníu (2-0) EM 1988: Jafntefli við Frakkland (0-0) EM 1984: Eins marks tap á móti Möltu (1-2) EM 1980: Tveggja marka tap á móti Póllandi (0-2) EM 1976: Tveggja marka tap á móti Belgíu (0-2) EM 1964: Tveggja marka tap á móti Írlandi (2-4) - Fyrsti leikur Íslands í undankeppni Heimsmeistaramótins: HM 2002: Þriggja marka tap á móti Þýskalandi (0-3) HM 2018: Jafntefli við Úkraínu (2-2) HM 2014: Tveggja marka sigur á Noregi (2-0) HM 2010: Jafntefli við Noreg (2-2) HM 2006: Tveggja marka tap á móti Búlgaríu (1-3) HM 2002: Eins marks tap á móti Danmörku (1-2) HM 1998: Jafntefli við Makedóníu (1-1) HM 1994: Eins marks tap á móti Grikklandi (0-1) HM 1990: Jafntefli við Sovétríkin (1-1) HM 1986: Eins marks sigur á Wales (1-0) HM 1982: Fjögurra marka tap á móti Wales (0-4) HM 1978: Eins marks tap á móti Belgíu (0-1) HM 1974: Fjögurra marka tap á móti Belgíu (0-4)
Fyrsti leikur Íslands í undankeppni Evrópumótins EM 2024: Þriggja marka tap á móti Bosníu (0-3) EM 2020: Tveggja marka sigur á Andorra (2-0) EM 2016: Þriggja marka sigur á Tyrklandi (3-0) EM 2012: Eins marks tap á móti Noregi (1-2) EM 2008: Þriggja marka sigur á Norður-Írlandi (3-0) EM 2004: Tveggja marka tap á móti Skotlandi (0-2) EM 2000: Jafntefli við Frakkland (1-1) EM 1996: Eins marks tap á móti Svíþjóð (0-1) EM 1992: Tveggja marka sigur á Albaníu (2-0) EM 1988: Jafntefli við Frakkland (0-0) EM 1984: Eins marks tap á móti Möltu (1-2) EM 1980: Tveggja marka tap á móti Póllandi (0-2) EM 1976: Tveggja marka tap á móti Belgíu (0-2) EM 1964: Tveggja marka tap á móti Írlandi (2-4) - Fyrsti leikur Íslands í undankeppni Heimsmeistaramótins: HM 2002: Þriggja marka tap á móti Þýskalandi (0-3) HM 2018: Jafntefli við Úkraínu (2-2) HM 2014: Tveggja marka sigur á Noregi (2-0) HM 2010: Jafntefli við Noreg (2-2) HM 2006: Tveggja marka tap á móti Búlgaríu (1-3) HM 2002: Eins marks tap á móti Danmörku (1-2) HM 1998: Jafntefli við Makedóníu (1-1) HM 1994: Eins marks tap á móti Grikklandi (0-1) HM 1990: Jafntefli við Sovétríkin (1-1) HM 1986: Eins marks sigur á Wales (1-0) HM 1982: Fjögurra marka tap á móti Wales (0-4) HM 1978: Eins marks tap á móti Belgíu (0-1) HM 1974: Fjögurra marka tap á móti Belgíu (0-4)
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Sjá meira